Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 Fyrst og fremst W Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskofc 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Typkland: 1. Hvað heitir höfuðborg Tyrklands? 2. Hversu margir eru Tyrk- ir? 3. Hvaða stóra þjóðarbrot hefur verið kúgað þar ára- tugum og öldum saman og hversu stór hluti lands- manna telst til þessa þjóð- arbrots? 4. Hversu mörgum sinnum stærra en ísland er Tyrk- land? 5. Hvað heitir forsætisráð- herra Tyrklands? Svör neðst á síðunni Kaldárhöfðasverðið Frábær er hugmyndin um að reisa átta metra höggmynd af Kaldárhöfðasverð- inu við Þjóðminjasafnið. Myndin í DV á miðvikudaginn af fyrirhuguðu sverði reknu á ská í Melatorg segir allt sem þarf. Höggmynd- in yrði eitt helzta einkenni borgarinnar og einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna. Betra væri þó að færa sverðið af torginu sjálfu yfir á kantinn Þjóðarbókhlöðumegin, þar sem gera má bílastæði, svo að ferða- menn leggi sig ekki í lífshættu við að mynda hver annan framan við sverðið. Það er nefni- lega nauðsynlegt til frægðar mannvirkjum, að hægt sé að láta mynda sig við þau. Reykjavík á tvo aðra staði af þessu tagi. Annar er styttan af Leifi Eiríkssyni framan við Hallgrímskirkju. Þar er auðvelt að leggja bflum og rútum og þar mynda ferðamenn í gríð og erg flesta daga ársins. Hvorki styttan né kirkjan eru merk listaverk, en eru sameig- inlega afar myndvæn. Síðara dæmið er Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut, sem Vesturbæjar- samtökin gáfu borginni. Þar er auðvelt að leggja bflum og rútum og þar er líka myndað alla daga ársins. Þetta ágæta listaverk stund- ar harða samkeppni við Leifsstyttuna sem megintákn borgarinnar í augum ferðafólks. Kaldárhöfðasverðið eins og það lítur út á myndinni í DV yrði umsvifalaust þriðja ein- kenni borgarinnar frá sjónarhóli mynd- glaðra ferðamanna. Þetta er hugmynd, sem getur ekki mistekizt, minnir á Excalibur, frægt töfrasverð þjóðsögunnar um Alfreð Englandskonung og hringborðsriddara hans. Reykjavík þarf að eiga nokkur einstæð úti- listaverk, hvert með sínu sniði. Ágæt er hug- myndin um að setja risavaxna Helreið Ás- mundar Sveinssonar klofvega yfir eitthvert þekkt stræti borgarinnar. Slflct myndefni bjargar degi hvers myndatökumanns og ger- ir honum höfuðborgina minnisstæða. Þjóðminjasafnið býr við sult og seyru áhugalítils rfldsvalds og hefur ekki ráð á að reisa Kaldárhöfðasverðið. Það Ieitar þjóð- minjavinar, sem vill leggja fram þær sex milljónir króna, sem talið er, að mannvirkið muni kosta fullbúið. Raunar stendur næst Reykjavíkurborg að leggja hönd á plóginn. Hún stóð hvorki fyrir Leifi Eiríkssyni né Sólfarinu, svo að tími er kominn til, að hún reisi sjálf eitt útilistaverk- 'N* anna, sem einkenna hana og gera hana að ferðamannaborg, fjölmennri atvinnugrein til hagsældar. Líkan Kaldárhöfðasverðsins vísar til tíu alda arfleifðar. Hún er myndræn vísun til safnsins handan götunnar. Hún endar á tug- þúsundum geisladiska í eigu ferðamanna um allan heim. Jónas Kristjánsson Blairog mannréttindin í leiðara breska blaðsins The Guardian í gær var ijallaö um mannrétt- indi. Leiðarahöfundur segir rfldsstjóm Tony GuardianUnlimitedi Blair hafa staðið sig vel þegar kemur að mann- réttindarmálum og m.a. leitt Mannréttindasátt- málann í lög. Því