Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Page 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 29 Nornin eign* aðist strák Nomin Piper úr þáttunum Charmed hefur eignast sitt fyrsta barn. Holly Marie Combs leikuríþáttunum ásamtAiyssu Milano og fyrrverandi kærustu rokk- arans Marylin Manson, Rose McGowan. í þáttunum á Piper tvö börn meö hinum yfírnáttúru- lega Leo en litli strákur- innerfyrsta barn hennar og eigin- manns hennar. Þau giftu sig á síö- asta Vaientínusardegi en þá var leik- konan komin sjö mánuði á leið. Holly Marie mun fljótlega halda áfram að leika íþáttunum en sjöunda þáttar- röð verður tekin upp í sumar. fe Leikarinn Macaulay Culkin hefur látið skrifa ævisögu sína, aðeins 23 ára gamall. Með útgáfunni reynir Culkin að sætta sig við erfiðleikana sem fylgdu frægðinni og fjölskylduvandamálum. Leikarinn varð að stórstjörnu aðeins níu ára gamall eftir hlutverk sitt í Home Alone og var meðal annars návinur Michaels Jackson. Þegar hlutverkunum fór fækk- andi fór lífið að halla til hins verra fyrir leikarann. Hann lenti meðal annars í deilum við pabba sinn um peningana sem hann græddi og átti í stuttu hjóna- bandi þegar hann var 18 ára. í Vestmannaeyjum býr blaðamaðurinn Jóhann Ingi Árnason sem hefur meðal annars þann starfa með höndum að fylgjast með ferðum hinna ríku og frægu til íslands. Hann hefur þeg- ar unnið fréttir fyrir þetta frægasta slúðurtímarit heimsins og dæmi um það eru þegar Chelsea Clinton, Kevin Costner og Viggó Mortensen gerðust íslandsvinir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti (slands, er 61 árs í.dag. „Andlega þenkjandi og ánægt fólk á ávallt von á því þesta og á það vel við mann- inn. Hann ætti að minnka kröfur sínar og gefa fólkinu í kringum sig lausan tauminn. Æðri leiðsögn og viska leið- beinanda bans veitir honum sjaldséðan styrk," segir í stjörnu- spá hans. Ólafur Ragnar Grímsson VY Vatnsberinn (20.jan.-1s. tebrj XX -------------------------------- Vatnsberinn (20.jan - 18.feb) Takist þér að stýra orku þinni öðlast þú stjórn á lífi þínu í stað þess að vera fórn- arlamb aðstæðna. Þú ert fær um að skara fram úr og ert fljót/ur að læra en hér kemur fram að þú hefur jafnvel fleiri járn í eldinum en þú ræður við. fiskmw (19.febr.-20.mars) Eftirvænting og bjartsýni ein- kennir stjörnu þína um þessar mundir. Þú virðist ekki taka ákvörðun án þess að kanna huga þeirra sem tengjast hérna einhverju máli. Þér er ráðlagt að læra að stilla þig betur. Hrúturinn (21.mars-19.apny Hrúturinn er fær um að gera alia þá hluti sem hann dreymir um að gera ef hann heldur fast í sjálfið og jafn- vægi tilverunnar sem felst í því að gefa °g Þ'ggja. Nautið (20. apríl-20. maí) Vanafesta einkennir þig hér að sama skapi og þér er ráðlagt að æfa þig að koma á breytingum í tilveru þinni með því að brjóta vanann og reyna eitt- hvað nýtt en mundu að vera vakandi yfir boðum sem berast þér frá hjartanu. Tvíburarnir (21. maí-21.júni) Fylgdu hlutunum eftir af þrautseigju ef hugur þinn og hjarta þrá að takast á við það sem um ræðir hérna. Fjölhæfni þín segir til um mikinn styrk, minntu þig á það endrum og sinnum. Krabbinn(22j™-22.yú/(j ---------------------------------- Þú býrð yfir sannri vitund ef þú ert fædd/ur undir stjörnu krabbans sem er hæfileikinn til að fá það sem þig vanhagar um en á því er enginn vafi. Ekki gleyma þér í leitinni að öryggi í formi fjármuna næstu misseri. \.)Óf\\b(23.júll-22.