Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 3 Gott aö elga tvífara á somardagian fyrsta „Þetta er alveg stórkostlegur dagur," segir Þórólfur Árnason, borgarstjóri en mikið var um dýrðir í miðbæ Reykjavíkur í gær. Leiktæki fyrir krakkana á hverju horni, skrúðgöngur og víðavangs- hlaup. Meira að segja sólin tók þátt í hátíðarhöldunum og lék við hvem sinn fingur - langt fram eftir degi. Hátíðarhöld voru um allt land í gær Þórólf- urArnason borgarstjóri átti góðan dag i gær með fjölskyldu og vinum. Voru flestir sammála um að nú væri sumarið loksins hafið. „Já, ég er ennþá með sólgleraugun á mér," segir Þórólfur að- spurður um þetta góða veður. „Við stoppuðum hérna á Austur- velli og fengum okkur hressingu en það hefur verið mikið að gera hjá mér í dag - í rauninni þyrfti maður að eiga tvífara á svona dögum." Hátíðarhöldin fóru vel fram og hvarvetna mátti sjá fólk með ís og blöðrur. Ekki vantaði að krakkarnir létu mála á and- litið íslenska fánann; eitthvað sem er orðin hefð á sumardag- inn fyrsta. Að lokum vildi Þórólfur koma sumaróskum til Reykvíkinga „og bara allra landsmanna - nær og fjær,“ bætir hann við og heldur áfram röltinu um miðbæ Reykjavíkur - í sumri og sól. Spurning dagsins Ersumarið komið? „Dagatalið segir að það sé komið sumar og það er eins með það og margt annað, þetta hefst allt innra með manninum. Eflitið er til þess þá er sumarið komið. Manneskjan er misjöfn eins og hún er mörg en það er til fólk sem lifir við eilíft haust innra með sér. Hjá þannig fólki er aldrei sumar og aldrei vor. í minn- ingunni hefur sumardagurinn fyrsti alltafverið góð- ur, þeir slæmu hafa allir horfið úr minningunni." Gunnar Eyjólfsson leikari og fyrrverandi skátahöfðingi fsiands. „Nei, sumarið er ekki komið en það nálgast hratt. í mínum huga er ekki komið sumar fyrr en allt er orðið laufgað. Ég á allt eins von á að það verði komið um miðj- an maí sem er í fyrra lagi en ég hef trú á að það verði algjör gróðursprening fram yfir helgi og það grænki hratt." Páll Bergþórsson fyrrum veðurstofustjóri. Já, ég held að sumarið sé komið en það er ekki endi- lega afþví sumardagur- inn fyrsti var í gær. Ég held samt að sumarið sé komið því það er svo gott veður. Einar Marteinsson nemandi í fsaksskóla. Sumarið fer al- veg að koma því bráðum er skólinn búinn. Skólinn er aldrei á sumr- in því þá fara allir krakkarnir í frí. Það fer líka að koma því það er svo gaman að leika sér úti. Ég er búin að fara í sólbað úti og það gerir maður bara á sumrin. Sara Líf Guðjónsdóttir nem- andi í fsaksskóla. Ég er ekki í vafa sé komið, bú- inn að bretta upp ermarnar og allt farið að grænka. Sum- arið er tví- mælalaust að bresta á. Ragnar Sigurðsson smiður. Sumardagurinn fyrsti var í gær og samkvæmt því er sumarið komið. (reynd er ekki á vtsan að róa með hvenær sumarið lætur á sér kræla á íslandi. 39 f.Kr.-14 e.Kr. Júh'a var algengt nafn í fjöl skyldu Júlíusar Sesars og hét dóttir hans t.d. Júlía. Sú gekk að eiga fjandvin hans Pompei- us mikla þegar þeir félagar voru einu sinni sem oftar í bandalagi en það var fyrir bí eft- ir að Júlía dó af bamsförum. Frægasta Júlían var hins vegar einkadóttir Ágústusar keisara. Hún ólst upp hjá föður sínum og Livíu stjúpmóður sinni og þótti snemma óstýri- lát nokkuð. Til að reyna að hafa hem- il á henni lét faðir hans hana giftast Marcellusi noldcrum er hún var 25 ára en hann dó skömmu síðar. Þá gifti Ágústus Júlíu gömlum Sú gamla Frelsi er ekki þess virði að öðlast það, efþað felur ekkiísér frelsitilað gera mistök. Gandhi. vopnabróður smum, Marcusi Agrippa, og hún ól honum fimm börn áður en hann dó. Voru meðal þeirra tveir piltar sem Ágústus batt miklar vonir við að myndu reynast verðugir arftakar keisaradæmisins, þeir Gaius Sesar og Lucius Sesar, en báðir létust ungir að árum. Þriðji sonurinn Agrippa reyndist hins vegar illfygli hið mesta og var sendur í út- legð á smáeyju eina fyrir ósiðleg at- hæfi alls konar. Eftir að Agrippa eldri dó neyddi Ágústus Júlíu til að giftast kjörsyni sínu, Tíberíusi, sem þá var orðið ljóst að yrði arftaki hans á keisarastóli. Hún bar honum eitt bam en það dó í frumbernsku. Tíberíus lagði hatur á Júlíu, enda hafði hann verið neyddur til að skilja við konu sem hann elskaði til að kvænast Júlíu. Að lokum fór hann í útlegð til Ródos frekar en búa með henni. Skömmu síðar varð uppskátt um þátttöku Júh'u í samsæri gegn Ágústusi föður sínum og var hún þá sjálf send í útlegð á aðra smáeyju þar sem hún átti ömurlega vist og dó sama ár og Ágústus geispaði sjálfur golunni. Kvikmyndaleikstjórarnir Asdís Thoroddsen og Guðný Halldórsdóttir eru systrabörn. Guðný er dóttir Auðar Sveinsdóttur Laxness og Ásdís er dóttir Ásdisar Sveinsdóttur Thoroddsen, sem er látin. Þær frænkur báðar eiga að baki langan feril í kvikmynda- gerð sem of langt mál væri að telja upp hér. Alsystkini Ásdísar eru Halldóra mynd- listarmaður, Guðbjörg leikkona og Jón Sigurður. Hálfbróðir Ásdísar var Dagur Sig- urðarsson, Ijóðskáld og myndlistarmaður, sem lést 1994. Guðný á eina alsystur, Sig- ríði, og hálfsystkini samfeðra; Éinar Laxness og Maríu Halldórsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.