Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 3 Fortíðarflandur Haustið 1985 var mikil mannekla á dagvistunarstofnunum Reykjavíkurborgar og þurti að grípa til þess að loka deildum á nokkrum stofnunum. Ástandið var þó breytilegt frá degi til dag. Þegar verst lét tóku foreldrar tU þess ráðs að taka börnin með sér í vinnuna til að mótmæla ástandinu. Byrjunarlaun ófag- lærðs stafsfólks á dagvistar- stofnunum á þessum árum voru rúmlega sextán þúsund krón- ur og byrjunarlaun fóstra rúmlega tuttugu og þrjú þúsund krónur. Engin möguleiki var á yfirvinnu. Bent var á að ófaglært fólk sem fékkst til stafa staldraði stutt við og væri því mjög Gamla myndin óstöðugur vinnukraftur. Fóstruskortur á dagvistunarheimilun- um hafði líka verið vandamál í langan tíma. Reiknað hafði verið út að það vantaði fimmtíu og sex fóstrur og í þær stöður hafði verið ráðið ófaglært starfsfólk. Myndin hér að ofan var tekin á Lækj- artorgi á mótmælafundi vegna dag- vistunarvandræða í september 1985. Þarna má sjá Guðmund Ólafsson leikara í ræðupúlti og nokkur börn með mótmælaspjöld. Spurning dagsins Verður Jónsi í toppsæti á Eurovision? Á góðan séns „Hann verður örugglega á tánum. Ef Jónsi verður í sínu besta stuði og allar aðstæður pottþéttar, það má náttúrlega ekkert klikka, þá á strákurinn góðan séns. Hann hefur rhikla útgeislun og syngur vel." Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona „Jónsi er í góðum málum og verður í topp fimm. Hann á vafalaust eftir að standa sig mjög vel." Rúnar Júlíusson tónlistarmaður „Lagið er hálfgert„sextánda sæti" en Jónsi sjálfur er miklu ofar í skalanum. Ég treystiJónsa en ekki laginu þannig að efilla gengurþáer það ekki honum aðkenna." Andrea Jónsdóttir útvarpsmaður „Ég trúi því að Jónsi verði í fjórða sætinu. Ég vona það að minnsta kosti." Eydís Sól Jónsdóttir, nemi í Fjölbraut við Ármúla. „Lagið er gott en ég efast um að Jónsi nái fimm efstu sætunum. Vonandi verður hann ekki mikið fyrirneðan það." Sigrún Ýr Sveinsdóttir, nemi í Fjölbraut við Ármúla. Jónsi verður sautjándi maður á svið í Evrópusöngvakeppninni sem fram fer í Istanbul íTyrklandi annað kvöld.Jónsi hefur heillað erlenda blaðamenn upp úr skónum og er spáð þokkalegu gengi í keppninni. Lemúrar elska tölvuleiki Foreldrar sem hafa áhyggjur af því að börnin þeirra séu of sólgin í tölvu- leiki gætu þurft að horfast í augu við að hvötin til þessara leikja sé bömun- um svo í blóð borin að h'tt verði við henni spomað. Komið hefur í ljós að jafnvel frumstæðir prímatar eins og lemúrar, fjarskyldir frændur okkar mannanna, geta heillast af tölvuleikj- um. Dýrafræði Lemúrar em komnir af frum- prímötum rétt eins og apar og menn en þeir þróuðust á hinni einangmðu Madagaskar-eyju og þykja að flestu leyti ffumstæðari en aðrir ffændur þeirra af sömu ætt. Þeir hafa gjaman verið taldir fremur heimskir en nýjar rannsóknir benda til að þeir hafi mun meiri stærð- fræðigáfur en áður hef- ur verið tahð. Elizabeth Brannon, sem stýrði rannsóknunum, segir að mun- urinn á lemúmm og öpum (og mönn- um) sé fyrst og fremst sá að lemúrar verði að hafa hvatningu - svo sem matarverðlaun - til að leysa verkefni en apar hafi hins vegar