Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 14
74 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 Fréttir DV Víkingar plássfrekir áVogi Áttundi hver alkóhólisti sem innritaðist í endur- komu á meðferðarstöðina Vog í fyrra hafði innritast á Vog oftar en 10 sinnum. Fjórði hver hafði farið í meðferð á Vogi 6 sinnum eða oftar. Aðeins rúmlega þriðjungur þeirra rúmlega 1.800 karla og kvenna sem árið 2003 innrituðust á Vog var að koma í fyrsta skiptið í endurkomu. Miðað við reynsluna árin á undan fer hlutfall „Víkinganna" svokölluðu (með margar meðferðir á bakinu) vax- andi og hlutfall „nýrra“ alkóhólista hefur lækkað úr 51% í 36%. Frá árinu 1977 til og með ársins 2003 höfðu tæplega 17 þúsund endur- komur verið skráðar á Vog, þar af voru karlar í rúmlega 12 þúsund tilvikum (72%) en konur í tæplega 5 þús- und tilvikum (28%). Svo virðist sem þetta kynjahlut- fall hafi lítið jafnast í gegn- um árin, þótt við blasi að alkóhólismi hitti jafnt fyrir konur og karla. Útrás í útgerð Sjávarútvegsráðu- neytið og Útflutningsráð munu standa fyrir ráð- stefnu um svokölluð út- rásartækifæri í sjávarút- vegi fimmtudaginn 29. apríl nk. frá kl. 13.15- 17.00 í Salnum, Kópa- vogi. Ráðstefnan ber vinnuheitið „Tækifæri sjávarútvegsins". Markmiðið er að ráð- stefnan geti varpað skýr- ari sýn á það hvar og hvernig áherslur greinar- innar eigi að liggja og hvort hið opinbera geti skapað betri umgjörð til að ýta undir frekari sókn. Samið um virkjanakjör Á fimmta tímanum í fyrr- inótt undirituðu Rafiðnaðar- sambandið, Starfsgreina- sambandið og Samiðn nýjan virkjanasamning við Lands- virkjun og SA. Samningurinn tryggir þeim sem vinna á virkjunar- svæði Kárahnjúka að meðal- tali 3,25-5% launahækkun í upphafi og síðan sömu áfangahækkanir og Starfs- greinasambandið samdi um í sínum samningum. Mörg atriði em gerð mun skýrari en áður vegna margskonar deilna á virkjanasvæðum undanfarið eins og lesendur heimasíðunnar hafa séð. Samningurinnn verður nú þýddur á fjöimörg tungumál og svo verða haldnir fundir og hann kynntur rækilega fyrir starfsmönnum á Kára- hnjúkasvæðinu, líklega eftir liðlega viku. Guðmundur Kristjánsson, stórútgerðarmaður og aðaleigandi Brims, vill engar yfir- lýsingar gefa um skip og kvóta Útgerðarfélags Akureyringa. Segir staðsetningu rekstursins muni ráðast af skynsemi á hverjum tíma en skip Brims verði áfram blá. Skip Brims skipta litum ei ég eignast málningu HlH'1 „Eg gef engar yfirlýsingar um það hvernig rekstrinum verður háttað. Þetta ræðst af því hvað er skynsamlegast á hverjum tíma,“ segir Guðmundur Kristjánsson, stórútgerðarmaður og einn af aðaleigendum Brims, um þann hluta fyrirtækisins sem áður var í eigu Útgerðarfélags Akureyringa. Akureyringar tala vart um annað en það hvort skip og kvóti sé að fara úr bænum. Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, sagði við DV í gær að það væri skoðun sín og margra að fýrsta skrefið að brott- hvarfi eigna ÚA hafi verið að afmá nafnið og færa undir nýtt félag. Guð- mundur vill engu spá um það hvað- an skip ÚA verði gerð út í framtíð- inni. Hann segist aðspurður ekki vilja lofa neinu um það að skip gamla Útgerðarfélags Akureyringa verði gerð þaðan út um ókomna framtíð. Slíkt væri ekki ráðlegt í sí- breyúlegu rekstrarumhverfi. „Ég held að Brim verði ekki öðru- vísi en önnur sjávarútvegsfyrirtæki og muni taka breytingum í tímans rás,“ segir hann. Guðmundur og Hjálmar bróðir „Það hefur aldrei veríð gerður út togarí fráRifi." hans, hafa ásamt föður þeirra Krist- jáni Guðmundssyni gert út fullkomn- ustu línuskip íslendinga með frábær- um árangri frá Rifi. Sá staður liggur vel við gjöfulum fiskimiðum vestur af landinu. Aðspurður um það hvort til greina komi að færa kvóta og skip til heimaslóða sinna á Vesturlandi svar- ar hann: „Það hefur aldrei verið gerð- ur út togari frá Rifi." Skip Útgerðarfélags Akureyringa eru blá eins og reyndar skip Tjalds sem nú eru rekin saman undir merkj- Guðmundur Kristjánsson Verst altra fregna afframtíðaráformum Brims. Segir að markaðurinn ráði þvihvernig fyrirtækið verði rekið og hvar. um Brims. Þó er blæbrigða- munur á bláa litnum en Guð- mundur segir að bráðlega verði öll skipin með sama bláa litnum. Hann vill í þeim efhum ekki gefa upp hvor blái liturinn, frá ÚA eða Tjaldi, verði ofan á; „Ég mun samræma liúnn ef ég eignast fyrir málningu," segir Guð- mundur og hlær. Hann segir að rekstrarhorfur Brims séu góðar og hann hafi ekki miklar áhyggjur á meðan ís- lenskar fiskafurðir séu vin- sælar úú í heimi. „Á meðan einhver vill borða fiskinn okkar út í heimi þá er þetta ágætt," segir Guðmundur. rt@dv.is rðarfélag Akureyringa Skip Akur- ga verda máluð á næstunni. Þau a blá sem fyrr en spurning er um i rigðamun. Tjaldur Skip móðurfyrirtækisins á Rifi eru blá. Vísindavika norðurslóða stendur yfir á Nordica Hotel i Reykjavik Aðlögun að loftslagsbreytingum Halldór Ásgrímsson, utamíkis- ráðherra og formaður Norður- skautsráðsins flytur ávarp á Vísinda- degi á morgun. Síðasta vetrardag hófst á Nordica Hotel Vísindavika norðurslóða og stendur hún til 28. aprfl. Hápunktur dagskrárinnar verður á morgun á svokölluðum vísindadegi sem að þessu sinni ber yfirskriftina Aðlögun að loftslagsbreytingum. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og for- maður Norðurskautsráðsins, flytur opnunarávarpið og æúar þar meðal annars að gera grein fýrir mati Norð- urskautaráðsins á loftlagsbreyúngar á norðurslóðum og mögulegum áhrifum þeirra. Athuganir þessar staðfesta að hlýnun á norðurslóðum er bæði meiri og örari en annars staðar í heiminum og getur gefið glögga vísbendingu um það sem koma skal á öðrum svæðum. Þá æú- ar Halldór að gera aukið samstarf á sviði loftslagsbreyúnga að tillögu sinni og fjalla um mögulegan þátt Norðurskautaráðsins í því. Að loknu ávarpi Halldórs verða flutt erindi um aðlögun að loftslagsbreytingum út frá sjónarhóli náttúru- og félagsvís- inda. Vísindavika norðurslóða er haldin í tengslum við formennsku íslands í Norðurskautsráðinu og koma þar saman hátt í tvö hundruð innlendir og erlendir vísindamenn sem fást við rannsóknir á loftslagi, lífríki, umhverfi og mannlífi norður- slóða. Markmið Vísindaviku er að skapa tækifæri til að auka samvinnu og samræmingu á öllum sviðum vís- inda sem stunduð eru á norðurslóð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.