Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 9 Þota lenti á einum hreyfli Þota American Airlines lenti heilu og höldnu á ein- um hreyfli á Keflavíkurflug- velli skömmu eftir hádegið í gær. Þotan,.Boeing-777, var stödd um 400 sjómílur suður af landinu er slökkva varð á öðrum hreyfli hennar vegna bilunar. Þotan var á leiðinni til Bandaríkjanna frá Þýska- landi. Um borð var 221 manns. Flugstjóri vélarinnar hafði samband við flug- stjómarmiðstöðina á Reykja- vflarrflugvelli og bað um að fá að snúa til Keflavíkur vegna bilunar. Flugstjórinn lýsti ekki yfir neyðarástandi þar sem hann taldi að eng- inn hætta væri á ferðum. Töluverður viðbúnaður var vegna lendingarinnar en hún gekk að óskum. Gandhi sigraði Kongress-flokkurinn og stuðningsflokkar hans unnu sigur í kosningunum á Indlandi í gær. Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra landsins, viður- kenndi ósigur stjórnarflokk- anna og var af- sagnar hans beðið síðdegis í gær. Sonia Gandhi, leið- togi Kongress- flokksins, sagði í gær óvíst að hún myndi sækjast eftir stól forsætisráðherra en flokksstjórnin hvatti hana eindregið til þess. Sonia er tæplega sextug ekkja Rajivs Gandhi, sem gegndi emb- ætti forsætisráðherra landsins fyrir nokkrum árum. Græningjar handteknir Rúmlega 20 umhverf- isverndarsinnar vom handteknir í Þýskalandi í gær eftir að þeir höfðu efnt til mótmæla til að stöðva argentfnskt skip sem var að flytja erfða- breytt matvæli. Græn- friðungamir króuðu skip- ið af á litlum gúmmíbát- um en voru handteknir þegar á land var komið. Alls vom 25 umhverfis- vemdarsinnar handtekn- ir og ákærðir fyrir að trufla sjávarumferð. Fólk- ið vildi koma í veg fýrir að um 25 þúsund tonn af erfðabreyttum matvæl- um kæmust inn í landið en matvælin vom ætluð sem dýrafóður. Sprautunálar á götu úti íbúi við Heiðarholt í Keflavík hafði samband við lögregluna í miðri viku og kvaðst hafa fundið sprautunálar þar á götunni. Er lög- reglan kannaði málið kom í ljós að um flmm nálar var að ræða. Var ein nálin notuð en fjórar ónotaðar. Lögreglan tók nálarnar í sína vörslu og eyddi þeim. Talið er víst að þessar sprautunálar tengist fíkniefnaneyslu. Sigurður Líndai lagaprófessor segir að forseti hafi synjunarvald og þótt beiti hann því sé hann ekki í pólitík. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra telur enga ástæðu fyrir forsetann að neita að undirrita fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar. Dorrit Moussaieff forsetafrú var fulltrúi íslands við upphaf hátíðarhalda vegna brúð- kaups Friðriks krónprins í Danmörku. Dorrit í Danmörku en Dlafur sat heima Tilkynnt var í gær að eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta, Dorrit Moussaieff, yrði fulltrúi íslands við upphaf veislu- haldanna vegna brúðkaups Friðriks krónprins og Mary Don- aldson í Kaupmannahöfn í dag. Flátíðarhöldin byrjuðu í gær- kvöld en brúðkaupið verður í dag. Ekki lá fyrir í gærkvöld, þegar DV fór í prentun, hvort forsetinn myndi í morgunsárið fljúga utan til að vera viðstaddur kirkjuathöfhina laust eft- ir hádegi. Þrýst er á forsetann með undir- skriftarsöfnun að staðfesta ekki fjöl- miðlalög rikisstjórnarinnar. Hann hefur ekki gefið upp ástæðu fyrir breyttri ferðaáætlun og skyndilegri heimkomu, en segir að forsetinn hafi „ýmsum skyldum að gegna“. Deilt er um hvort forseti hafi í reynd vald til þess að vísa lögum til þjóðar- atkvæðagreiðslu, en Sigurður Líndal prófessor emeritus telur synjunar- valdið ótvírætt til staðar. Sigurður skrifar grein í nýjasta hefti Skírnis, þar sem hann svarar greinum Þórs „Forsetisem beitti synjunarvaldi yrði ekki skilyrðislaust við það þátttakandi í hefðbundinni stjórn- málumræðu." Vilhjálmssonar og Þórðar Bogasonar sem hafa efast um gildi málskots- réttar forsetans. Hann segir þar að í 26. grein stjórnarskrárinnar og at- hugasemdum sé tekið fram að for- seti geti beitt synjunarvaldi án at- beina ráðherra. Hann segir að um- ræður um synjunarvald forseta beri þess merki að ekki sé greint sem skyldi milli þess hvernig lög eru og hvernig menn telji að þau eigi að vera. „Þeir sem þetta gera setja stjórn- málavald ofar lögbund- inni stjórn," segir Sig- urður. Sigurður segir að synjun á staðfestingu laga valdi því að þau séu lögð undir þjóð- aratkvæði. Synjun á að staðfesta stjórn- arhöfn veldur því að hún kemur ekki til fram- kvæmda, „nema lögskylt sé að stað- festa. Forseti kynni þá að verða beittur viðurlög- um ef hann staðfesti ekki.