Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004
Fréttir JJV
ÍR húsið flutt
Flutningur ÍR hússins í
Arbæjarsafiiið var blásinn af
í orðsins fyllstu merkingu á
þirðjudagskvöld en vindar
voru ekki hagstæðir til flutn-
inga. Lokið var við að setja
húsið upp á flutningsvagn-
inn og er því allt til reiðu.
6% leikskóla-
barna útlensk
Samkvæmt nýjum tölum
Hagstofimnar voru 267 leik-
skólar starfandi á landinu í
desember síðastliðnum,
fimm fleiri en árið áður. 237
þeirra eru reknir af sveitar-
félögum, tveir af sjúkrahús-
um og 28 af einkaaðilum. Á
síðustu árum hefur bömum
sem hafa erlent tungumál
að móðurmáli fjölgað vem-
lega. Rúmlega 1000 leik-
skólaböm (6,1%) hafa ann-
að móðurmál en íslensku og
hefúr þeim fjölgað um 130
frá árinu áður. Jafhmörg
böm hafa nú ensku og
pólsku að móðurmáli (122)
en hingað til hafa ensku-
mælandi böm verið flest.
Tónlistarrmaður
„Hér er allt gott að frétta. Ég er
að kynna nýjustu plötu mína,
Trúbrotin 13," segir Rúnar Júlíus-
son, tónlistarmaður í Keflavík.
„Ég leik og spila við hvern minn
fíngur eins og beljurnar á vorin
og erþessa dagana að semja
nokkur lög fyrir næsta Hljóma-
disk. Þetta verða að vera al-
Landsíminn
svo þau
sleppi í gegnum Hljómasigtið. Ég
má ekki klikka á þvi. Diskurinn á
að koma út þann 5. október, af-
mælisdegi Hljóma þegar við
verðum 41 árs. Lagið sem ég
vinn að núna heitir Blæbrigði
lífsins og erí suðrænni sveiflu.
Hljómar veröa á Sæluhelgi Sauð-
kræklinga fyrstu helginafmaí
þarsem við munum sameinast
sveiflukónginum, Álftagerðis-
bræðrumog karlakórum þessa
lands i einni allsherjar sveiflu. Ég
var á sínum tima í sveit hjá
Magnúsi Glslasyni á Vöglum í
Skagafírði sem samdi einmitt
hinn gullfallega texta„Undir blá-
himni". Hljómar munu kannski
taka það lag á Króknum efvel
ligguráokkur".
Þingmenn allra flokka flytja frumvarp um aö ekki verði skilyrt að margfalda skuld
þeirra sem ekki standa skil á vörslufé. Þeir sem halda til haga skilagreinum þurfa
ekki að greiða margfalda upphæðina til ríkisins. Margir í fangelsi vegna vörslu-
gjalda sem þeir gerðu ævinlega grein fyrir.
vægari refsingar fil
heirra sem ekki fela
Þingmenn allra flokka hafa sameinast um frumvarp um laga-
breytingu þar sem slakað verður á refsiramma vegna þeirra sem
skila ekki virðisaukaskatti eða staðgreiðslu af opinberum gjöld-
um. Þetta er þó að því tilskyldu að brotamenn hafi reglubundið
haldið og sent yfirvöldum skilagreinar yfir umrædd vörslugjöld.
„Hafi brot einskorðast við að skila
ekki réttilega tilgreindri staðgreiðslu
samkvæmt skilagrein staðgreiðslu á
lögmæltum tíma skal fésektarlág-
mark þessa ákvæðis ekki eiga við.“,
verður ný málsgrein í lögum um
staðgreiðslu opinberra gjalda, nái
frumvarpið fram að ganga. Samskon-
ar viðbót verður sett í lög varðandi
virðisaukaskattinn.
Þegar um er að ræða vanskil á
vörslugjöldum gerir refsiramminn
ráð fyrir að skuldin verði að lágmarki
tvöfölduð en að hámarki tífölduð.
Þar skipta málsbætur hins seka engu
máli. Fyrsti flutningsmaður er sjálf-
stæðismaðurinn Einar K. Guðfinns-
son en á meðal flutningsmanna eru
Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu,
Ögmundur Jónasson, Vinstri-græn-
um, Sólveig Pétursdóttir, Sjálfstæðis-
flokknum, Magnús Stefánsson,
Framsóknarflokknum og Guðjón A.
Kristjánsson, Frjálslynda flokknum.
