Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. APRlL 2004 Fókus DV I i . &. Ws Kvikmyndin Touching The Void er nýkomin til sýningar ( Háskóla- bíói og segir hún frá tveimur ungum Bretum, Joe Simpson og Simon Yates. Ariö 1985 lögðu þeir félagar upp í leiðangur sem átti eftir að verða einn frægasti fjallaleiðangur allra tíma. Þeir æduðu að verða fyrstir til að klífa þverhnípta vestur- hlið hins 7000 metra háa Siula Grande í Andesfjöllunum í Perú. Þeir komust á tindinn en á leiðinni til baka fótbrotnaði Simpson illa. Fé- lagamir brugðu á það ráð að láta hann síga niður fjallið í 100 metra línu en það reyndist þeim mjög erfitt. Skyggnið var ekkert og í eitt sldpti lét Yates félaga sinn síga firam af hengifiugi og virtist bráður bani bíða þeirra beggja. Yates brá því á það ráð að skera á línuna til að bjarga eigin lífi en fyrir mikla tilvilj- un lenti Simpson á syllu og Ufði raunina af. Hann háði svo hetjulega baráttu við að bjarga eigin lffi og komst fjórum dögum sfðar niður í búðimar sem voru staðsettar við QaUsrætumar. Síðan hefur þessa af- reks verið minnst sem eins helsta fjaUamennskuafreks sögunnar. Þrekvirkið var síðan skjalfest á bók sem Simpson sendi frá sér árið 1988 og öðlaðist hann þá frægð og frama. Touching The Void hefur fengið góðar viðtökur áhorfenda bæði í Evrópu og Bandarfkjunum. Hún hlaut nýverið BAFTA-verð- launin sem besta breska kvikmyndin en myndin er sett upp sem heinúldar- mynd. Viðtöl em tekin við Joe Simpson og Simon Yates og inn í það blandast svo leik- in atriði. Myndatakan er ein- staklega glæsUeg og nær hún að fanga þá stórbrotnu náttúm sem er að finna í fjafigörðum Perú. Það er Kevin Macdonald sem leikstýrir myndinni sem er að mestu byggð á frásögn Simpsons og áðumefndri bókhans. Myndin er sýnd ÍHáskóla bíói og hefur hún fengii dóma gagnrýnenda víða um ■J& <■':■ l| “ Siula Grande 7000 metra hátt fjall i Andes- fjöllunum I Perú■ Pw Simpson og Yotes kllfu fjallið en á leiðinni til | baka fótbrotnaði Sirnp son. Félagi hans lethann síganiðuren þurfti | skyndilega að skera á lln {unatilaðbjargaeigin \llfi-FyrireinhverjatiM 1 un lenti Simpson á syllu og skreið I fjóradaga \niðurrjalliðenkomstlifs I aftilbyggða. ... unum að hann var reiðubúinn að drepa einhvern. Hið fertuga kyn- tákn þurfti að hætta að reykja sígarettur þegar hann var í þjálfun fyrir stórmyndina Troy og viður- kennir fúslega að það hafi reynst honum erfitt, enda hafi þjálfiínin ekki verið neitt grín. „Ég varð að hætta að reykja," segir Brad. „Ég er mjög ánægður með það núna vegna þess að retturnar voru að drepa mig. í upphafi saknaði ég þeirra þó mikið. Fráhvarfsein- kennin voru slík að ég var reiðu- búinn að drepa mann - sem kom sér reyndar ágætlega í undirbún- ingnum fyrir hlutverkið." Warren átti að verða Bill Warren Beatty var næstum því kominn á leikaralistann f KUl Bill áður en leikstjórinn Quintin Tar- antíno skipti um skoðun. Hann hefur þó lofað Beatty hlutverki í næstu mynd sinni. Warren Beatty átti að leika bófann Bill en Tar- antino valdi í staðinn David Carradine eftir að hafa lesið ævi- sögu hans. „Warren var góður kostur og hefði verið ffábær í myndinni. En það vom engin illindi þó ég hafi valið David. Þetta Hefði drepið fyrir reftu vikmynda- tjarnan Brad Pitt átti í svo miklum erf- iðleikum neð það að hætta að reykja á dög- er bara ekki myndin þar sem við eigum að hefja samstarf okkar með. Næsta mynd ætti að henta betur til þess." Superman sem Bill heldur í lokin, algerlega úr karakter og algerlega tilgangslaus. Það er eins og hann hafi hugsað að myndin væri ekki al- vöru Tarantino mynd ef enginn myndi koma með heimspekilega ræðu um gildi myndasagnapersóna og tengingu þeirra við raunvöru- leikann. Það er þó eina „ræðan" sem er út úr kú í þessu umhverfi, restin er brill eins og venjulega. Horfinn er líka, fannst mér, þessi