Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 17 Skírlífi fyrir hjónaband Þrjátíu bandarískar hreinar meyjar og hreinir sveinar eru í krossferð í Bredandi um þessar mundir til þess að innprenta breskri æsku skírlífi - boðskapurinn er í stuttu máli að öruggt kynlíf sé ekkert kynlíf. Hóp- urinn tilheyrir samtökum sem kallast Silfurhringurinn og hver sá sem vill heita skírlífl getur keypt sflfur- hring á rúmar þúsund krón- ur ákvörðun sinni tíl stað- festingar. Silfurhringurinn nýtur stuðnings Bandarfkja- stjórnar enda hefur Bush forseti lagt mUda áherslu á mikUvægi skírlífis fyrir hjónaband. Barnaþrælk- un bönnuð Stjórnvöld í Túrkm- enistan hafa lagt blátt bann við barnaþrælkun og því að börn á skóla- aldri vinni almennt. Afar algengt er að þúsundir skólabarna vinni hörð- um höndum við bómull- arframleiðslu fyrir Vest- urlönd. Að sögn forseta landsins er vandamálið útbreitt. Barnahjálp SÞ fagnar banninu en bendir á að það þurfl átak tU að framfylgja því. Hvatttil barneigna Áströlsk pör eiga þjóð- inni skuld að gjalda og hún felst í meiri dugnaði við barneignir. Þetta er skoðun Pauls Costello fjár- málaráðherra. „Nú skuluð þið halda heim og sinna skyldu ykkar við land og þjóð í kvöld," sagði Costello í ávarpi sem hann hélt tU að tUkynna að stjórnvöld ætluðu að greiða 150 þúsund krónur með hverju barni sem fæddist eftir næstu mánaðamót. Costello segir ekki nóg að eiga tvö börn, sjálfur á hann þrjú: „Fólk á að eign- ast eitt fyrir föðurinn, ann- að fyrir móðurina og það þriðja fyrir þjóðina." Hasspípu- slóðir á Suðurnesjum Sjö heimagerðar hass- pípur hafa fundist á hafn- arsvæði Njarð- víkur á síðustu tveimur mán- uðum. íbúi í Njarðvík sem býr nálægt hafnarsvæðinu hefur fundið hasspípurnar í gönguferðum um svæðið. Pípurnar eru útbúnar úr hálfs lítra plastflöskum þar sem álpappír hefur verið komið fyrir á stút hverrar flösku. Víkurfréttir greina frá þessu og hafa jafhframt eftir lögreglu að svipaðar hasspípur hafi fundist á Stapanum og í Grófinni, auk þess sem hasspípur hafi fundist á hafnarsvæð- inu í Grindavík. Hjálmar Árnason í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið. Er matvælamarkaðurinn í lagi? Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins ræddi mikið um matvælamarkaðinn í umræð- unni um fjölmiðlafrumvarpið á Al- þingi. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvort allt væri í lagi á þeim markaði og gaf í skyn að markaðsráðandi staða Bónusversl- ana hefði valdið hærra matvöru- verði. í máli sínu sagði Hjálmar m.a.: „Hins vegar vekur það athygli mína, frú forseti, að á síðustu misserum hefur verið heldur hljótt um Sam- fylkinguna hvað varðar fákeppni á einstökum sviðum og nefni ég sér- staklega matvörumarkaðinn. Hin æpandi þögn Samfylkingarinnar á því sviði hefur vakið athygli mína á síðustu messirum. Þá hlýtur maður að spyrja hvort það sé allt í lagi á matvörumarkaðnum," sagði Hjálmar. Hann rakti að í öðrum löndum þar sem markaðshlutdeild stærstu aðila færi ekki yfir þriðjung virtist matvöruverð lægst í Evrópu. Taldi Hjálmar að þar sem einn aðili hefði tögl og hagldir á markaði gæti hann stýrt verðlagi. „...með því að hafa fullkomið tak á birgjum sínum og með því að kaupa upp og/eða drepa af sér samkeppnisaðila. Þetta má telja, virðulegur forseti, eitt af brýnustu viðfangsefnum okk- ar, að koma á virkri samkeppni, ekki bara á matvörumarkaði heldur á hinum íslenska neytendamarkaði almennt vegna þess að það eru hagsmunir neytenda. Þetta eru staðreyndir sem ég nefndi af mat- vörumarkaði og þær skipta fólkið í landinu mest af öllu því allir þurfa að njóta matar," sagði Hjálmar Árnason í umræðu um fumvarp um eignarhald á fjölmiðlum. Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins Notaði tækifærið í ræðupúlti þingsins í umræðum um fjöl- miðlafrumvarpið til þess að fjaiia um matvöruverð i Evrópu. Stjörnumáltíð + CD ■iliiífc i’m lovin’ it McDonald's Kringlunní, Smáratorgí og Suðurlandsbraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.