Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 31
jyV Síðast en ekki síst FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 31 Að snapa fæting... Mig dreymdi í fyrrinótt að ég væri orðinn alþingismaður - Alþingi fór reyndar fram á róluvellinum við Hringbraut. Svo sagði ég eitthvað óvarlegt og Davíð Oddsson sem sat á ská í röðinni fyrir framan leit iilyrmis- lega á mig. Næsta sem ég vissi var að búið var að loka mig inni í einvhverri hlöðu. Kjallari Egill Helgason furðarsig á fárinu í þjóðfélaginu. Ríkisstjórn upp á kant við þjóðina Þetta hefur verið skrítinn vetur í pólitíkinni, á köflum frekar gúrkuleg- ur, en svo er allt í fári þess á milli. Rrk- isstjómin hefur verið upp á kant við þjóðina - og alveg jafnt stuðnings- menn sína - í hverju málinu á fætur öðru, nefnum eftirlaunamálið, íraks- stríðið, útlendingalögin, ráðningu hæstaréttardómara og nú fjölmiðla- frumvarpið. Maður hefði ímyndað sér að ráðherrar hefðu getað átt nokkuð rólega tíma - þannig er það oftast stuttu eftir kosningar - en í staðinn er l£kt og sumir þeirra leggi beinlínis lykkju á leið sína til að snapa fæting. Hér er því allt í krampaköstum með stuttu tnillibili - að miklu leyti vegna þess að óþol hefur gripið suma ráðherrana eftir langan feril og þeir eru farnir að gleyma almennri kurt- eisi. Traustið á ’ stjórnmálamönn- um hefur sjaldan verið minna - og það þrátt fyrir að allt sé með blóma í efnahagslíf- Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun telja 57 prósent að Davíð Oddsson sé ekki traustsins verður. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins er komið niður í 27 prósent - tölur sem hafa ekki sést síð- an Þorsteinn Pálsson átti í höggi við Albert. Er furða þó stjómmálafræð- ingar tali um þreytu meðal kjósenda? Æ skrítnari tíðindi Meðfram er maður farinn að heyra æ skrítnari ú'ðindi af ástandinu á stjórnarheimflinu: Af þingmanni sem játar í miklum hugaræsingi á knæpu að hann geti ekki annað en samþykkt fjölmiðlafrumvarpið, ann- ars sé voðinn vís fyrir sig. Af dúkuðu borði í horni kafflstofu Alþingis þar sem bara mestu fyrirmenni mega sitja. Af bræðiskenndum viðbrögð- um forsætisráðherra þegar fjölmiðla- skýrslunni var skrifað. Af ásökunum, mæltum fram af miklum þunga, um gamlar og grandvarar þingkonur sem eigi aðeins einn leiðtoga í lífinu - Jón Ásgeir. Fyrir utanaðkomandi - sem hefur svosem ekki meiri innsýn inn í þennan heim en hver annar - minnir þetta á eins konar bunker ástand, þar sem all- ir híma saman ofan í byrgi, úr sambandi við raunveru- leOcann, telja sig umsetna af óvinveittum öflum - og ætla aldrei að Ástþór tapar tombólunni „Við vOjum skOja við Ástþór í friði," segir Sig- urður Þórðarson, for- maður Lýðræðishreyfing- arinnar. Á stjórnarfúndi sem haldinn var í félaginu í byjun maí var Ástþór Magnússon felldur úr stjórninni. Lýðræðis- hreyfingin hefur stutt við bakið á Ástþóri í kosn- ingabaráttunni og er meðal annars skráð fyrir tombólunni sem skOa átti Ástþóri mOdum gróða. „Hann náði einfaldlega ekki kjöri aftur,“ segir Sigurður og bætir við að Ástþór sé afar ósáttur. „Hann hefur hótað okkur lögffæðingum og öllu illu en þetta er lýðræðishreyfing og Ástþór verður bara að sætta sig við hvemig lýðræðið virkar.“ Lýðræðishreyfingin er ekki ný af nálinni. Hún hefur starfað í nokkur ár og fannst á sínum tíma flla vegið að Ástþóri. Þeir komu því Ástþóri til hjálpar en nú em áherslurnar orðnar aðrar. „Við styðjum Ástþór enn að sumu leyti," segir Sigurður, „þó við séum ekki sáttir við aflt sem hann ger- ir. Hans tími var einfaldlega liðinn." Ástþór Magnússon segist ekki kannast við umræddan stjómarfund. Hann hafi ekki fengið fundarboð og því sé fundurinn greinflega ólöglegur. „Sigurður hefur grafið undan framboði mfnu síðastliðna mánuði," segir Ástþór. „Þetta er moldvörpustarfsemi og ég veit ekki á hvaða for- sendum hann er. Kannski annar fram- bjóðandi hafi ráðið hann tfl að skemma framboðið." Miklar deilur hafa staðið í lýðræð- issamtökunum undan- famar vikur. Ástþór boðaði stjómar- fund nýlega þar sem Sigurður var kos- inn út úr stjóminni. Sá fundur var boðaður með símbréfi með fjögurra daga fyrirvara. Sigurður brást hinn versti við og sagði fundinn ólöglegan á þeim forsendum að boða eigi stjómar- fúndi með sjö daga fyrirvara. Nú hefur leikurinn endurtekið sig nema Ástþór er kominn út úr stjóm- inni. Sú staða kemur honum afar illa þar sem tombólan sem Ástþór hefur í undirbúningi er skráð á nafn félagsins. Hann mun því hljóta töluverðan fjár- hagsskaða ef hann dettur úr stjóm- inni. „Ég hef boðað nýjan stjórnarfúnd á miðvikudaginn," segir Ástþór. „Hann er fúflkomlega löglegur og þar munum við klára þessi mál.