Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. APRlL 2004 Fókus DV 1 Það segir kannski sitt um það hvað Björk Guðmundsdóttir er langt á undan öðrum íslenskum tónlistar- mönnum að á meðan flestir þeirra hafa ekki enn sent frá sér tónlist á DVD þá er hún þegar búin að gefa út tíu diska. Sex af þeim hafa að geyma tónleika, tveir innihalda heimildar- myndir og tveir eru söfn af mynd- böndum. Eins og alltaf hjá Björk er vinnan á þessum útgáfum óaðfinn- anleg. Það er hins vegar spurning hvort sú stefna að vera með útgáfu um hverja tónleika og hverja heim- ildarmynd sé sú rétta. Það væri a.m.k. hagstæðara fyrir aðdáendur ef þessu væri safnað eitthvað sam- an. Það er frekar dýrt að þurfa að leggja út fyrir öllum þessum útgáf- um. Það breytir hins vegar ekki því að margir þessara tónleika eru einstak- ir (t.d. MTV Unplugged og Royal Opera House), heimildarmyndin Minuscule gefur mjög skemmtilega mynd af því hvernig Björk vinnur og Greatest Hits: Volumen 1993-2003, sem er safn af myndböndunum hennar, er nánast eins og Who’s Who í framsækinni tónlistarmynd- bandagerð. DVDplötur með Bjövfc: MTV Unplugged / Live&Loud Live in Cambridge Live at Shepherds Bush Empire Live at the Royal Opera House Vessel Later with Jools Holland Greatest Hits - Volumen 1993-2003 Volumen Plus Inside Björk Minuscule Útgáfa á tónlist á DVD hefur margfaldast undanfarna mánuði og hún er þegar orð- inn mesti vaxtarbroddurinn hjá mörgum plötufyrirtækjum erlendis. Hér á landi hefur lítið verið gefið út af tónlist á DVD fram að þessu, en nokkrar nýjar útgáfur sem eru að koma út þessar vikurnar benda til þess að það gæti verið að breytast. Trausti Júlíusson kynnti sér málið. Eftir nokkur mögur ár virðist tón- listariðnaðurinn vera að rétta úr kútnum. Árið 2003 var metár í plötu- sölu í Bretlandi og í Bandaríkjunum hefúr verið aukning síðan seint á síðasta ári. Salan hafði farið minnk- andi vegna ólöglegs niðurhals af Netinu, en nú virðist botninum náð og bjartari tími framundan. Mesta aukningin hjá flestum plötufyrir- tækjum er samt í útgáfu á tónlistar- mynddiskum. Helstu kostir DVD-disksins eru ffábær hljóm- og myndgæði og hvað það er hægt að koma miklu efni á einn disk. Útgáfa á tónlistarefni á DVD endurspeglar þetta. Tvær gerð- ir af tónlistar-DVD-diskum eru mest áberandi. Annars vegar eru það nýj- ar tónleikaútgáfúr þar sem mikið er lagt í góð mynd- og hljómgæði og ýmiskonar aukaefni gjarnan látið fylgja með og hins vegar eru það yfiríitsútgáfur þar sem myndbönd- um, tónleikaefni og heimildar- myndum er safnað saman í pakka sem gefur heildarmynd af viðkom- andi tónlistarmanni. Ágætt dæmi um það fyrrnefnda er (maraþon) tónleikapakkinn Four Flicks með Rolling Stones sem kom út í fyrra og hafði að geyma nokkra tónleika frá 2001 ásamt allskonar auka efni. Dæmi um hið síð- arnefnda eru nýlegar yfirlitsútgáfur Pave- ment (Slow Century) og Belle & Sebastian (Fans Only). Tímamótaútgáfa Tod- mobile Fyrir nokkrum dögum kom út DVD-platan Sinfóma með Tod- mobile. Hún sameinar þessar tvær fyrrnefndu gerðir af DVD útgáfum. Þetta er tvöfaldur diskur. Fyrri disk- urinn hefur að geyma tónleika Tod- mobile og Sinfóníuhljómsveitar ís- lands frá 14. nóvember í fyrra ásamt svipmyndum frá undirbúningi þeirra. Sá seinni inniheldur tónleika í íslensku óperunni frá 19. nóvem- ber 1993, 14 myndbönd og heimild- armynd um sögu Todmobile. Alls Todmobile Nýútkominn DVD-pakki hljómsveitar- innar er sá veglegasti sem hefur komið út hér á landi, inniheldur tvenna tónleika, heimildarmynd um sögu sveitarinnar, 14 myndbönd o.fl. ( \e{ nnnn eru þetta fjórir klukkutímar sem gefa mjög góða mynd af hljómsveit- inni. Tónleikarnir með Sinfóníunni voru mjög vel heppn- aðir, enda eru senni- lega fáar popphljóm- sveitir betur til þess fallnar að renna saman við Sinfóníuna. Þeir voru líka gefnir út á CD, en DVD-útgáfan er mun bitastæðari. Á henni er hægt að velja á milli 5.1 hljóðblöndunar og Dol- by Stereo, þú getur horft á tónleikana (ekki bara hlustað eins og á CD-út- gáfunni) og svo fylgir allt þetta aukaefni með í pakk- anum. Sá metnaður sem alltaf hefur einkennt Todmobile skilar sér líka vel í þessari út- gáfu. Hljómsveitin er þekkt fýrir að leggja mikið í tónleikana sem hún heldur og mynd- böndin eru mörg flott líka, þó að þau hafl elst misvel eins og við er að búast. Sinfónía með Tod- mobile er