ógúst) Þú hefur af einhverjum ástæð- um komið þér upp tilfinningalegri fjar- lægð við manneskju sem unnir þér. Það er án efa eðli þitt að draga þig í hlé þegar líðan þín er annars vegar til að kanna betur heildarmyndina hér en þú hefur án efa mikla þörf fyrir ást, nálægð og væntumþykju á þessum árstíma. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Njóttu þín enn betur daglega með því að opna tilfinningagáttir þínar og losaðu þig úr þeirri prísund sem kann að angra þig sökum reynslu þinn- ar af einhverjum ástæðum. ' Voqm (23. sept.-23.okt.) Þér mun takast að snúa að- stæðum þér í hag þegar þú hlustar á undirmeðvitund þína og leyfir líkama og sál að starfa saman. Ef þér verður ögrað á einhvern hátt næstu daga mun háttvísi þín og einlægni eiga vel við. Sporðdrekinn (2iokt.-21.n0v.) Öryggi felst eflaust í fjármun- um að þínu mati þó þú birtist ekki sem fégráðug manneskja. Leyfðu þér ekki að gleyma þeim eiginileika sem þú býrð yfir þegar þarfir náungans eru annars vegar. Gjafmildi þín er mikil hér. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Ef þú tekur af skarið, hugsar um heilsu þina á andlega sviðinu og því líkamlega mun velgengni vera þér hlið- holl án efa. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Það er komið að þér að njóta tilverunnar með þeim sem þú unnir. Hættu að eyða tíma þínum í óþarfa áhyggjur. SPAMAÐUR.IS breska kvikmyndagerð Á fundidómara Cannes-kvikmyndahá- tíðarinnar lét leikstjórinn Quentin Tar- antino hafa eftirsérað græðgi breskra leikara væri að drepa breska kvikmynda- gerð.„Einungis í þremur lönd- um er virkilega góður kvik- myndabransi. í Bandaríkjun- um, Kína og Indlandi. Um leið og leikarar í Bretlandi ná að slá í gegn drífa þeir sig til Hollywood til að græða."Leikstjórinn, sem er dómariá Cannes, sagði að svona hátíð væri eins og veisla.„Efþú fílar kvikmyndir þá er þetta staðurinn til að vera á.“ Vaktar há frægu á fslandi fyrir The National Enquirer „Þetta er nú kannski meiri uppsláttur en nokkuð annað. Jújú, þetta er reyndar alveg rétt," segir Jóhann Ingi Árna- son en fram kemur á vef hans eyjar.net að fyrirtæki hans hafi samið við The National Enquirer um fréttaöflun af Hollywood-stjörnum sem ferðast um ísland. Jóhann gefur út tímarit í Vestmannaeyjum sem heitir Vaktin samhliða því að reka fréttasíðuna á netinu. Auk starfrækir hann fréttaþjónustu og mun hann til dæmis annast ffétta- flutning af íþróttaviðburðum fyrir DV í sumar. Fyrir þá sem ekki vita er The National Enquirer söluhæsta tímarit Bandaríkjanna og hefur ver- ið kennt við hina gulu pressu - tíma- ritið hefur einkum áhuga á hvað hinir frægu og ríku eru að sýsla hverju sinni. Jóhann er ekki á föstum launum hjá tímaritinu heldur verktaki sem gerir ritstjórninni viðvart ef eitthvað er útt af ferðum fræga fólksins, flæk- Chelsea Clinton á íslandi The National Enquirer sýndi ferðum forsetadótturinnar mikla athygli og þá áttu þeir hauk í horni á Islandisem erJóhann ingi. ist það hingað til íslands. Þannig var hann beintengdur við The National Enquirer þegar Chelsea Clinton var hér á ferð en tímaritið sýndi ferðum þessarar fyrrum forsetadóttur gríð- arlegan áhuga. Einnig var Jóhann tengiliður við tímaritið þegar Kevin Costner kom hingað á sínum tíma sem og Viggó Mortensen. Aðspurður hvort þetta snúi þá ekki einkum að ferðum hinna frægu út í Eyjar þá segir hann frétta- flutning sinn ekki bundinn af því. Hann hefur verið í samstarfi við ljósmyndara Séð og heyrt, Sigurjón Ragnar, og felst