Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 10
7 0 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 Fréttir DV Skuldir aukist um milljarð Nýlega var lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og sto&iana hans. Umræða um upp- gjörið fór fram á síðasta bæjarstjóm- arfundi og mót- íhæltu sjálfstæðis- menn harðlega aukinni skulda- sö&iun bæjarfélagsins. Magnús Gunnarsson, odd- viti þeirra, bendir á að skuldir hafi aukist um rúm- lega milljarð. Hann segir fulltrúa Samfylkingarinnar vera á hálum ís hvað varðar rekstur bæjarfélagsins og segir ársreikninginn sýna að illa sé staðið þar að málum. Umhverfis- vænn bíll Meðal þess sem skoða má á Dögum umhverfisins í Smáralind um helgina er Toyota Prius, eini fjölda- framleiddi, umhverfisvæni bíllinn. Toyota Prius kom fyrst á markað árið 1997 en á næstu dögum verður 2. kynslóð bílsins kynnt hér á landi. Það sem greinir Toyota Prius frá öðrum bfl- um er að hann hefiir tvær vélar. Eina bensínvél lika þeirri sem við erum vön í bílunum okkar og einn raf- mótor. Við akstur verður til töluverð orka sem í venju- legum bílum gufar upp eng- um til gagns t.d. þegar bremsað er eða ekið niður brekkur. í Toyota Prius er þessari orku breytt í raf- magn sem síðan knýr bílinn áffam ásamt bensínvélinni. Fimmteknir meðfíkniefni Fimm manns voru handteknir í fyrrinótt vegna fíkniefnabrota. Um var að ræða flögur aðskilin mál og var fólkið handtek- ið eftir umferðareftirlit í borginni. Lítilræði af efnum var gert upptækt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingar. Ingibjörg Sólrún er skarp- greind og hefur til að bera góða dómgreind. Hún þykir afskaplega skipulögð istarfí og sýnir ávallt mikla eljusemi og dugnað i öllu sem hún tek- ur sér fyrir hendur. Erfíð verk- efni höfða vel til Ingibjargar og sumir segja aö hún þrlfíst best þegar henni er ögrað. Hún er oröheldin, traust, fjörug og glaðlynd. Kostir & Gallar Ingibjörg Sólrún tekur tapi illa i og hún erjafnframt sögð þola illa þegar óvissa er um fram- gang þeirra mála sem hún vinnur að. Hún þykir stundum vera fullvarkár þegar þess er beðið að hún taki ákvörðun. Tugir íslendinga hafa bundist samtökunum Miracle of Love frá Kaliforníu, sem kenna aðferðir til andlegrar umbreytingar. Prédikarinn Paul Welch, sem var gerður brott- rækur frá íslandi vegna tilfella þar sem fólk sem sótti hafði námskeið hans endaði á geðdeild, byggði að hluta á hugmyndafræði samtakanna en með eigin viðbótum. íslendlngar í Imglelösln hjá bandaríshum sértrúarsamlökuií „Ég veit ekki hvað maður á að segja til að lýsa þessu," segir Ótt- ar B. Ellingsen sem sótt hefur þrjú námskeið hjá samtökunum Miracle of Love. Vitað er um tugi íslendinga sem hafa sdtt til samtakanna að undanfömu. Kvikmyndagerðarmennirnir Sig- urður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson, sem meðal ann- ars vom viðloðandi hljómsveitina GusGus en starfa nú sem kvik- myndagerðarmenn í Kaliforníu, búa á meðal safnaðar Miracle of Love. Þeir njóta frægðar fyrir myndbönd sín við lög hljómsveit- anna Sigur Rósar, Live, GusGus og Travis, auk umfangsmikillar auglýsingagerðar. „Þú munt heyra sann- leikann og finna kær- leikann á þann hátt sem þú hefur aldrei gertáður." Samtökin Miracle of Love halda reglulega sex daga námskeið í Kali- forníu í Bandaríkjunum og Miinchen í Þýskalandi, þar sem til- gangurinn er koma á andlegri um- breytingu á áður óþekktum hraða. „Þú munt heyra sannleikann og finna kærleikann á þann hátt sem þú hefur aldrei gert áður,“ segir meðal annars á vef samtakanna, miracle.org. Að sögn Óttars eru að jafnaði um 30 til 60 manns á hverju námskeiði sem hann hefur sótt, en þau eru haldin fjórum sinnum á ári í Múnchen. Næsta námskeið hefst á mánudaginn. „Þetta hjálpar mér í daglegu lífi; að ná betra and- legu jafttvægi og nábetrajafnvægi ílífið. Égvarhálf- gerður vinnufík- ill og var að eigin áhti æðislegur ef ég vann allan daginn. Maður nær betri tengsl- um við sjálfan sig og betri lífsfyll- ingu, meðal ann- ars með ákveðinni hugleiðsluaðferð sem heiúr GMP,“ segir hann en GMP stendur fyrir Gourasana Meditaúon Pracúce, sem kennd er við Gourasana „hinn gullna", réttu nafni David .Swanson, sem stofnaði samtökin. Núverandi leiðtogi sam- takanna er ekkja Gourasana og ber hún nafnið Kalindi La Gourasana en hún „talar hans röddu og fyrir hans hönd“, samkvæmt frásögnum með- lima samtakanna á netinu. Kvikmyndagerðar menn Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson hafa náð glfurlegum frama I kvikmyndagerð I Bandarikjunum. Þeir eru meðlimirl Miracle ofLove. Misjafnt er hvort fólk sækir að- eins námskeið eða binst samtök- unum sterkari böndum. Óttar