Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 31
DV Síöasten ekkisíst FÖSTUDAGUR23. APRÍL 2004 31 ----------------------------------------------- 4 Frumvarp hins brennandi anda Nú bendir allt til þess að Davíð ætli að vera búinn að setja lög um fjölmiðla áður en hann fer úr forsæt- isráðuneytinu. Þetta er nokkuð óvænt atburðarás. Enn veit enginn hvað stendur í boðuðu fjölmiðla- frumvarpi Davíðs; menn hafa ekki einu sinni fengið að sjá skýrsluna sem var undanfari þess. Tíminn er naumur. Þinginu er ekki ætlað að sitja nema ffam yfir fyrstu vikuna í maí; það þarf að leita afbrigða til að koma málinu svona seint á dagskrá. Varla er þetta svo mikið þjóðþrifamál að þingtíminn verði lengdur ffam á sumar út af því? Skrítin framvinda Þetta er skrítin ffamvinda. Það er skipuð nefnd. í henni sitja sérstakir trúnaðarmenn ríkisstjórnarinnar, menn sem áður hafa reynst trausts- ins verðir. Þeir fá að sönnu ekki lang- an tíma til að skoða þessi flóknu mál - aðeins um átta vikur. Enda fer svo að störf nefndarinnar dragast um mánuð, fram yfír 1. apríl. Þá er til- kynnt að skýrslan sé á leiðinni; ég átti samtal við einn ne&idarmanna um það leyti og hann taldi að ég myndi geta rætt efrú hennar í síðasta þætt- inum mínum fyrir páska. Síðan eru liðnar þrjár vikur - það var fyrst núna á þriðjudaginn að skýrslan var kynnt fýrir þorra ráðherranna í ríkisstjóm- inni. Og frumvarp lagt ffam um leið, öllum á óvart. Hvaða pukur er þetta? Hvaða pukur er þetta með eina litla skýrslu sem fjallar varla um neitt sem telst vera ríkisleyndarmál? Er það til að hægt sé að krukka í plaggið eftir á - voru skýrslubeiðendur svona óánægðir með efni þess? Eða var kannski talið heppilegra að láta efni skýrslunnar leka út smátt og smátt, Kjallari „Siguröur Kári, Birgir og Guðiaugur Þór geta varla verið áhugasamir um hugmyndir um að efla RÚV og þrengja að einkaframtakinu ..." Egill Helgason skrifar um fjölmiðlafrumvarp Davíðs. Liggur nokkuð að baki þessu annað en sú hugsun að ríkið sé í rauninni heppilegri eigandi fjölmiðils en einkaaðilar? svona til að búa jarðveginn undir ffumvarpið sem er smellt fram í kjöl- farið? Hver veit? Lekarnir hafa altént verið talsverðir; fýrst í Ríkisútvarpinu stuttu eftir að rætt var um að skýrslan væri tilbúin og svo nokkuð ítarlegar í Viðskiptablaðinu fýrir síðustu helgi. Menn hefur greint á um hvaða tíð- indum niðurstöðurnar sæti, sumir segja að þær séu hvorki fugl né fiskur - en það er alls ekki víst. Manni skilst - án þess að hafa les- ið nema lekana úr skýrslunni - að þar sé lagt til að fjölmiðlarnir verði í auknum mæli settir undir sam- keppnislög, að beita megi veitingu útvarpsleyfa til að hafa áhrif á eignar- haldið og að efla skuli Ríkisútvarpið til að tryggja „fjölbreytni" á fjölmiðla- markaði. og Sýn renna út 2007 og 2009. Það er lfka boðað að hefja eigi stafræna væðingu sjónvarps á íslandi - og þá ættu sjónvarpsleyfi að verða að mestu úrelt. Svo er hætt við að mörgum þyki það hjákátleg rök að efling Ríkisút- varpsins, stærsta fjölmiðlafý'rirtækis landsins, verði til að auka fjölbreytni. Þetta getur varla gerst nema á kostn- að fjölmiðlanna sem eru í einkaeigu og hljóta að teljast skelfmg veik- burða, að minnsta kosti ef miðað er við hræringar undanfarinna ára. Aðrir