Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Page 13
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14.MAÍ2004 13 Bandarískur verktaki og mannvinur var hálshöggvinn fyrir nokkrum dögum af herskáum islömskum sam- tökum. Böðullinn og forsprakki samtakanna, Abu Musab al-Zarqawi. er talinn heilinn á bak við árásirnar í Madrid. i Á Aftakan Al-Zarqawi búirm að reiða til höggs. Aftakan var sýnd | á arabískri heimasíðu og vakti hörð viðbrögð um allan heim. Bush Bandarikjaforseti hét þvi að vigsins yrði hefnt. Blóðþyrstur böðull iiiii Böðullinn sem afhöfðaði bandaríska verktakann, Nick Berg, er þekktur hryðjuverkamaður sem hefur mörg hundruð mannslífa á samviskunni. Aftakan var sýnd á heimasíðu herskárra íslamskra samtaka. Abu Musab al-Zarqawi er lýst sem blóðþyrstum hryðjuverka- manni og talið er víst að hann hafi átt þátt í fjölda hryðjuverkaárása á síðustu árum. Hann er sagður heilinn á bak við hryðjuverka- árásirnar í Madrid í mars síðast- liðnum og er eftirlýstur í Þýska- landi fyrir hryðjuverk. Al-Zarqawi er fæddur og upp- alinn í Jórdaníu. Foreldrar hans eru frá Palestínu. Hann gekk ung- ur til liðs við hryðjuverkasamtök Osamas bin Laden og barðist með þeim gegn hersetu Sovét- manna í Afganistan á níunda ára- tug síðustu aldar. Hann þykir afar snjall að villa á sér heimildir - hefur oftsinnis dulbúist af mikilli kunnáttu og þóst vera annar en hann er. Al- Zarqawi sótti um hæli í írak eftir ■7» Annálað góð- menni Fórnar- lamb al- Zarqawis og félaga hans, Nick Berg, þótti annálaður mannvinur sem fór til Iraks I þeirri von að hann gæti hjálpað fólki.Nick, sem var 26 ára, var verkfræðingur og hafði unnið að ýmsum verkefnum iþróunar- löndunum. Hann var hugsjónamaður sem vildi gera sitt til að heimurinn yrði betri. að hafa slasast í flugskeytaárás Bandaríkjamanna á búðir hryðju- verkamanna í Afganistan. Hann dvaldi um skeið á sjúkrahúsi í Bagdad og fór svo að taka þurfti annan fótinn af við hné. Hann gengur nú á gervifæti. Lýsti sig ábyrgan Ai-Zarqawi er talinn höfuð- paur Ansar al-Islam, herskárra samtaka sem tengjast al-Kaída, en þau létu oftsinnis til sín taka í norðurhluta íraks áður en Saddam var steypt af stóli. Eftir fall Saddams er al-Zarqawi talinn hafa unnið hörðum höndum að skipulagningu hryðjuverka sem hafa kostað meira en þrjú hund- ruð manns lífið. í bréfi sem hann á að hafa skrifað bin Laden gortar hann af því að hafa staðið að 25 sprengjutilræðum í írak og fer þess á leit við hryðjuverkaforingj- ann að hann aðstoði við að koma á borgarastríði. Al-Zarqawi lýsti sig til dæmis ábyrgan fyrir sjálfsmorðsárásinni þegar þrír hraðbátar sigldu á bandarískt olíuskip. Þrír Banda- ríkjamenn létust í árásinni. Þá liggur hann undir grun um að hafa tekið þátt í sjálfsmorðsárás- um í Basra í síðasta mánuði en alls létust 74, þar á meðal fjöldi skólabarna. Tveir dauðadómar Þegar al-Zarqawi gekk bin Margfaldur morðingi Virtur hryðju- verkasérfræðingur biður guð að hjálpa þeim sem lenda I klóm al-Zarqawis, þessa grimmlynda ofbeldismanns. Laden á hönd var hann öðrum þræði að flýja fátækt. Hann sér- hæfði sig í eiturefnahernaði og vann sig fljótt upp. Hann hefur tvisvar verið dæmdur til dauða í Jórdaníu að sér fjarstöddum. í báðum tilvikum var hann dæmdur fyrir að myrða menn frá Vesturlöndum. Heimildarmaður innan al- Kaída segir að al-Zarqawi sé ein- fari. „Hann fer sínar leiðir og ger- ir samninga hingað og þangað en alltaf á eigin forsendum. Markmið hans er að skapa ástand hræðslu og ótta í írak þannig að Bandaríkjamenn sjái sér ekki annað fært en að yfirgefa landið. Chris Dobson, sérfræð- ingur í hryðjuverkum varar við al-Zarqawi. „Guð hjálpi bæði hermönnum og óbreyttum borg- urum sem lenda í klóm hans." 12 Stis/ 1 meðalstórt lambalæri 4 hvítlauksgeirar, skornir í þrennt 2 msk. dijon-sinnep 4timjangreinar salt og pipar pítubrauð Skerið raufar hér og þar í lærið og stingið hvítlauksbitum ogtimjangreinum í raufarnar. Smyrjið dijon-sinnepi vel á lærið og kryddið með salti og pipar. Setjið lambið í 200‘C heitan ofn og bakið í 45-50 mín. (miðað við u.þ.b. 1,5 kg) Jógúrt-sósa 1 dós hrein jógúrt rifinn börkur af Va sítrónu 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. kummin (ath. ekki kúmenj 1 tsk. hunang Meðlæti lcebergeða lambhagasalat rauðlaukur tómatar steinlausar ólífur chiliolía, t.d. sambal oelek hummus Ristið pítubrauðin í brauðrist eða ofni. Stillið lærinu upp á fat eins og sýnt er á myndinni og skerið þunnar sneiðar utan af jafnóðum og fólk fær sér pítu. Raðið skálum með meðlæti í kringog hver og einn útbýr síðan sína pítu eftir húmor og smekk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.