Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 Fréttir DV Gjöf Kína til Kóreu sprakk Óvíst er um afdrif þús- unda manna eftir að tvær flutningalestir með eldfim efni skullu saman í gær. Samkvæmt fréttum frá Norður-Kóreu í gærkvöld var útlit fyrir að hátt í þrjú þúsund manns hefðu farist eða slasast í gífurlegri sprengingu sem varð við áreksturinn. Áreksturinn varð á lestarstöðinni Ryongchon, um 50 kíló- metra suður af landamær- unum við Kína. Kraftur sprengingarinnar var slíkur að brak úr lestunum flaug hátt upp í loft og lenti í bænum Sinuju, sem er við kínversku landamærin. Svæðið í kringum Ryongchon er í rúst. Nokkrum stundum fyrir sprenginguna ferðaðist Kim Jong II, leiðtogi Norður- Kóreu, um lestarstöðina á leið heim frá Kína. Hluti eldflma farmsins var gjöf frá Kínverjum til Norður-Kóreu vegna heimsóknar Kims Jong II. Fréttir frá atburðin- um bárust fyrst og ffemst frá Suður-Kóreu í gærkvöld, en ástæða þess var að yfir- völd í Norður-Kóreu lokuðu öllum símalínum til út- landa, að því er virtist til að hindra fréttaflutning. Sumardagurinn fyrsti nœr sumrinu? Vaigerður Matthíasdóttir arkltekt. J raunirwi væri eðlilegast að flytja sumardaginn fyrsta þannig að það snjóaði ekki alltafá okkurog dagurinn virki eins og tímaskekkja. En það er eitthvað ákaflega sjarmerandi við þennan dag vegna þess að mér finnst hann lýsa svo vel bjartsýni þjóöarinnar," segir Valgerður Matthíasdóttir. Hann segir / Hún segir „Þó ekki væri nema aftilltis- semi við skátahreyfinguna þá væri það fallega gert að færa sumardaginn fyrsta þar til það er orðið hlýrra í veöri. Það er einhver sú sorlegasta sjón sem sést - og fær mann kannski ekki til að horfa vonbjörtum augum á sumarið - að sjá skátana standa krókloppna úr kulda, haldandi á fánum, til þess að viðhalda bjartsýni ís- lenskrar þjóðar," segir Viðar Eggertsson. Viðar Eggertsson leikstjóri. Þungir dómar yfir Hells Angels-mönnum í Noregi fyrir að smygla hundruðum kílóa af hassi frá Danmörku. Einn hinna dæmdu er foringi Hells Angels í Noregi sem fékk níu ara fangelsi. Hann var á íslandi að reyna að efla tengslin við íslend- inga sem vildu vera í samstarfi við hann um skipulagða glæpastarfsemi að sögn lögreglunnar. — Hells Angels Islands- vinur dæmdup í Noregi Leif Ivar Kristiansen, 44 ára gamall foringi Hells Angels í Noregi, hlaut níu ára fangelsisdóm fyrir að smygla 350 kílóum af hassi frá Danmörku. Níu vítisenglar voru £ fyrradag dæmdir í undirrétti í Noregi fyrir að smygla á bilinu 150 til 450 kílóum af hassi inn í Noreg. Vítisenglamir voru dæmdir í samtals 66 ára fangelsi. Þyngsta dóminn hlaut danskur vítis- engill, tólf og hálft ár. Tveir Þjóðverj- ar voru einnig dæmdir. Lögmaður Kristiansens segir hann hafa verið dæmdan fyrir mistök og að hann njóti minni réttarvemdar en almenn- ir norskir borgarar þar sem hann er félagi í Hells Angels. ísland hluti af glæpasvæðinu Mennimir m'u vom dæmdir fyrir þátttöku í skipulagðri glæpastarf- semi. Sú glæpastarfsemi hefúr teygt sig til íslands. DV hefur heimildir fyr- ir því að í hópi þeirra dæmdu séu menn sem hafi komið á vegum Hells Angels til íslands. Það staðfesti sér- fræðingur hjá ríkislögreglustjóra sem hefur tekið þátt í samstarfi norrænna lögregluþjóna í baráttunni við glæpa- starfsemi vítisengla. Lögregla á Norð- urlöndunum fylgist náið með ferðum vítisengla og heldur skrá yfir þá sem em taldir virkir í glæpaverkum þeirra. Lögregla hafði afskipti af Kristiansen þegar hann kom hingað en hindraði ekki för hans þar sem þetta var áður en norrænir ríkislög- reglustjórar hófu samstarf um að stöðva glæpastarfsemi Hells Angels. Heimildir segja að Kristiansen hefði verið stöðvaður ef hann hefði reynt að koma aftur til íslands. Fylgst með Kristiansen Jón H. Snorrason saksóknari hjá ríkislögreglustjóra