Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 Fréttir BV ~T Frekjugangur stórfyrirtækis Austurglugginn fjallar ít- arlega um brottrekstur Al- berts Geirssonar, útgerðarmanns á Stöðvarfirði, úr hafnarnefiid Aust- urbyggðar vegna þess að hann var ekki nógu liðlegur við að færa skip sitt úr höfn þegar Sam- herjatogarinn Björgólfur EA kom aðvíf- andi. Albert segir í viðtali við blaðið, sem kom út í gær, að hann íhugi framtíð útgerðar sinnar og telur það „fáránlegt að meirihluti sveitarstjórnar láti stjórnast af frekju stórfyrirtækis sem í þokkabót var ástæðulaus með öllu.“ Krafturí kolmunna Kolmunnaveiðar ís- lenskra skipa hafa geng- ið mjög vel í vikunni við miðlínuna milli íslands og Færeyja. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum fiskvinnslustöðva nemur heildarafli ís- lenskra skipa nú tæpum 60 þúsund tonnum en alls hafa verksmiðjur tekið á móti rúmum 92 þúsund tonnum. Mis- munurinn stafar af lönd- unum erlendra skipa hérlendis. Af einstökum fyrirtækjum hefur Síldar- vinnslan tekið á móti langmestu af hráefni eða 42 þúsund tonnum. Óléttar borði fisk Það kemur sjálfsagt fáum á óvart hérlendis að fiskur sé meinhollur, ekki síst konum sem eiga von á sér. Nú hafa breskir vísindamenn við Bristol-háskóla gert viðamikla rann- sókn sem sýnir að fiskneysla á meðgöngu hefur mjög já- kvæð áhrif. Ellefu þúsund konur tóku þátt í rannsókn- inni og eru niðurstöðurnar í meginatriðum á þann veg að fóstrið vex hraðar og bet- ur ef konur neyta fiskjar. Segja vísindamennirnir að þar skipti ómega-3 fitu- sýrurnar hvað mestu. FriBrik Danaprins Friðrik ríkisarfi í Danmörku er geðþekkur og prúður drengur. Friðrik er hvers manns hugljúfi og traustur vinur vina sinna. Hann þykir mun afslappaðri en yngri bróöirinn Jóakim. Krónprinsinn er sterkur og þol- góður Iþróttamaöur sem með- al annars hefur keppt fyrir þjóð sína I siglingakeppnum Bræðurnir Sigurður, Dagbjartur og Eysteinn Bergþórssynir, hafa undirgengist að fá opinberan tilsjónarmann með félagsbúi sínu í Höfða í Þverárhlíð. Bræðurnir eru með yfir 2000 fjár þrátt fyrir að hafa aðeins húsakost fyrir 1200 kindur. Sigurður segir Gunnar Gauta Gunnarsson héraðsdýralækni leggja Höfða í einelti. Risaljárbú sakað vanfobrun „Sem betur fer hafa bæði bændur hér í sveitinni ásamt bæjarstjórninni staðið með okkur gegn ofríkinu." Þrír bræður sem búa félagsbúi á Höfða í Þverárhlíð í Borgar- firði hafa fengið settan yfir sig opinberan tilsjónarmann frá Borgarbyggð. Bræðumir hafa um langa hríð ekki fóðrað yfir 2000 kinda bústofn sinn sómasamlega að mati Gunnar Gauta Gunnarssonar, héraðsdýra- læknis í Borgarnesi. Þessu hafnar Sig- urður Bergþórsson, bóndi á Höfða, algerlega. Gunnar Gauti leggi Höfða- bændur í einelti. Fyrir um tveimur árum voru kind- urnar rúmlega 1900 talsins. Þá var ákveðið að fækka þeim verulega. Á annað hundrað fjár var þá ekið í slát- urhús og þriðja hundrað var flutt á aðra bæi. Samþykktu að fækka Gunnar Gauti héraðsdýralæknir segir bræðurna á Höfða hafa hunsað allar athugasemdir yfirvalda síðustu misseri. „Annað hvort var að fækka fénu niður í það sem telst eðlilegt og keyra afganginn í sláturhús eða að þeir samþykktu að fá á sig tilsjónarmann á vegum Borgarbyggðar. Tilsjónar- maðurinn hefur verið þarna á hverj- um degi síðasta mánuðinn og ber ábyrgð á þessu," segir Gunnar Gauti. Að sögn Gunnars Gauta hefur Sig- urður Bergþórsson, sem sé talsmað- Höfðafé Ærnar á Höfða virtust ágætiega á sig komnar þegar DV leit þar við i gær. Að sögn Sigurðar Bergþórssonar