Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 9 SÞ kannar spillingu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sett af stað rannsókn á spillingarmáli tengdu starfi SÞ í írak sem lauk í fyrra. Allt að 40 ríki eru flækt í málið og margir háttsettir menn innan SÞ. Öryggisráðið samþykkti í gær einhljóða að hafin yrði rannsókn á málinu. Talið er að Saddam Hussein hafi eytt miljörðum Bandaríkja- dala úr verkefninu „Olía fyrir mat“ í að múta erlend- um kaupsýslumönnum og embættismönnum til að afla sér vinsælda erlendis. Verkefnið var sett af stað til að styðja hungraða í írak og þá sérstaklega börn. Greind með HABL Nýtt tilfelli af bráða- lungnabólgunni, HABL, hefur greinst í Kína. Sam- kvæmt fréttum hefur hjúkr- unarkona á sjúkrahúsi í Peking greinst með ein- kenni sjúkdómsins og hefur verið komið fyrir í einangr- un. Það sem af er árinu hafa fjögur tilfelli af HABL komið upp í Kína en allir hafa náð fullum bata. Þegar HABL-faraldurinn stóð sem hæst smituðust um 8.000 manns af sjúkdómnum og þarf af létust um 800. Ökumaður á sjúkrahús Bifhjól og jeppi skullu saman á Tunguvegi við Bústaðakirkju síðdegis í gær og var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús. Ökumaður- inn festist undir jeppan- um í öllum hamagangn- um en hann var þó tal- inn hafa sloppið vel ffá slysinu þar sem engir al- varlegir áverkar fundust á honum. Nokkrar tafir urðu á umferð vegna óhappsins. Brotistinn ísjöbíla Að sögn lögreglunnar í Keflavík var tilkynnt um inn- brot í sjö bifreiðar í Njarðvík í Reykjanesbæ í gærmorgun en innbrotin vom að öllum líkindum ffamin nóttina áður. Enginn hefur verið handtekinn vegna innbrot- anna sem öll vom í bíla í nokkrum götunni í sama íbúðarhverfinu. Einkum var stolið hljómflutningstækjum og geisladiskum. Talið er að um sama eða sömu aðila hafi verið að ræða í öllum innbrotunum. Séra Valgeir Ástráðsson fermdi öll fermingarbörnin nema drenginn sem hann meiddi. Séra Bolli Pétur Bollason tók að sér að ferma fórnarlambið. Presturinn fermdi ekki fornarlambið Sú óvenjulega ráðstöfun var gerð við fermingu sóknarbarns Seljakirkju þann 18. apríl síðastliðinn að séra ValgeirÁstráðsson, sem annars fermdi viðkomandi fermingarhóp, sté til hliðar þeg- ar kom að einum fermingardrengnum og fól aðstoðarpresti sín- um, séra Bolla Pétri Bollasyni, að ferma hann. Um er að ræða fermingardre'ng- inn hvers foreldrar hafa kært séra Valgeir til lögreglunnar vegna meints harðræðis í guðsþjónustu, en presturinn taldi drenginn þá vera að trufla messuna. Hið besta mái Séra Valgeir er erlendis og ekki hægt að ná í hann en séra Bolli staðfestir að fermingin hafi farið fram með þessum hætti. „Já, það er rétt, ég fermdi hann. Það er bara hið besta mál. Sú von er auðvitað uppi að sáttir náist og málið falli dautt niður," segir séra Bolli. Séra Valgeir er í kæru til lögregl- unnar sakaður um að hafa lagt hendur á fermingardrenginn, sem honum þótti hafa látið ófriðlega í messu. Foreldrar drengsins bera að séra Valgeir hafi tekið harkalega í upphandlegg sonar síns og dregið hann inn á skrifstofu í kirkj- unni. í kjölfar atviksins fóru foreldrarnir með drenginn á slysadeild og fengu áverka- vottorð. Hann reyndist með húðrof og mar. Þau lögðu í kjölfarið fram kæru á ur séra Val- geiri til lög- reglunnar Reykjavík. Séra Valgeir baðst af- sökunar á atvik- inu eft- ir að for- eldr- Hann hafði hins vegar áður lýst því yflr að hann teldi sig ekki hafa gert