staðfestir að Leif Ivar Kristiansen hafi komið til ís- lands. „Kristiansen kom hingað til lands og það var fylgst með honum," segir Jón. „Þessir klúbbar ferðast ein- kennisklæddir og sækjast eftir því að Úr Leifsstöð Mikil ólæti urðu þegarstór hópur vítisengla sóttist eftir inngöngu í land- ið i vetur. ná yfirráðum yfir svæðum til að stunda þar smygl á eiturlyfjum og aðra skipulagða glæpastarf- semi. Við höf- um enga ástæðu til að jón u Snorrason Segir ætla annað norska vítisengla-foringj- en að þeir ann hafa komið hingað til hafi komið lands i vafasömúm til- Iiingað til að 9°n9'- reyna að byggja upp starfsemi og hafa áhrif á þá sem vilja vera í samstarfi við þá um eiturlyfjasmygl og annað glæpa- starf,“ segir hann. „Þessi dómur staðfestir að að- gerðir okkar gegn Hells Angels hafi Leif Ivar Kristiansen Foringi norskra vitisengia dæmduriniu ára fangetsi. Kom hingað til að liðka fyrir samstarfi um giæpastarfsemi. Látið okkur vita efþið hafið orðið vör við ferðir þessa manns hérá landi. verið réttlætanlegar," segir Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavík- urflugvelli. „Við fögnum þessari nið- urstöðu og sjáum ekki ffarn á að þurfa að vísa þessum mönnum frá landi á næstunni þar sem þeir verða geymdir bakvið lás og slá.“ kgb@dv.is Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfés eyddi milljónum Lögreglan varar við svikamyllum „Okkar verkefni er að vara fólk við því að falla fyrir svona svika- myllum," segir Högni Einarsson hjá ríkislögreglustjóra. Jón Rúnar Hilmarsson, framkvæmdastjóri Samfés, stal á dögunum fimm millj- ónum af samtökunum. Peninginn notaði Jón í viðskipti sín við níger- íska kaupsýslumenn. Sjálfur segist hann vera fórnarlamb afrískrar svikamyllu. „Þessir menn reyna að ná per- sónulegu sambandi við þann sem þeir svíkja," segir Högni. „Þeir telja þér trú um að stóra summan sé alltaf hinum megin við hornið og þannig ertu dreginn á asnaeyrun- um.“ Högni segir svikamyllur sem þessar ekki nýjar af nálinni. Ríkis- lögreglustjóri safni að sér þessum bréfiun en réttarstaða þeirra sem lenda í þessum svikum sé erfið. „Við getum ekki kært þessa menn því þeir stunda svik sín einhvers staðar úti í heimi,“ segir Högni. „Við tökum hins vegar við ábendingum og getum komið þeim áfram til við- komandi lögregluyfirvalda." Högni segir netið hafa stóraukið svik af þessu tagi. Ódýrt sé að senda póst víðs vegar um heiminn og alltaf séu einhverjir sem láti gabbast. „Það nýjasta £ þessu eru svokölluð „lottó- svik“. Þar er fólki talið trú um að það eigi von á stórum vinning en þurfi að greiða ákveðnar upphæðir til að leysa hann út,“ segir Högni og bætir við: „Það þarf svo engan að undra að stóri vinningurinn kemur aldrei." Högni segist vita um slatta af fólki sem hefur tapað á svikamýll- um sem þessum en engan sem hafi grætt á þeim. „Þetta er bara tapað Jón Rúnar Hilmarsson Stal fimm milljón- um frá Samfés og segist hafa misst þær i afriska svikamyttu. fé,“ segir Högni. Hann segir það hlutverk þeirra hjá ríkislögreglu- stjóra að vara fólk við svikamyllum sem þessum - ganga þurfi út frá því að það sé ekkert fundið fé á netinu. Það sé hinn harði sannleikur. simon@dv.is Blaðamenn íslands í fyrradag voru blaðamanna- verðlaun íslands afhent í fyrsta sinn. Mikið var um dýrðir á Hótel Borg þar sem afhendingin fór fram. Reynir Traustason, frétta- stjóri DV, og Brynhildur Ólafs- dóttir, Stöð 2, hlutu bæði verð- laun. Reynir fyrir bestu umfjöllun ársins og Brynhildur fyrir rann- sóknarblaðamennsku ársins. Blaðamaður ársins var hins vegar Agnes Bragadóttir fyrir „afhjúp- andi greinaflokk sinn - Baráttan um íslandsbanka." Mál manna var að kvöldið hefði Verið vel heppnað og að verðlaunin séu komin til að vera. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.