bónda er féð af svokallaðri forystuætt sem bæði hefurannað vaxtarlag en annað fé og er auk þess miklu litskrúðugra. ur félagsbúsins á Höfða, ennfremur skrifað undir samning þess efhis að fénu á Höfða verið fækkað niður í 1200. Það sé sú tala sem húsakostur- inn beri að hámarki samkvæmt skil- greiningum um rými fyrir hverja kind og aðgengi að fóðri. Eysteinn og Dag- bjartur heita bræður Sigurðar sem búa með honum á Höfða. Ærnar hafðar úti vetrarlangt Við síðustu talningu í janúar kom í ljós að kindurnar á Höfða voru sam- tals 2040. Þess utan er á Höfða um 100 hross og 30 nautgripir. Fyrir um tveimur árum var kind- unum á bænum fækkað um 400 vegna svipaðrar stöðu sem þá var uppi. Talning við það tækifæri gaf niðurstöðuna 1906 kindur. Það hefur því sigið í sama farið aftur og gott betur að sögn Gunnars Gauta. „Það er langt í frá húsakostur fyrir allt féð. Gæfan hefúr verið sú að það hafa verið með eindæmum góðir vet- ur að undanförnu. Þær höfðu það í sjálfu sér ekkert verra kindumar sem vom út í vetur heldur en þær kindur sem voru inni og komust kannski ekki á garðann. Þær kindur sem vom úti gátu þó valsað um,“ segir Gunnar Gauti. Að sögn Gunnars Gauta hefur ástandið á Höfða batnað mikið frá því að tilsjónarmaðurinn kom: „Það var reiknað út hvað þyrfti að gefa til þess að allar kindumar kæmust alltaf að og að engin væri í svelti. Nú em gefnar rúmlega 20 rúll- ur í staðinn fyrir um 10 rúllur eins og var," segir héraðsdýralæknirinn. Fé að skila sér allan veturinn „Það er aðallega plássleysið sem þeir hengja hatt sinn á en um það er bara ekkert deilt. Við eigum meira fé en við kæmm okkur um og höfum einmitt fargað talsverðu fé síðan talið var um daginn," segir Sigurður og út- skýrir hvers vegna féð er svo margt á Höfða: „Vegna þess hversu illa er smalað á búlausum jörðum hér í kring skilar okkar fé sér illa og kannski ffarn eftir öllum vetri. Þessar sífelldu heimtur em stór orsök þess að við emm með svo margt fé. Fækkun sláturhúsa ger- ir það síðan að verkum að það er erfitt að losa sig jafnóðum við förgun- arfé sem kemur seint," segir Sigurður sem reiknar með að fénu á heimajörð Höfða verði fækkað niður í 1400 í haust: „Um það var gerður samningur og við stöndum við hann,“ segir Sig- urður sem ber ekki saman við Gunn- ar Gauta héraðsdýralækni um hversu margar kindur húsin á Höfða rými. Sigurður segir 1400 kindur en dýra- læknirinn segir 1200. Mismunurinn skýrist af umdeildu útihúsi sem. Éta það sem þær þurfa Sigurður hafnar því al- gerlega að fé Höfðabræðra hafi verið vanfóðrað. Ráðu- nautar hafi sagt að engin skepna á Höfða liði fyrir van- fóðmn. Hann játar þó að ffá því að tilsjónarmaðurinn kom hafi fóðurgjöfin verið aukin. „Jú, það hefur verið bætt við til að þóknast þeim en þá situr heyið bara þar sem það er sett. Skepnurnar láta ekkert segja sér hvað þær eigi að éta mikið. Það er allstaðar hey sem þær ganga í. Kindur sem venjast þessu verða staðbundnar við heyið. Þær hvarfla kannski aðeins sér til skemmtunar en svo koma þær bara aftur í heyið," segir Sigurður. Galdrabrenna Aðspurður um ástæður þess að félagsbúið á Höfða hefur sætt endurteknum afskipt- um yfirvalda segir Sigurður þær illskýranlegar með málefnalögum rökum: „Þetta er bara einelti. Á Vestfjörð- um vom menn brenndir ef einhver hærra settur fékk kveisu. Aðferðin hér er sú sama. Sem betur fer hafa bæði bændur hér í sveitinni ásamt bæjarstjórninni staðið með okkur gegn ofrikinu," segir Sigurður. Rekstrargmndvöll sauðfjárbænda segir Sigurður alla