til að bera sjálfstæða forvitni. „En þegar þeir höfðu eftir ein- hverju að keppa vom þeir ffábærir," segir hún. „Þeir létu sig hafa nokkur hundmð tilraunir í röð bara til að fá sykurkúlur í verðlaun." í ljós kom að lemúrarnir gátu ekki aðeins leyst ein- faldar stærðfræðiþrautir heldur gátu þeir líka lagt tilraunimar á minnið. Eftir að hafa séð á tölvuskermi röð af alls konar táknum mundu þeir röðina næst þegar táknin birtust. Slíkur hæfileiki er sjaldgæfur í dýraríkinu því hann krefst þess að dýrin setji að- skilda hluti í rökrétt samhengi. Og einna mest kom á óvart hversu veikir lemúramir vom fyrir einföld- um tölvuleikjum, eins og raunin hef- ur reyndar líka verið um apa. Þeir gám setið hinir þolinmóðustu við skerminn og ýtt á takka eða á skerm- inn til að leikurinn gengi sinn gang, og stundum kom einhver þeirra að- vífandi og kláraði leik sem annar hafði hafið, og rændi hann þannig sykurkúlunni sem var í verðlaun. Helst vafðist fyrir lemúmnum við tölvuleiki að þeir em ekki ýkja fingrafimir. Apar nota óhikað fing- urna við tölvuleiki en lemúrar hneigj- ast til að nota nefið eða munninn til að snerta skerminn svo það er því lfk- ast sem þeir kyssi tölvurnar. Madagaskar Stærð 587.000 ferkílómetrar (tæplega sex sinnum stærra en ísland) íbúar 17 milljónir upprunalega frá malasísku og indónesísku eyjunum Lffslfkur 53-58 ár Tungumál franska og malagasíska Forseti Marc Ravalomanana Leikkonurnar eru bræðradætur Leikkonurnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Þórunn Erna Clausen láta mjög að sér kveða í Fteykjavíkurleikhúsunum um þessar mundir.Jóhanna Vigdís ieikur annað aðalhlutverkið í Chicago eri Þórunn Erna leikur Ragnheiði Birnu á æskuárum í leikgerð eftir sögu Hailgríms Helgasonar, Þetta er allt að koma. Þær stöllur eru náfrænkur, því þær eru dætur tvíburanna Arnar og Hauks Clausen sem fyrr á árum hösluðu sér völl á íþróttasviðinu en síðar gerðist Örn lögmaður og Haukur tannlæknir. Örn eignaðist Jóhönnu Vigdísi með Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttardómara en Haukur heitinn eignaðist Þórunni með Elínu Thorarensen. formaco Fossaleyni 8 • 112 Reykjavik • Sími: 577 2050 • Fax: 577 2055 • forniaco@formaco.is • www.formaco.is Með IAJMON svalaglerjun færð þú: Skjól Lumon svalaglerjun lokar vind og regn úti.-Loftraki sem myndast bakvið glerið loftast út í gegnum mjóar raufar á milli glerjanna. Hljóðeinangrun Utanaðkomandi hávaði er útilokaður frá svölunum og íbúðinni. Þar með er heimilið þitt enn friðsælli staður. Hita Minna hitatap við svaiir og þar með í íbúðinni, sem leiðir til lægri hitakostnaðar. Auðveld þrif Þú opnar svalaglerið og þrifur það utan sem innan. Ekkert pril. Nánast ósýnilegt gler Glerið er sterkt (styrkleikaprófað af RB) og fallegt. Engir lóðrétfir póstar eða rammar hindra útsýni eða spilla útiiti. Eftir uppsetningu er húsið nær óbreytt Öryggi Verulega minni hætta á innbroti frá svölum. Þú sefur rólegri bak við Lumon svalagler. Mikið fyrir lítið Þegar þú íhugar virði / verðWutfallið, verða þér kostir Lumon enn betur Ijósír. Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu tilboð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.