koma misþyrmingar á föngum í írak sér illa fyrir Verka- mannaflokkinn. Bretar em á meðal þeirra sem tóku þátt í niðurlæging- um og misþyrmingum. Leiðarahöfitndur telur því mikilvægt að gripið verði til aðgerða svo mannréttindi og lýðræði verði aftur sett a oddinn sem ástæða Írakstríðs- ins. Það mun hins vegar reynast erfitt eftir at- burðina í Abu Gharib fangelsinu. Þágufallssýki Málvísindamennirnir Þór- hallur Eyþórsson og Jó- hannes GlsliJónsson hafa birt niðurstööur rannsókn- ar sem þeir hafa gert áút- breiðslu„þágufallssýki“ meðalbarna. Raunarvilja þeir Þórhallur og Jóhannes ekki tala um„sýki“ heldur „þágufallshneigð“ enda geta menn nú á dögum ekkilitiðsvoáað ÍTWB'I fallbeyging geti verið„sjúkleg“. Rannsókn tvlmenninganna sýndi að meðal 11 ára barna sögðu tæp 40%„mér langar", 58% höföu það rétt meö„mig langar" en 1,4% sögðu„ég langar"en 0,3% sögðu„annað". *o (TJ ai fO XI c <u Sú «o ru iu í -O :0 -Q ra 2XL *o (V SvörviÖspumingum: 1. Ankara - 2. Rúmar 68 milljónir - 3. Kúrdar, 20% - 4. Tæplega átta sinnum stærra - 5. Erdogan VIÐ HÉR Á DV höfum, eins og reyndar landsmenn flestir, fylgst vel með umræðum um fjölmiðlafrum- varp Davíðs Oddssonar sem nú fer fram á Alþingi. Ber þar hæst hvað nýju þingmennirnir koma allir sterkir inn. Hvort sem það eru Ágúst Ólafúr Ágústsson, Björgvin G. Sigurðsson og Mörður Ámason úr stjórnarandstöðu (Samfylkingunni) eða Bjami Benediktsson, Sigurður Kári Kristjánsson og Birgir Ár- mannsson úr Sjálfstæðisflokki - þrír íjórðu úr „Smánarkvartettinum" sem Svarthöfði vill nefna svo, en fjórði ungi sjálfstæðismaðurinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur heldur farið með veggjum. Án þess að nokkur sé að fella sleggjudóma verður að viðurkennast að fyrr- nefndir sexmenningar hafa aldeilis verið að stimpla sig inn í þjóðarvit- undina. Mikið var, segja sumir, því á síðasta þingi var það altalað meðal fjölmiðlafólks hversu lítið líf var í þingmönnum, sér í lagi nýju „ungu og fersku þingmönnunum": Fram- tíð íslands. EINN ER SÁ ÞINGMAÐUR sem við verðum þó að viðurkenna að okkur þykir sem haft komið með eilítið of mikið af Morfís-stælum inn í þing- sali - en fyrir þá sem ekki vita er Morfís heiti á ræðukeppnum menntaskólanna í landinu - með sér á þing og heitir sá háttvirti þingmað- ur Sigurður Kári Kristjánsson. Enda- lausir útúrsnúningar hans eru ef- laust fín æfing fyrir krakkana í menntó sem hafa gott af því að leika sér að orðum og snúa út úr öllu sem sagt er, en gerist þreytandi í hverju andsvarinu af öðru á Alþingi. Það gerði hann til dæmis óspart á þing- inu £ fyrrakvöld. Jóhann Ársælsson þingmaður vildi í fyrrakvöld benda þingheimi á þá staðreynd að Frétta- blaðið væri ekki áskriftarblað heldur væri því dreift frítt til allra lands- manna og seldi síðan pláss í blaðinu undir auglýsingar. Sigurður Kári greip það á lofti og sagði Jóhann vera að meina að Fréttablaðið væri auglýsingablað en ekki fréttablað. EFLAUST MJÖG FYNDIÐ í góðra vina hópi í Valhöll og yngsta fólkið á rit- stjórn DV glotti svo sem út í annað en það glott var farið þegar Sigurður Kári svaraði Helga Hjörvar með sömu Morfís-stælunum £ gærdag, daginn eftir að Jóhann Ársælsson benti á að Fréttablaðið væri ekki áskriftarblað. Enn og aftur hamaðist Einn er sd þingmaður sem hefur komið með eilítið ofmikið af Morfís-stælum inn í þingsali - en fyrir þá sem ekki vita er Morfís heiti á ræðukeppnum menntaskólanna í landinu - og heitir sá háttvirti þingmaður Sigurður Kári Kristjánsson. Fyrst og fremst Sigurður Kári á þeim mikla brandara að Jóhann hefði haldið þvf fram að „Fréttablaðið væri ekki fréttablað" og heimtaði að fá að vita hvort Helgi og Samfylkingin £ heild væru þessu sammála. Eins þolinmóð og við hér á DV viljum vera þá skiljum við ekki alveg hvað þetta á að þýða. Til hvers lög- maðurinn og þingmaðurinn Sigurð- ur Kári Kristjánsson viiji eyða tveim dögum i að snúa út úr Jóhanni Ár- sælssyni. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON ætti frekar að eyða tíma sinum £ að ræða efnislega um frumvarpið sem á ekk- ert skylt við það sem margt ungt fólk kaus hann á þing til að verja: Það er blessað frelsið. Það hreinlega flykkt- ist á kjörstað, unga fólkið, til að kjósa hann á þing, þennan mikla og djúpa unga frelsishugsuð, sem hafði verið Stóra jarðarberjarskúbbið MEGUM VIÐ VOTTA VIRÐINGU okkar yfirmönnum Morgunblaðsins sem ekki láta blekkjast afþví moldviðri sem óprúttnir menn hafa þyrlað upp í samfélaginu að undanförnu og gengur út á að hér sé eitthvað mikilvægt á seyði þar sem erfjölmiðlafrumvarpið er jafnvel kunni að snerta ýmis grundvallaratriði , samfélagsins og framtið w þess, svosem lltilræði eins og tjáningarfrelsið? Því i gær, þegar umræður höfðu staðið linnulaust úti i samfélaginu f og á Alþingi,um þetta frumvarp og sá atburður hafði gerst að Ólafur Ragnar Grfmsson flýtti ferð sinni tii iandsins - sem var óneitaniega atburður er gæti haft mikla þýðingu í málinu - þá var Mogginn ekkert að æsa sig út afmálinu á útsiðum sinum. Aðalfréttir blaðsins á forsiðu fjölluðu annars vegar um að oliukostnaður útgerða hefði aukist um tvo milljarða króna og hins vegar um að aukinn bölmóður og svartsýni réðu ríkjum í Þýskalandi. Á baksiðunni voru fréttir um að grunnskólanemar íSaurbæ I Döium væru komniri sumarfrí og svo um aö fyrstu íslensku jarðarberin væru komin i búðir þetta árið. Á siðu 2 var hins vegar örlítil frétt um að forseti Islands hefði breytt ferðaáætiun sinni og væri kominn til landsins. Við héráDV hörmum einkum og sér i lagi að Mogginn skuli hafa „skúbbað“okkur svo rækilega i sambandi við jarðarberin. Við heitum þvi að standa okkur betur héðan i frá og munum reyna aföllum mætti að fylgja fréttamati Morgunblaðsins svo dyggilega sem við getum. Það erafþeim sökum sem aðalfréttin okkar á forslðunni i dag fjallar um að hvltkálslaust sél miðbænum. Eða er það ekki? Hefur Jón Ásgeir kannski komist I forsíðuna? formaður SUS og eitilharður frelsis- sinni. Enda hefur ný stjórn SUS ályktað gegn frumvarpinu, gegn sfn- um fyrri leiðtoga, sem berst nú £ bökkum við að snúa út úr og þeyta ryki £ stað þess að ræða efnislega þessa aðför stjórnvalda að tjáning- arfrelsinu sem kallað er fjölmiðla- frumvarp Davfðs Oddssonar. En sem kunnugt er hafa allir lögfræð- ingar nema Davíð Þór Björgvinsson og stjórnarþingmenn £ lögfræðinga- stétt lýst þvf yfir að það brjóti mjög sennilega £ bága við sjálfa stjórnar- skrá landsins. 5 vænlmleg skubb Morgunblaflsins Agúrkur fáanlegar í flestum verslunum. 2. Reiðhjólamenn fagna vorkomunni. 3, Sundlaugar opnar eins ogvenjulega. 4« Mikil umferð á Miklubraut. 5. Björn braut engin lög í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.