tímamóta- útgáfa sem er vonandi bara forsmekkurinn af því sem koma skal. Það er ekki óraunhæft að láta sig dreyma um að Bubbi, Megas, Syk- urmolarnir, Stuð- eða Ham fái svipaða meðferð á næstu misserum. Hljómar og írafár Sinfóma með Tod- mobile er ekki fyrsti ís- lenski tónlistar DVD- diskurinn. Áður voru komnir út tveir slflcir með Sálinni (12. ágúst ‘99 og Vatnið) og Björk hefur verið dugleg að koma frá sér efni eins og sést í dálkn- um hér til hliðar. Framund- an eru líka tvær útgáfur sem vísast eiga eftir að vekja mikla lukku. Nú í vikunni kemur út fyrsti DVD-diskur vinsælustu hljómsveitar landsins, írafár, sem mun innihalda útgáfu- tónleikana þeirra frá síðasta hausti, tvær heimildarmyndir, öll mynd- böndin og áður óbirt efni og í maí er von á DVD-útgáfunni af afmælis- tónleikum Hljóma úr Austurbæ. Á þeirri útgáfu verður líka fullt af aukaefni, m.a. heimildarmynd um sveitina úr sjónvarpinu. Ragnheiður Guðnadottir sjónvarpskona „Ég ætla að kíkja á Ungfrú Reykjavík sem haldin er á Broadway í kvöld. Svo var strákurinn minn Tristan Gylfi að koma frá Spáni með pabba sínum þannig að ég ætla að reyna að vera með honum sem mest um helgina. Ætli maður hendi sér svo ekki í bíó á Kill Bill 2 og jafn- Um helgina fari í Bláa lónið á sunnudeginum ef veður leyfir. Það eru allar líkur á því að ég fari með Tristan Húsdýragarðinn um helgina og stoppa þá lengi við í fjósinu. Annars verður þetta róleg helgi með litlu jarðýtunni minni." ísland í NAT0, herinn burt! Ég var m'u ára gamall þegar leiðtogafundur stór- veldanna var haldinn í Reykjavík. Merkilegast við þann fund fannst mér hettuklæddar leyniskyttum- ar á húsþökunum í kringum Höfða og svo blettur- inn á skalla Gorbatsjov sem mér fannst (og finnst enn) að hefði mátt líkjast Sovétríkjunum betur. Sá fundur er talinn tákna lok Kalda stríðsins og við ís- lendingar erum stoltir af því að hafa átt hönd í bagga þar eins og annar staðar. Síðan þá höfum við ekki verið í skotlínu átaka í heiminum. Að vísu höf- um við verið aðilar að NATO en ég leyfi mér að gera ekki of mikið úr áhrifum okkar í því bandalagi. En nú steðjar að heiminum önnur og ef til vill flóknari hætta en af Kalda stríðinu. Bandaríkjamenn telja að fsland sé ekki lengur mikilvægur póstur í þessari hættu og vilja burt. Þar er ég og margir af minni kynslóð, leyfi ég mér að fullyrða, sammála Banda- rflcjamönnum. En meira um það á eftir. Gunnar Karlsson, prófessor í sögu við Háskóla íslands, var í útvarpsviðtali í Ríkisútvarpinu um daginn þar sem hann viðraði þá hugmynd sína eða það hugtak sem hann kallar: Varnarfíkn íslend- inga. Mér fannst orðið „vamarfíkn", mjög áhuga- vert orð en ef til vill er hugmyndin að baki orðinu enn áhugaverðari. Hann talaði um það að engin sambærileg þjóð í heiminum hefði þann her í sínu landi sem sumir telja víst nauðsynlegan í dag. Her Dana hefði mátt sín lítils í Seinni Heimsstyrjöld- inni og sama mætú segja um önnur minni lönd. Allt tal um her í smáu landi eins og okkar væri sjálfsblekking. Pissað upp í vindinn Að sjálfsögðu liggja sögulegar ástæður að baki vem varnarliðsins á íslandi og það væri hræsni af okkar hálfu að viðurkenna ekki jákvæð áhrif þess á samfélag okkar í gegnum árin. En hvað er það sem fær marga ráðamenn til að hugsa sem svo að án varnarliðs sé líf á íslandi óbærilegt? Er það sá mis- skilningur að vanmáttugur her á Miðnesheiði geú komið í veg fyrir hryðjuverk á fslandi eða getur það verið að þar sé um varnaríkn íslendinga að ræða? Er það hræðslan við niðurtúrinn sem myndi fylgja brottflutn- ingi herliðs ffá fslandi, hausverkur- inn og ógleð- in sem myndi fylgja afvömuninni? Hver veit? Ástæðan fyrir því að margir af minni kynslóð geta ekki tekið undir þau rök, að vera varnarliðsins sé lífsnauðsynleg, er kannski sú að við upplifðum ekki kalda stríðið, nema þá ef vera skyldi í gegnum kvikmyndir. Þessi ógnarskelfing sem mér sýnist að margir hafi ekki jafnað sig á, náði aldrei tökum á okkur og við ólumst ekki upp við það að skipta heiminum í hið góða og hið vonda, hægri eða vinstri. Við erum póstmódernisminn holdi klædd, frjálslynd og bjartsýn en full efasemda um allt sem flokkast undir siði eða venjur. Okkur finnst íslensk- ur her vera hlægilegur og úúenskur her á íslandi, ja, ekkibeint eitthvað tflþess að sækjast eftir, eða hvað? Höskuldur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.