hefur einungis sótt þar nám- skeið og segir hugleiðsluna ganga út á sjálfshjálp að mörgu leyú. Hann hefur hitt leiðtogann, Kalindi, í eigin persónu og segir hana geisla af kærleika. „Ég mæli með þessu fýrir alla sem vilja ná betri tökum á lífi sínu, fá lflca bætta sjálfs- mynd, aukið sjálfstraust og - betri líðan," segir hann. „Allt sem er gert í kring- um þetta er gert af feiknarlegum kær- leika. Maður þarf ekki að hugsa um nokkurn skapaðan hlut þarna, þeir bera mann á hönd- sér. Hvert einasta smáatriði er þaul- skipulagt. Þetta er gert af þvflíkum kærleika að manni líður feiknarlega vel. Þessi kærleikur hjálpar manni til að opnast og tjá sig, það gerast í rauninni kraftaverk þarna. Fólk sem gengur þarna inn og hefur lent í ýmsu í lífinu, það losnar í rauninni við þennan bagga sem hefur sligað það,“ segir Óttar. Helga Braga Jónsdótúr leikkona segist hafa heyrt um samtökin en ekki farið á námskeið þeirra. „Ég kannast við þetta fyrirbæri. Ég hef heyrt um þetta úú í Bandarflcjunum. Þetta hljómar bara spennandi en ég veit líúð um þetta," segir hún. Græðarinn Paul Welch, sem olli miklu fjaðrafoki á íslandi vorið 2000, hefur sótt námskeið hjá Miracle of Love og var meðal annars undir leið- sögn Gourasana og Kalindi. Hann var sakaður um svik og pretú og að hafa neytt fólk tfi að þegja svo dögum skipú. Þá lenti fólk inni á geðdeild í þremur til fjórum tilfell- um eftir námskeið hjá honum. Ferli hans á íslandi lauk með því að land- læknis- emb- ætt- Vefdagbók Matthews Sturgess Fálaginn fastur í sártrúarsöfnuði Matthew Sturgess, sem heldur úú heimasíðu á net- inu, lýsir því hvernig félagi hans Marc kom honum í kynni við samtökin Miracle of Love. „...það var í gegn- um hann sem ég varð fyrir mest truflandi reynslu lífs míns... Hann bauð mér og nokkrum öðrum í hús ein- hvers til að sjá kynningu á einhverju sem átú að vera hugleiðslumiðstöð, en var í rauninni bara trúarleg at- ; höfn fyrir hin stórundar- legu sértrúarsamtök ! Miracle of Love. Gmnn- j hugmyndin var að einhver náungi sem hét David Swanson ákvað árið 1987 að hann væri Guð, og hann fékk eitthvert fólk til að trúa því. Það sem mest er um vert er að hin úrskurðaða geðveika Kalindi er leiðtogi safnaðarins nú eftir að Swanson (öðm nafni „Gourasana") er fallinn frá. Ég horfði á klukkustundarlangt myndband af www.miracle.org Samtökin eða söfnuðurinn halda úti heimasiðu á veraldarvefnum. Þar er hægt að komast i samband við þauená netinu er einnig að finna neikvæðar lýsingar á reynslu fólks af samtökunum. „Grunnhugmyndin varað einhver náungi sem hét David Swanson ákvað árið 1987 að hann væri Guð, “ segir Matthew Sturgess um söfnuðinn. öllu hennar samhengis- lausa þvaðri og svo var mér gert að hugleiða undir and- legri leiðsögn. Svo voru sæl- gæússtangir. Ég var hljóður gegnum alla kynninguna, borðaði nokkrar sælgæús- stangir, tók nokkra kynn- ingarbæklinga og geisladiska og hét því að taka aldrei aftur boði félaga Varði Paul Welch Halldóra Geirharðsdóttir leikkona varði sértrúarieiðtogann Paul Welch þegar hann var hér á landi árið 2000. „Paul er ekki að reyna að blekkja neinn heidur kennir hann fólki að horfast i augu við eigin blekkingar/ segir hún en námskeið hjá Welch kostuðu um 100 þúsund krónur. ið fékk hann til að hætta allri starf- semi hérlendis. Nokkrir komu Paul Welch til varnar, meðal annars Hall- dóra Geirharðsdóttir leikkona og Óttar Ellingsen. „í sjálfu sér hef ég ekki áhyggjur af Paul Welch. Hann notaði þessa tækni að hluta til en hann bætú svo miklu inn í sjálfur. Þetta hefur í rauninni ekkert með hann að gera. Ég held hann sé bara að vinna í sjálfum sér núna og hann er ekki að vinna með fólk," segir Ótt- ar. Ekki náðist í kvikmyndagerðar- mennina Sigurð og Stefán Árna. Samkvæmt heimildum DV verða þeir á námskeiði hjá Miracle of Love í San Fransisco ffam á laug- ardag. jontrausti@dv.is Óttar B. Ellingsen Ráðgjafinn Óttar B. Ellingsen hefur sótt þrjú námskeiö hjá Miracle ofLove i Þýskalandi. Hann hefur iært þar þá hugleiðsluaðferð sem honum hugnast best og er með hug- leiðslutima i Lifssýnarsalnum i Bolholti 4 á miðvikudags- og taugardagsmorgnum. * Varað við söfnuðinum Vefsíðan Sarlo’s Guru Rating Service er sérstaklega í þeim til- gangi að gefa sértrúarsöfnuðum stjörnugjöf. Samtökin Miracle of Love, sem tengjast meðal annars Paul Welch sem var á ferð hér- lendis árið 2000, hljóta hálfa stjörnu af fimm á kvarða vefsíð- unnar. Þar er varað við mögu- legu peningasvindli samtak- anna. Um leiðtogann Kalindi segir: „Hún talar fyrir hönd Gourasana, hins gullna, sem er samtímaholdgerving Guðs. Hún er rödd Hans."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.