stjórnmálamenn að mestu leyti áhorfendur I þessum hugmyndum felast ein- hverjar skorður. En við komumst samt ekki til botns í því - að minnsta kosti ekki með beinum og skjótum hætti - sem Davíð Oddsson hefur talið vera höfuðmeinsemdina í fjöl- miðlalífinu hér. Það er spumingin um hvers konar fjármagn megi koma inn í fjölmiðlana, fyrirtækjafjölmiðl- ana sem Davíð hefur orðið tíðrætt um, og spurningin um hvernig fjöl- miðlafyrirtæki skuli vera samansett - má til dæmis sami aðillinn eiga dag- blað og sjónvarpsstöð? Þegar þetta er skrifað árla á sumar- daginn fyrsta veit maður enn ekki ná- kvæmlega hvað felst í frumvarpinu hans Davíðs. Fréttamenn Stöðvar 2 telj a sig hafa heimildir fyrir því að í því sé vaðið beint í Norðurljós. Alla vega bíður maður í ofvæni eftir því hvort frumvarpið hefur einhver svör við þessum spumingum hér að ofan. Og hvort svörin em nógu kröftug til að allt logi í deilum næstu vikum- ar. Annars ber þetta brátt að - maður var jafnvel farinn að halda að málið hefði gufað upp. En það lýsir lík- lega van- mati á einurð forsæt- isráð- herr- „Efling Ríkisútvarps- ins" Ekkert af þessu, getur talist vera , skjótvirk leið til að , koma böndum i yfir hina meintu I óæskilegu eig-1 endur fjölmiðla. [ Þótt samkeppn-, islögum verði, breytt er varla j hægt að láta, þau gilda aftur , í tímann. Leyfi j Norðurljósa til I að reka Stöð 21 ans. Það er hann sem brennur í and- anum vegna málsins og knýr það áfram. Aðrir stjórnmálamenn hafa að miklu leyti verið áhorfendur - og flestir gætt þess að láta ekki í ljósi sterkar skoðanir um það. Vinstri grænir alltaf tilkippi- legir Að minnsta kosti em svo margir tvístígandi að maður hlýtur að spyrja hvemig málinu reiðir af í þinginu. Ekki er alltaf gott að vita hvað Fram- sóknarflokkurinn er að hugsa - hami er foringjahollur og hugsjónalítill - en það er ljóst að þar ríkir ekki almenn hrifning. Vegna ráðherraskiptanna í haust hefur Davíð hins vegar ansi gott tak á Framsókn. Ungu tyrkirnir í Sjálf- stæðisflokknum, Sigurður Kári, Birgir og Guðlaugur Þór geta varla verið áhugasamir um hugmyndir um að efla RÚV og þrengja að einkaffamtak- inu - hvað þá Pétur Blöndal? Það er því spuming hvort svona frumvarp hefur yfirleitt meirihluta í þinginu - nema þá að úr óvæntri átt berist atkvæði, til dæmis frá Vrnstri grænum, sem alltaf em tilkippilegir að auka hlut ríkisvaldsins. Til að bjarga andliti Davíðs Ég heyri Össur segja í útvarpinu að Davíð finnist hann þurfa að leggja fram ffumvarp um samþjöppun á fjölmiðlamarkaði til að bjarga andlit- inu. Hann sé búinn að láta svo mörg stór orð falla. Má vera rétt. En maður hlýtur þá að ætla að Davíð reyni að keyra frumvarpið sitt í gegn af hörku - hitt gæti verið neyðarlegt fyrir hann að horfa á málið renna út í sandinn £ þinglok, allt liðið tvístrast burt £ sum- arfrí', vitandi að hann hverfur sjálfur úr forsætisráðuneytinu eftir fjóra og hálfan mánuð og að þá verður þetta mestanpart komið úr höndunum á honum. • íslandsmótið í knattspymu hefst £ næsta mánuði og em sparkáhuga- menn að vonum orðnir spenntir. Þessa dagana leika liðin hvern æf- ingaleikinn á fætur öðrum og til að mynda fara íslandsmeistarar KR f heimsókn til Færeyja um helgina. Þar leika þeir við HB í Atlantic-bik- amnm sem er einskonar meistarar