“ Þá segir Sigurður: „Því er vand- svarað í eitt skipti fyrir öll hvenær forseta sé rétt að synja lögum stað- festingar. Það hlýtur að ráðast af að- stæðum og mati hverju sinni. Þó má gera ráð fýrir að forseti beiti valdi sínu af hófsemi og hafi málefnaleg sjónarmið að leiðarljósi." Sigurður segir ennffemur að þjóðkjör forseta styrki vald- heimildir sem honum séu fengnar í stjórnarskrá. Hins vegar segir hann enga leið að svara því með fullri vissu og endanlega hverjar afleið- ingar yrðu af synjun forseta. Það ráðist af málefnum. „Sízt er ástæða til að gefa sér fyrirfram að einhver meiriháttar vandræði hlytust af. Forseti sem beitti synjunarvaldi yrði ekki skilyrðislaust við það þátttakandi í hefðbundinni stjórnmálumræðu." Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra telur ekki til- efni fyrir forseta fslands að neita að staðfesta fjölmiðla- frumvarpið, samkvæmt I ^ fréttum Sjónvarps. Ólafur Ragnar Grímsson Mik il spenna hefur hlaðist upp vegna skyndilegrar heimkomu hans og vangaveitna um hvort hann staðfesti fjölmiðlaiög rlkis stiórnarinnar. Stjórnarandstaðan ástundar málþóf og stjórnarliðar eru feikilega pirraðir Sam- skiptin einkennast afkulda og heift þessa dagana. Kuldi í samskiptum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga Alkul á Alþingi „Það er gjörbreytt andrúmsloft á Alþingi. Þingmenn úr stjórnarliðinu sem að jafnaði eru viðmótsþýðir líta nú á mann með heift í augum," seg- ir þingmaður í stjórnarandstöðunni um hið sérkennilega andrúmsloft sem nú ríkir í þinginu vegna fjöl- miðlaffumvarpsins. Þingmenn sem blaðið ræddi við voru almennt sammála um mikinn kulda í samskiptum stjórnarliða og stjórnarandstæðinga þessa dagana. „Það er vissulega erfltt en ekki óþol- andi. Til dæmis gengur Kristinn H. Gunnarsson léttur og glaður um ganga þingsins," segir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslyndra. „Ég myndi frekar segja að ástandið einkennist af miklu samviskubiti margra stjórnarliða. Ég kenni í brjósti um þá,“ segir Sigurjón. Aðrir þingmenn vildu ekki tjá sig um þetta undir nafni, svo viðkvæm sem samskiptin eru, enda væri það, með orðum eins þeirra, „að hella olíu á eldinn að tala um samskiptin opinskátt undir nafni". Einn stjórn- arandstæðingur sagði að vart mætti finna og sjá brosandi stjórnarliða. „Við mætum nú fullum fjandskap og viðmótið er gagnkvæmt. Og allir eru þreyttir og lúnir. Það er ekki gleði í nokkrum manni hér." Einn stjórnarliða tekur með sem- ingi undir þessa ástandslýsingu. „Já, ég hef ekki upplifað svona andrúms- loft og hefur þó ýmsflegt gengið á áður. Það er þó ekki rétt að segja að enginn brosi. Af og tfl sést brosandi andlit." Kuldinn var ærinn vegna efnis- legrar meðferðar og málþófsum- ræðu um fjölmiðlafrumvarpið, en óvænt íslandsför Ólafs Ragnars Grímssonar forseta bætti ekki úr skák. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Ártúnshöfði, austurhluti. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða, austurhluta vegna lóðanna Stórhöfða 44, 45 og 46. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóðir og lóðarmörk fyrir núverandi lóðir á skipulagssvæðinu breytast að hluta en aðrar verða óbreyttar, fyrirliggjandi kvaðir á lóðum úr eldra skipulagi gilda áfram og ný lóð verður til austan við lóð nr. 44 við Stórhöfða. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að hafa núverandi starfsemi á lóðum eins og hún er í dag, á nýjum lóðum er gert ráð fyrir verslunar- skrifstofu- og þjónustustarfsemi, ef breytingar verða gerðar á starfsemi þessara lóða er gert ráð fyrir að landnotkun breytist í svokallað miðsvæði (M6) skv. nýju aðalskipulagi 2001- 2024 og að öllu jöfnu er ekki gert ráð fyrir íbúðarbyggð eða hótelum. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 - 16.15, frá 14. maí til og með 25. júní 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 25. júní 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 14. maí 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.