Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 32
 T* 'f zJ Í í 0 í Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^iafnleyndar er gætt. r-J r~J r \ r-J í) 5D9D SKAFTAHLÍÐ 24, 10SREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMÍ5SOSOOO • Það er víðar ólga á Alþingi en í þingsalnum sjálfum. Ástandið er lítið betra á kaffistofunni ef marka má orð Helga Hjörvar á heimasíðu hans. Segir Helgi sam- skiptareglur sér- kennilegar á kaffi- stofunni: „Þannig má starfsfólk ekki setjast við þau borð þar sem við sitjum nema vera boðið og það ekki vera of kumpánlegt við þing- menn. Til að toppa þetta hafa svo Haildór og Davíð látið leggja fjögur innstu borðin í salnum hvítum dúk og afmarka svæðið með skilrúmum. Og við dúkuðu borðin mega bara höfðingjarnir sitja en pöpullinn verður að una við ódúkuðu borðin." Hann lengi lifi. II hamingju með daginn! Tvöfalt afmæli hjá forsetanum „Ólafur Ragnar er góður dreng- ur, heiðarlegur og afskaplega skemmtilegur. Það vita ekki allir hversu mikill húmoristi hann er,“ segir gömul vinkona um forseta ís- lands sem á tvöfalt afmæli í dag. Forseti íslands er 61 árs og heldur um leið upp á eins árs brúðkaups- afmæli sitt en hann gekk að eiga Dorrit Moussaieff fyrir sléttu ári. Orð gamallar vinkonu forsetans draga að sönnu fram það besta í fari forsetans. Vissulega hefur hann verið umdeildur og alls ekki allra. En það fylgir stórum persónum sem atgervis síns vegna hljóta að skera sig úr fjöldanum. Á 61 árs afmæli sínu stendur Ólafur Ragnar Grímsson í raun á tindi stormasams ferils sem bæði hefur legið um dali og fjöll. Öll þjóðin fylgdist í spennu með heim- komu hans frá Mexíkó í fyrradag á meðan Alþingi logaði í ófriði upp- gjörs sem forsetinn sjálfur hefur vafalaust séð fyrir á undan öðrum. Slíkt er pólitískt nef hans; maður í stöðugri leit að upplýsingum sem hann nýtir sér í slag við aðra sem vita minna. Þannig tryggja menn sigur. Þannig er afmælisbarn dags- ins. Greind sína og óvenjunæman skilning á lífinu notfærir forsetinn sér einnig þegar kemur að ytra byrði og viðhaldi líkamans sem eldist eins og annað. Ólafur Ragnar var meðal þeirra fyrstu sem hóf líkamsrækt á eigin vegum með hlaupum, teygj- um og almennum æfingum ut- andyra. Þá eins og oftar skynjaði hann fyrr en aðrir strauma í lífsstíl sem nú er alls ráðandi. Leitun er að jafnöldrum forsetans sem eru eins vel á sig komnir líkamlega. Hár, grannur og kvikur í hreyfingum skapar hann sér sérstöðu hvar sem er. Maður sem veit hvað klukkan slær. Og lífsklukkan þá meðtalin. Ekki er hefð fyrir opinberum há- tíðahöldum á afmælisdegi for- seta íslands hér á landi. Á sex- tugsafmæli Ólafs Ragnars í fyrra stóðu vinir, fjölskylda og vel- unnarar forsetans fyrir hátíða- dagskrá í Borgarleikhúsinu. Að hátíð lokinni færði forsetinn sjálfur sér þá gjöf sem honum þótti mest um vert; gekk að eiga unnustu sína, Dorrit Moussaieff, á Bessastöðum. Blés ekki í lúðra heldur lét hjartað ráða. Og Dorrit kom inn í líf þjóðarinnar eins og ljós. Á þessum degi er ástæða til að árna Ólafi Ragnari Gríms- syni heilla með von og hvatn- ingu um að hann láti hjartað ráða í embættisfærslu sinni líkt og í einkalífl. Svari kalli þjóðar- innar á hverjum tíma hvert sem það kall kann að vera. Ólafur Ragnar Grímsson forseti fslands „Góð- Til hamingju með daginn, ur drengur, heiðarlegur og afskaplega skemmtileg- herra forseti! ur," segir gömul vinkona. »■» KLUBBU Laudard. 15. snaí xmWith við Gullinbrú i Deinni Evróvision partý Rásar 2 með evróvisionförunum Björgvini Halldórs., Siggu Beinteins. og Grétari Örvars. - Á eftir verður dansað fram á rauða nótt með hljómsveitinni BSG. Margar af helstu evróvisionstjörnum íslands mæti á svæðið, m.a. Eyjólfur Kristjáns. og Stebbi Hilmars. sem líta við og syngja um hana Nínu sína. Miðaverð 1000 frá 18:00 til 21:30 og 1500 eftir það Matargestir ganga fyrir í sæti - borðapantanir í síma 567 3100 Fyrstu 100 stelpurnar sem mæta fá p^EZE^ Allied Domecq og fyrstu 100 strákarnirfá (arLsbgrg frá Vífilfell. Stórhöfði 17 -110 Reykjavík - Sími 567 3100 - Fax 567 3150 - klubburinn@klubburinn.is -www.klubburinn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.