meistaranna hjá okkur og frændum okkar. Þetta þýðir það að KR-útvarp- ið hefur útsendingar um helgina á bylgjulengdinni 98,3 en flestir em sammála um að það er jafiian mikið ævintýri að hlusta á það. Meðal þeirra sem fastagestir em við lýsing- amar em Haukur Holm, Egill Helga- son, Kristinn Kjæmested, Bogi Agústsson, Þorsteinn Jónsson, Heim- ir Guðjónsson, Ami Snævarr og Þröstur Emilsson sem mun vera for- maður útvarpsráðs eins og það heitir. Þulimir hafa það orð á sér að vera með eindæmum hressir og hýrir á brá við lýsing- amar og þvf við hæfiaðhvetja fólk til að leggja • við hlustir... Hannes Hólmsteinn Varar nemendur við Evrópusambandinu Það hafa allir skoðun á Hannesi Hólmsteini Gissurarsym, prófessor við Háskóla íslands. A vef stjórn- málafræðinema em tenglar á fjöl- margar bloggsiður þar sem nem- endur geta rasað út. Ekki virðist mikið fara fyrir pólitfskri umræðu en sumir geta ekki staðist að skjóta á prófessorinn sem var þrátt fyrir allt kosinn vinsælasti kennarinn við deildina. Hildur Einarsdóttir hefur til dæmis þetta að segja um Hann- es... „Það hlaut að koma að því eftir heila önn f tímum hjá Hannesi Hólmsteini að hann segði eitthvað sem ég gæti verið fullkomlega sam- mála og tekið mark á. ... hann ráð- lagði okkur líka að gera eitthvað öðruvísi; „Ekki fara í London School of Economics og skrifa milljón- ustu ritgerðina um Evrópu- sambandið". Annar nem- andi sem kallar sig Heims- borgara lýsir því hvernig týpískur dagur í lífi stjórn- málafræðinemans gengur fyrir sig. Fyrsta færslan hljóðar svona; „Byrj- aði á því að sleppa tíma hjá Hannesi Hólmsteini, ég var bara ekki í and- legu skapi til þess að takast á við skoðanir hans og málróm, hafði svo litla mótspyrnu að eftir tíu mínutur hefði ég tileinkað mér allar skoðanir hans." SMS LEIKUR FERÐ ÞU A LEIKINN? '-N tAKTO pATTi / i ' / < ‘f / i v /, ' > *- \ s / \ \ - — / „ - -. / / / / / / / l ^/ , / / ' V I /\ V ' I \ N ' I \ \ ____________/ I X \ I / N X \------------------ X \ / \ \ 1 \ \ ' \ \\ \ ✓ ----/ / \ \ \ \ \ \ ' l a\ / /» ' / / l » / /11 / ' I \------------ / / l 1 / ' N._________/ / / / / / / v / Glaumbar býður þér út á Man. Utd - Liverpool 24. apríl. Glaumbar býður þér og vini þínum á Old Trafford að sjá Man Utd-Liverpool Sendu SMS skeytið á númerið og þú gætir unnið. Við sendum þér 2 spurningar. Þú svarar með því að senda SMS skeytið eða á númerið Þú gætir unnið ferð fyrir 2 á Man Utd-Liverpool* • Glaðning frá Adidas Fótbolta tölvuleik • Enn meira af leikjum, VHS og DVD myndum og margt fleira. *Ferðin á leikinn er dreginn 22. april úr öllum innsendum skeytum í beinni á SkonRokk Ef þú vinnur ekki þá ferðu á Glaumbar þar sem boltinn er alltaf í 100% beinni ^ysr, Fyrir þá sem ekki vinna aðalvinning • Rosaleg ferð, 23.-26.apnT Man.Utd - Liverpool, 24.mars. Úrval Útsýn í Smáranum býður upp á beint leiguflug til Manchester á þennan stórleik sem þú mátt ekki missa af. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Úrval Útsýn i Smáranum í (aÍ/I' llRVAL' ÚTSÝN síma 585-4100 eða á netfangi ludvik@uu.is www.glaumbar.is PlayStation 2 0 Vinningar verða afhentir hjá BT Skeifunni 11. Reykjavík, Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb BT. 99 kr/skeytið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.