Fjölmargir hafa lent í fangelsi
vegna vörslufjár sem þeir greiddu
ekki en gerðu þó ævinlega grein fyrir.
Við dóm margfaldaðist skuld þeirra
og gerði að engu vonir um að geta
„Brotíð hefur sjaldn-
ast þau einkenni sem
afgengt er að fylgi
skattsvikum, svo sem
vanhötd á færslu bók-
hatds"
greitt upp skuldina. DV sagði í vik-
unni frá verktaka sem lenti í rekstrar-
erfiðleikum og gat ekld staðið skil á
10 milljónum króna af virðisauka-
skatú og staðgreiðslufé. Verktakinn
hafði ekkert falið og skilagreinar hans
lýstu stöðunni með réttum hætti.
Verktakinn átti málsbætur sem helst
fólust í því að hann fékk ekki greidd-
ar 30 milljónir króna vegna tiltekins
verks en varð að standa í skilum við
undirverktaka sína. Haim tók þann
kost að láta opinberu gjöldin sitja á
hakanum og var dæmdur til að
greiða 20 miUjónir króna í stað þeirra
10 sem hann hafði ekki staðið skil á.
Greiði verktakinn ekki blasir við hon-
um 10 mánaða fangelsi. Samkvæmt
frumvarpi þingmannanna verður
heimilt að dæma menn til að greiða
einfaldlega þá upphæð sem er í van-
skilum ef um er að ræða málsbætur.
„Vanskil á vörslufé vegna
greiðsluerfiðleika eru nokkuð ólík
öðrum skattalagabrotum. Brotið hef-
ur sjaldnast þau einkenni sem al-
gengt er að fylgi skattsvikum, svo sem
vanhöld á færslu bókhalds. Ekki er
heldur fyrir að fara þeirri leynd sem
að jafnaði einkennir skattsvik og
önnur skattalagabrot. Oft eiga brot-
legir sér einnig málsbætur umfram
þá sem ffernja önnur skattalagabrot
en skýringa er ósjaldan að leita í því
að forsvarsmenn fyrirtækja hafa lent í
greiðsluerfiðleikum sem oft enda
með gjaldþroti.'1, segir meðal annars
í greinargerð með frumvarpinu. Gert
er ráð fyrir að lögin öðlist þegar gildi.
n@dv.is
Bechtel í erfiðleikum
íslandsverktaki í írak
Rey ðarfjörður Átverið er eitt af verkefnum Becthel á þessu ári.
Auknir bardagar í frak hafa valdið
risafyrirtækinu Bechtel vandræðum
og hefur fyrirtækið neyðst til að
draga sig í hlé ffá verkefrium sem
það hafði á mestu átakasvæðunum.
jude Laspa, einn yfirmanna fram-
kvæmdasviðs Bechtel, segir í samtali
við Reuters að framkvæmdirnar í
írak séu þær hættulegustu í sögu
fyrirtækisins. Nú þegar hefur
Bechtel dregið alla starfsmenn sín
frá athafnasvæðum við Falluja og
minnkað mjög starfsemina á öðrum
átakasvæðum. Sem kunnugt er mun
Bechtel standa að byggingu hins
Harðir bardagar Átökin Iirak valda
Bechtel vandræðum.
nýja álvers í Reyðarfirði og er þegar
farið að auglýsa eftir starfsmönnum
hérlendis sökum þessa.
Samkvæmt samningum sem
gerðir hafa verið við Fjarðarál mun
Bechtel taka að sér að reisa 322.000
tonna álver á Reyðarfirði og er áætl-
að að verkinu verði lokið árið 2007.
Gert er ráð fyrir að bygging álversins
muni kosta í kxingum einn milljarð
bandaríkjadala, sem er jafnvirði um
80 milljarða kr. Samstarfsaðili
Bechtel á íslandi er HRV, verkfræði-
samsteypa sem saman stendur af
verkfræðistofunum Hönnun, Raf-
hönnun og VST en þessir aðilar áttu
verðlaunahönnun að álverinu.
Fyrir utan álverið á íslandi er
Bechtel með starfsemi og verkefni
víða um heim. Fyrir utan Bandaríkin
stendur Bechtel að byggingu álvera í
Ástralíu og Barein, vegagerð í Rúm-
eníu, jarðgöngum í Bretland o.fl. Þar
að auki eru uppi áform um viða-
mikla útrás fyrirtækisins á Kína-
markað í ár sem myndi m.a. fela í sér
byggingu kjarnorkuvera þar í landi.