neitt rangt og foreldrarnir vildu þrátt fyrir afsökunarbeiðni að ann- ar prestur fermdi soninn. Vildi ferm- ast með hópnum Sigríður Einarsdóttir, móðir piltsins, staðfestir einnig í sam- tali við DV að hinar sér- stæðu ráðstafan- ir hafi átt sér stað. „Okkur stóð til boða að sonur okkar yrði fermdur sér og þá einn en við vildum hafa ferminguna „Okkurstóð til boða að sonur okkar yrði fermdur sér og þá einn en viðvildum hafa ferminguna eins eðli- lega og unnt væri.J eins eðlilega og unnt væri og dreng- urinn vildi eðlilega fermast með sínum fermingarhóp." Sú leið var því farin að þegar kom að syni okk- ar sté séra Valgeir til hliðar og séra Bolli fermdi soninn. Hún segir kærumálið mjög leið- inlegt. „En við sáum okkur ekki annað fært en að kæra. Því miður virðist svona framkoma ekki eins- dæmi hjá þessum presti. Prestar virðast almennt vera vernduð stétt og það segir mér ýmislegt að kvart- anir eða kærur eru ekki allar skráð- ar niður hjá Biskupsstofu," segir Sigríður, móðir fermingarpiltsins. Séra Valgeir Fól aðstoðar- manni slnum að ferma einn úr fermingar- hópnum. armr höfðu kvartað til Bisk- upsstofu og biskup óskað eftir slíkum við brögðum prestinum. Nýtt grindverk á sama stað Framkvæmdir við safnahús Þjóð- minjasafns fslands við Hringbraut hafa staðið yfir árum saman með hléum en nýlega tilkynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamáia- ráðherra að safnið yrði opnað að nýju 1. september. Þessar vikurnar er verið að vinna við lóð safnahúss- ins og hafa athugulir vegfarendur tekið eftir því að búið er að fella steypta grindverkið á horni Hring- brautar og Suðurgötu. Á grindverk- inu sem var orðið gamalt og lúið hefur margur Reykvíkingurinn gengið á leið sinni til að bera minjar þjóðarinnar augum. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Horn- steinar arkitektar ehf. sem hannaði endurgerð lóðarinnar á að steypa upp nýtt grindverk á sama stað. „Nú er langþráður áfangi hafinn," segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja- vörður, „og ég er mjög ánægð með þá hönnun sem liggur til grundvall- ar frágangi lóðarinnar við safnahús- ið.“ Ellefu sóttu um embætti sóknarprests Ásókn presta í kristilegt hverfi Umsóknarffestur um Grafar- holtsprestakall rann út 19. apríl. Alls voru ellefu umsækjendur um emb- ætú sóknarprests í hinu nýstofnaða Grafarholtsprestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Umsóknar- frestur rann út 19. apríl síðasdiðinn. Umsækjendur eru sr. Elfnborg Gísladóttir, sr. Hannes Björnsson, sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir, sr. Jón Ragnarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Kjartan Jónsson, sr. Óskar Ingi Ingason, sr. Sigríður Guð- marsdóttir, sr. Skúli Sigurður Ólafs- son, sr. Yrsa Þórðardóttir og Vigfús B. Albertsson guðfræðingur. Athygli vekur að jafnræði er með kynjum þar sem fimm konur sækja um. Grafarholt er einstaklega kristi- legt hverfi ef marka má götunöfn á borð við Kirkjustétt, Kristnibraut, Maríubaug, ÓÍafsgeisla og Presta- stíg. Þetta nýjasta hverfi Reykjavíkur státar þó ekki af neinni kirkju enn sem komið er fremur en verslunum en aðeins einn söluturn er þar. Á Grafarholti hefur íbúum fjölgað gríðarlega seinasta árið en reiknað er með að fimm þúsund manns verði í hverfinu fullbyggðu. Grafarholtssókn Göturheita margarkristilegum nöfnum og fjöldi presta sækist eftir að þjona i hverfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.