Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 Fréttir DV Birtist óvænt í Bagdad Donald Rumsfeld, vam- armálaráðherra Bandaríkj- anna, birtist óvænt í Bagdad í gær ásamt Ric- hard Myers, formanni bandaríska herráðsins. Með heimsókninni vildi Rumsfeld freista þess að slá á reiðiöldur vegna frétta af pyntingum og illri meðferð hernámsliðsins á írökskum föngum. Ljósmyndir af pyntingunum hafa valdið reiði um allan heim og þess hefur verið krafist að Rumsfeld segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann þó ekki gera enda hefur hann fullan stuðning Bush forseta. Rúmlega 700 bandarískir hermenn hafa látið lífið í írak frá því að Bush tilkynnti að stríðinu væri lokið fyrir ári. Nýrforstjóri Kaupás Eftir að Kaupás bætt- ist í Norvíkur-liðið seint á síðasta ári hefur verið unnið að endurskipu- lagningu samsteypunnar og nýtt skipurit er kom- ið. Helstu breytingar em þær, að Sigurður Arnar Sigurðsson, sem var framkvæmdastjóri versl- anasviðs BYKO, tekur nú við sem forstjóri Kaupáss og Eysteinn Helgason verður framkvæmda- stjóri innkaupasviðs Kaupáss. Starf fram- kvæmdastjóra matvöru- svíðs hefur verið lagt niður. Munt þú horfa á hrúðkaup Friðrilcs ogMaríu? Snorrí Ásmundsson forsetaframbjóöandi „Nei, ég hefvarla tíma íþað. Samt finnst mér svona brúð- kaup mjög rómantísk og falleg og gaman þegar fólk giftist - sérstaklega prinsar og prinsessur. Hann segir / Hún segir „Nei, ég ætla ekki að fylgjast með því. Hefákaflega lítinn áhuga á kóngafólki. Mér finnst Dorrit í raun vera ókrýnd drottning Islands." Steinunn Ólína, ieikkona Davíð Oddsson, settur dómsmálaráðherra, tók við áliti umboðsmanns vegna skip- anar Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem hæstaréttardómara. Umboðsmaður beygður eftir símtal frá forsætisráðherra. íhugar að tilkynna Alþingi formlega um ógnandi afskipti ráðherrans. Forsætisráölm sagður liafa hátað umboðsmanni Davíð Oddsson forsætisráðherra er sagður hafa hringt í Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþingis, eftir að hann fékk í hendur álit umboðsmanns um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara sem felur í sér áfellisdóm yfir vinnubrögðum dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra var á þessum tíma settur dómsmálaráðherra í fjar- veru Bjöms Bjamasonar og tók við álitinu um skipan frænda síns í byrj- un maí. Heimildir DV herma að Tryggva hafi verið mjög brugðið eftir samtalið og að hann hafi reifað þann möguleika við nokkra aðila að rita Al- þingi bréf vegna framkomu ráðherr- ans. Rökin fyrir bréfi til þingsins eru þau að þarna sé um að ræða óeðlileg afskipti eins embættis af öðm. Um- boðsmaður heyri beint undir Alþingi og því sé eðlilegt að upplýsa það um gang mála. Meðal þess sem umboðs- maður lýsti við trúnaðarmenn sína var að borið hefði á góma í samtalinu að ráðherrann hefði sagst ganga með áliti sínu erinda þeirra umsækjenda sem hafnað var. Þá hefur Tryggvi lýst því að skilningur hans hafi verið sá að Davíð hafi hótað því að hann yrði „Efsatt reynist þá er þarna um að ræða samskipti sem ekki eiga að verða milli þessara aðila." ekki skipaður að nýju í stöðu stna þegar sá tími rennur upp að rúmum þremur ámm liðnum. Heimildar- mönnum DVber saman um að Tryggva sé mjög bmgðið eftir samtalið sem hann lýsir að hafi einkennst af heift. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og einn þeirra umsækjenda sem hafnað var seg- ist hafa heyrt af meintu símtali for- sætisráðherra við Tryggva Gunnars- son umboðsmann Alþingis. „Ef satt reynist þá er þama um að ræða samskipti sem ekki eiga að verða milli þessara að- ila í stjómkerfinu. Umboðs- maður starfar sjálfstætt og er óháður stjórnvaldi á borð við forsætisráðherra," segir Eirík- ur. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, segir að ef þetta reynist rétt þá sé þarna um að ræða einræðistilburði. „Þetta er miklu al- varlegra en að taka höfund Bláu handarinn- ar, Hallgrím Helgason, á teppið. Það er óhjákvæmUegt að taka málið upp á vettvangi Alþingis. Þingið verður að verja sjálfstæði sitt og eftirlitsstofn- ana sinna,“ segir Helgi. Tryggvi Gunnarsson vUdi ekkert tjá sig um málið. m .c. S/m Tryggvi Gunnars- Eiríkur Tómasson Helgi Hjörvar Það son íhugaði að skrifa Alþingi bréf Segir að forsætisráð- er óhjákvæmilegt að herra eigi ekki að taka málið upp á vegna afskipta for- hafa afskipti af um- vettvangi Alþingis. sætisráðherra. boðsmanni. >*< % > Davið Oddsson Umboðsmanni Alþingis var mjög brugðið eftir sím- tal frá settum dómsmálaráð- DV sendi Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra eftirfarandi tölvuskeyti með spurningum: Ágæti Davíð! Með bréfi þessu óska ég eftir upp- lýsingum um símtal sem þú áttir við umboðsmann Alþingis eftir að þú fékkst í hendur, sem starfandi dómsmálaráðherra, álit umboðsmanns vegna ESjföl ' 7-V skipunar Ólafs Barkar Þorvaldssonar sem hæstaréttardómara. 1. Hvert var tílefni «S símtalsins af þinni hálfu? 2. Hvert var efnislegt inni- hald þess sem þú hafðir fram að færa í símtai- inu? 3. Hver er skoðun þín á áliti umboðsmanns? 4. Telur þú að umboðsmaður hafi gengið erinda umsækjenda sem hafhað var sem hæstaréttardómurum? Davíð hafði enn ekki svarað þegar DV fór í prent- un. rt@dv.is Hæstiréttur telur Stein Ármann ósakhæfan Sýknaður af ákæru um manndráp Steinn Stefánsson Var sýknaðurvegna ósakhæfis. Steinn Ármann Stefánsson var sýknaður af því að hafa orðið öðrum manni að bana. Hæstiréttur stað- festi dóm héraðsdóms þess efnis í gær. Manndrápið átti sér stað í íbúð við Klapparstíg í september 2002. Héraðsdómur taldi sannað að Steinn hefði stungið manninn með hnífi í brjóst, kvið og framhandlegg. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu. Steinn Ármann Stefánsson hlaut á sínum tíma dóm upp á sjö ár fýrir kókaíninnflutning. Hann var hand- tekinn eftir mikinn eltingarleik við lögreglu. Þegar Steinn losnaði úr fangelsi drap hann manninn á Klapparstíg. Þá hafði fjölskylda hans leitað úrræða fyrir hann þar sem Steinn átti við geðræn vandamál að stríða. Fjölskyldan óttaðist að hann myndi hugsanlega fremja voðaverk vegna veikinda sinna. Héraðsdómur mat svo að Steinn væri ósakhæfur og allt benti til að hann stríddi við geðklofa með of- sóknarkennd. Því hafi hann ekki ver- ið sakhæfur þegar morðið var framið. Hæstiréttur féllst á þau rök og á Steinn því að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun; enda hættu- legur umhverfi sínu. Vilja baðverði af báðum kynjum Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur sent frá sér beiðni um aukið íjármagn til baðvörslu í íþrótta- húsi skólans. Félagið telur með öllu óviðunandi að aðeins er ann- að hvort karl eða kona á vakt hverju sinni. í tilkynningunni segir að í öllum öðrum íþrótta- húsum séu bæði karl og kona á vakt og krefjast því foreldrarnir að baðvarsla verði með sama hætti í Víðistaðaskóla. Sigurður Björg- vinsson skólastjóri segir viss óþægindi geta hlotist af því að hafa ekki bæði konu og karl á vakt á sama tíma. Oft láti krakkarnir illa inn í klefanum og þá geti karl- kyns baðvörður ekki farið inn í kvennaklefann og öfugt. Sigurður segir foreldrana taka undir hans sjónarmið. Það vanti einfaldlega fjármagn til að kippa þessu í lið- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.