starf hans meira í því að hafa vakandi auga með öðrum fjölmiöl- um og gera hinu banda- ríska slúðurblaði viðvart. „Hann hefur ekki hugmynd um hvar ég bý," segir Jó- hann og vísar til tengiliðs síns innan blaðsins. Tengiliður Jó- hanns er blaðamaður The National Enquirer sem Jóhann kynntist þegar hann var við nám í fjölmiðlafræði úti í Bandaríkjunum. Jóhann segir að í raun sé miklu minna greitt fyrir þetta en menn gætu haldið. „Þeir borga 500 dollara fyrir fréttaskotið en ef maður vinnur fréttina eitthvað frekar þá bætist lít- ið við. Betra að vera ekki blaðamað- ur heldur sá sem kjaftar frá og kem- ur með skúbbið," segir Jóhann. jakob@dv.is Jóhann Ingi Rekur fjölmiðlafyrirtæki úti i Eyjum og sendir The National Enquirer fréttir af ferðum þeirra riku og frægu. Hann segir timarítið ekki greiða neitt i líkingu við það sem menn gætu ímyndað sér-500 dollara fyrir fréttaskotið og litið umfram það. Ég held að ég hafi loksins áttað mig á því af hverju andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið er svona mikil. Ég held að það eigi ekkert skylt við takmörkun á athafnafrelsi eða mál- frelsi, meint brot á blessaðri stjórn- arskrá okkar íslendinga (sem fæstir vita út á hvað gengur) eða annað í þeim dúr. Ég held að ástæðan liggi mun dýpra, ég held að hún liggi djúpt í undirvitund hins almenna Is- lendings, í þrá hans eftir afþreyingu. Það er bara einfaldlega svo að þegar mannskepnan er orðin vön ein- hverju, verður það aflimun líkast þegar það er tekið frá henni. Og nú þegar þróunin virðist ætla að verða sú, ef lögin taka gildi, að þorri sjón- varpsstöðvanna og útvarpsstöðv- anna hverfi, verður fólk ósjálfrátt svolítið uggandi. Finnst jafnvel að vegið sé að réttindum þeirra til af- þreyingarefnis. Ef Davíð hefði lofað landsmönn- um því að við gildistöku fjölmiðla- laganna myndu tíu aðrar sjónvarps- stöðvar spretta upp, fimmtán dag- blöð og þrjátíu útvarpsstöðvar grun- Psstoað? ar mig að margir hefðu kært sig koll- ótta um takmörkun á athafnafrelsi nokkurra moldríkra einstaklinga. Ef Davíð hefði verið jafn bjartsýnn í tali og þegar hann talaði niður krepp- una hér um árið, finnst mér líklegt að landsmenn hefðu fylkt sér um foringjann í þessari síðustu kross- ferð hans. Því hefur verið haldið fram að einn mikilvægasti eiginleiki stjórn- málamanns sé hæfileiki hans til að skynja skoðanir fólksins í landinu og án þessa hæfileika sé frami í stjórn- málum illmögulegur; mér dettur ein undantekning strax í hug sem sann- ar þessa reglu, en það er annað mál. Hafandi þetta í huga finnst mér skrítið að Davíð sem er þekktur fyrir þennan hæfileika, skyldi ekki skynja þessa andstöðu á fjölmiðlafrum- varpinu fyrirfram. Á sínum tíma þeg- ar hann stormaði niður í KB banka og tók út peningana sína, vissi hann að fólkið myndi hugsa, „Það var lag- legt Davíð, sýndu þeim nú hvar þú keyptir ölið!" En núna! Núna héld ég að hann hafi annað hvort gleymt fólkinu í landinu eða þá að hann hafi bara einfaldlega misst það - hæfi- leikann, það er. Þriðji möguleikinn er þó enn fyrir hendi, sá skelfilegasti jafnvel og það er sá möguleiki að Davíð hafi ein- faldlega staðið á sama hverjar skoð- anir landsmanna voru. Að hans eigin skoðun og persónulegur vilji hafi vegið þyngra á metunum en þjóð- hagslegir hagsmunir. Ef sú tilgáta reynist rétt, hlýtur hann einnig að hafa misst það - vitið, það er. Höskuldur Óiafsson Stjörnuspá Ævlsagaa komm ut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.