ímyndaðr heimur sem hann setti upp í fyrstu myndinni, þar sem flugvélar í Japan hafa sérstök statíf fyrir samurai-sverð og menn ganga vopnaðir um göturnar án þess að yalda usla. Seinni hlutinn er mun raunverulegri að því leyti, slagsmálin ekki eins fáránleg held- ur mjög hrottaleg og gróf og að- stæður mun hversdagslegri. Það mun kannski valda þeim, sem fannst fyrri myndin frábær út af stanslausu ofbeldi, smá von- brigðum að hér eyða menn meiri tfma í það að ræða málin áður en þeir höggva hvor annan í spað. En áður en menn fara að örvænta þá er nóg af ofbeldi í myndinni, bara allt öðruvísi ofbeldi. Ailt í allt þá er hún betri kvikmynd en sú fyrri, meiri persónusköpun, fyndin og nær að ganga ffá hlutum á góðan hátt. Al- gjört Kill Brill. Ómar öm Hauksson Hidalgo Dawn of the Dead Petur Pan The Barbarian Invasion Starsky and Hutch The Passion of the Christ Taking Lives School of Rock Cold Mountain Something's Gotta Give Kill Bill: Vol. 2. Sýnd i Smárabíói, Regnboganum og Laugarásbíói. Leikstjóri: Quentin Tarantino. Aðalhlutverk: Uma Thurman, Dav- id Caradine, Michael Madsen, Dar- yl Hannah og Gordon Liu. ★ ★★ Ómar fór í bíó K Brill Eftir mikla bið er seinni hluti sögunnar um blóðrauðu brúðina komin á tjöld landsmanna. Tar- antino heldur þar áfram sögunni um hina gengdarlausu hefnd sem henni finnst hún þurfi að ná fram eftir að fyrrverandi vinnuveitandi hennar eyðileggur brúðkaup henn- ar svo vægt sé til orða tekið. Fyrri hluti sögunnar var uppfull- ur af gífurlegu ofbeldi, lítið var um persónusköpun hjá aðalpersónun- um, kannski helst hjá persónu Lucy Liu, „O-Ren Ishii“ og smá hjá Umu Thurman. Myndin var hröð, fynd- in, úttroðin af poppkúltur-tilvísun- um fyrir þá sem föttuðu það, en skiidi kannski ekki mikið eftir sig. Samt góð mynd. í seinni hlutanum kveður við allt annan tón. Hér em persónurnar í aðalhlutverki í staðinn fyrir hasarinn og við fáum að kynnast þeim betur. Við sjáum Umu fara í gegnum þjálf- un hjá gömlum kung-fu meistara sem Gordon Liu leikur snilldarlega, sjáum dauflegt og aumkunarvert líf Budds sem Michael Madsen leikur en það sem mér fannst vanta var meira efni um Bill. Af hverju er Uma svona hrædd við hann og af hverju er hann svona mikill töffari sem eng- inn á roð í? Við fáum aldrei að sjá neitt um fortíð hans, eða náið sam- band hans við Umu eða ástæðuna fyrir því að persóna Daryl Hannah hatar hana svona mikið. Kannski maður fái að sjá það þegar hún kem- ur út á DVD. Slagsmál og hasar hafa vikið fyrir löngum, hnyttnum samtölum sem stundum virka eins og hálfgerð sjálfsfróun fyrir Tarantino. Sérstak- lega á þetta við um ræðuna um Timeline frumsýiid. í Sam'íqnnum í kvikmyndiniy Timeline segir fra hópi forní^ifafræöhema og prófessor þeirra sem \í(nna höröum höndum ad þvi að Auk kastqjjins finna þaÉBka klaustur og leifar þorp&jns CastleejaK. En þá fer að halla undak fæti. Það er stórfyrirtækid ITC sem köílar uppgröftinn og prófessor- inn hefur sinar efasemdir um þad og manninn serH stjórnar þvi. Hann fer því i höfuðstöðvar þéss iMexikó en á medan halda nemenkurnir áfram uppgreftrinum. I fjarveru han* finna þau klefa sem hefur verið lokaðurlöOO ár og inni L honum handskrifað brekfrá próféssofnuin þart sem hann biður þau um hjálp.Æ. hjáfpar- beiðnin er dagsett 2.^pril 1357!t Nemendurnir eru ákveðnir iaðbjargá læriföður sinum og halda afstað til Mexikó til höfudstöðva ITC. Þar uppgötva þau að fyrirtækið býr yfir óvenjulegu tæki. Þvi varætlað aðumbylta flutning- um en þess i stað hefur það opnað leið. inn i 14. öldina. Prófessor Johnston hafði heimtað að prófa tækið sjálfur og er nii staddur i miðju striði Frakka og Englend- inga. Tekst þeim að bjarga prófessornum úr blóðugu 14. aldar striði og komast heilu og höldnu aftur a 21. öldina? Timeline er sýnd / Sambióunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.