vita að sé ákaflega hæpinn. Á Höfða sé hins vegar svo margt fé að reksturinn er ágætur - burtséð frá kostnaði vegna aðgerða yfirvalda: „Einu kröggurnar sem við erum í em út af þessum ofsóknum. Þeir skáka í því skjóli að þeir vita að sauð- fjárbændur hafi ekki meirn úr að spila en til heimilshaldsins. Við höfðum ekki bolmagn til að vísa okkar málum til Hæstaréttar eða mannréttinda- dómstóls," segir Sigurður Berg- þórsson. gar@dv.is Sigurður Bergþórsson „Vegnaþess hversu illa er smalað á búiausum jörðum hér \ I kring skilar okkar fé sér illa og kannski fram eftir öllum vetri. Þessar sifelldu heimtur eru stór orsök þess að við erum meðsvo margt fé, “ segir talsmaður féiagsbúsins á Höfða. Skjár 1 kvartar yfir RÚV Baugur fær ódýrari auglýsingar en segir prósentutöluna íjarri lagi. „Það að veita stómm fyrirtækjum afslátt af auglýsingum er eitthvað sem hefur alltaf viðgengist á þessum markaði," segir Markús Öm. „Það er samkeppni í gangi og við tökum þátt í henni." „Mér fmnst gagnrýni Magnúsar ekki eðlileg í ljósi þess að hann gefur sér kol- rangar forsendur," segir Markús sem ekki vill upplýsa hversu mikinn afslátt Baugur fái. „Það er trúnaðarmál," segir útvarpsstjóri. „Það er súrt að RÚV gefi Baugsfyrir- tækjum afslátt af auglýsingum," segir Magnús Ragnarsson, dagskrárstjóri Skjás eins. Magnús segir að í krafti stærðar sinnar fái Baugur sérstakan af- slátt á auglýsingum hjá fjölmiðlum. Þetta sé eitthvað sem allir viti en þegar hann komst að því að RÚV veitti Baugi allt upp í 50% afslátt, á sama tíma og af- notagjöld hækki, varð honum nóg boð- ið. „Þetta kom fram á fundi mennta- málanefndar sem ég, Sigurður G. og Gunnar Smári sátum," segir Magnús. „Svona afslættir tíðkast auðvitað í einkageiranum en mér finnst ótækt að RÚV veiti Baugi slíkan afslátt." Markús Örn Antonsson segir það alrangt hjá Magnúsi að Baugur fái upp í 50% afslátt af auglýsingum hjáRÚV. Hann játar því þó að Baugur fái afslátt af auglýsingum Magnús Ragnars- Markús Örn Ant- son dagskrárstjóri onsson útvarpsstjóri Skjás eins Grænfriðungar senda póst frá Þýskalandi íslendingar fá áróðursbréf Fjöldi íslendinga hefur fengið bréf send frá Þýskalandi þar sem rökum er komið á framfæri gegn hvalveiðum. í bréfunum, sem em á íslensku, er kom- ið á framfæri þeim sjónarmiðum að fs- lendingar græði meira á því að vemda hval en veiða hann. Engar röksemdir em um að hvalastofnamir hljóti skaða af veiðunum. Utanríkisráðuneytið fann sig knúið úl að senda fréttatilkynningu um mál- ið í gær: „ Því ber að fagna að Grænfrið- ungar viðurkenni að hrefrmstofninn við fsland sé vel á sig kominn, en jafn- framt er rétt að benda á að markmið hinnar íslensku rannsóknaráæúunar varðandi hrefnu er ekki að fækka í hrefnustofninum, heldur að auka vís- indalega þekkingu á honum og hlut- verki hans í vistkerfi hafsins." ÆÚun Grænfriðunga er að vekja ís- lendinga til vitundar um að vísinda- veiðar á nokkmm tugum hrefna í haf- Áróður f Berlín Grænfriðungar eiga sér sterkar rætur i Þýskalandi. I fyrra plöntuðu þeir 12 metra löngum hval á Zugspitze, hæsta tind Þýskalands, og sögðu að 300 þús- und hvalir og höfrungar væru drepnir árlega. inu við landið séu rangar út frá efna- hagslegum forsendum. Grænfriðungar em á leiðinni hingað til lands í næsta mánuði með skipinu Esperanza, því nýjasta í flota samtakanna. Nafn skips- ins er á spænsku og merkir von. Þeir æda að halda umhverfisráðstefnu á landinu í sumar um vemdun Atiants- hafsins. jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.