“ simon@dv.is Athugasemd Það var greint frá því í DV í vikunni að bandarískur hermaður hefði ekki verið al- sáttur við veru sína i varnarliðinu á Kefiavíkurflugvelli. Hann fann íslendingum flest til foráttu og lagði til að ísiandyrði notað sem tilraunastöð fyrir kjarnorkusprengj- ur. Þegar málið er kannað nánar, kemur í Ijós að þessi hermaður, Scott McKenzie var að lýsa dvöi frá því fyrir um 25 árum síðan og lýsing hans er fjarri veruleika her- manna ídag. Þegar McKenzie þjónaði hér var, samkvæmt upplýsingum frá varnar- liðinu, allt annað umhverfi fyrir hermenn ennú er, mikiar hömlur á ferðalögum þeirra tii og frá varharsvæðinu og samskipti við íslendinga í lágmarki... viðurkenna að þeir geti haft nema rétt fyrir sér. Samt er svo einkennilegt að fyrir utan er nokkuð gott loft, næstum heiður himinn. Eða hvað á maður að halda um ff ásögn af því hvemig fjölmiðlamálið er afgreitt í allsherjamefnd þingsins? Hálftíma eftir að miklum langloku- fundi lýkur, þangað sem hefur borist mikið lesefiú og fjöldi manns komið fyrir nefndina, er sjö blaðsíðna nefndaráliti og breytingartiflögum dreift á þingfundi. Rikið það er ég - annars kæri ég mig koflóttan. Samheldni stjórnarliðsins byggir á valdboði Maður getur ekki varist þeirri til- hugsun að hálfgert upplausnar- ástand ríki í stjómariiðinu, þrátt fyrir eindregna viðleitni til að sýna sam- stöðu út á við. Samheldnin virðist byggja á valdboði, undirgefiú, met- orðafíkn, ótta; maður hlýtur að ætla að slíkt ástand geti ekki varað lengi, einn daginn muni aUt Uðast sundur. Bragð er að þá barnið finnur. Nú grípa til dæmis Sjálfstæðisfélag HU'ða- og Holtahverfis og Framsókn- arfélag Mýrarsýslu tfl þess ráðs að mótmæla fjölmiðlafrumvarpinu. Ég ímynda mér að í þessum félögum starfi rólynt sómafólk - þau verða seint talin athvarf fyrir uppreisnar- menn. Áþekk mótmæU sem berast víða vekja spumingar um hvernig flokks- starfi er núorðið háttað. Em flokks- menn yfirleitt hafðfi með í ráðum um nokkurn skapaðan hlut, eru mál rædd þversum og langsum í flokkun- um - eða em flokksmenn eins og pappaspjöld sem hægt er að stflla upp á landsfundum? Er lýðræðishaU- inn orðinn svo algjör að flokkarnfi eru einkaeign foringjanna til að ráðskast með að vild - lflct og írak, eft- irlaunamál og íjölmiðlafrumvarp vfiðast sanna? Nú vilja ráðamenn fara að efla Ríkisútvarpið - ég veit ekki betur en landsfundfi Sjálfstæðis- flokksins hafi margoft samþykkt að selja batteríið. Færri skálaræður með Michael Caine? Nú veit ég ekki hverrúg þessu fjöl- miðlamáU reiðfi af næstu dagana, ég held þefi hafi ætlað að klára það fyrfi helgina. Það tekst varla. Atburðarásin er mjög sérkennileg. Stjórnarand- staðan stendur uppi í pontu og er far- in að lesa úr Frelsinu eftfi Mfll. Ólafur Ragnar hraðar sér heim og vfiðist vera tilbúinn að sleppa konunglegu brúðkaupi í Kaupmannahöfn - skyldi það vera af ótta við að HaUdór Blön- dal verði látinn stelast tfl að skrifa undfi lögin? Ólafur er í frekar ruglingslegri stöðu. Valinkunnfi fræðimenn eins og Sigurður Líndal og Gunnar Helgi Kristinsson hvetja hann frekar tfl að skrifa ekki undfi lögin. Mefia en þrfi fjórðuhlutar þjóðarinnar vfiðast vera á móti þeim. I fyrra Ufi sínu, sem for- maður Alþýðubandalagsins, var Ólafur hins vegar áhugasamur um að sett yrðu lög á fjölmiðla. Helsti trún- aðarmaður hans er Sigurður G. Guð- jónsson, forstjóri Norðurljósa. Dóttfi hans vinnur hjá Baugi. Það er spurn- ing hvort maður Dorritar vfll hætta sínu góða lífi í póUtískum átökum. Það yrði þá minna af skálarræðum í veislum með Michael Caine. Þá er hægt að tala um valda- rán í vetur höfum við hlustað á mikið þref um valdsvið forsetans. Þegar nú blasfi við að hann kunni að þrýsta á öryggishnappinn, verður ekki betur séð en að málskotsrétturinn sé blá- kaldur veruleiki. Altént vfiðist ekki mikið gefandi fyrir þá lögskýringu Bjöms Bjarnasonar og fleiri að ráð- herrar fari í raun með synjunarvald- ið. Ef Ólafur skrifar ekki undfi, heyrfi maður varla að menn fari að hrópa - þetta er ómark, þú mátt þetta ekki, og láta svo Halldór Blöndal mæta með pennann. Þá væri lfldega hægt að tala um valdarán. Menn hafa haft þung orð um ástand sem hér kann að skapast ef forsetinn beitfi synjunarvaldinu. Vel má vera að hér komi upp stjórn- málakreppa um tíma. Kannski er þó óþarfi að mála það svo sterkum litum - við fengjum tfl dæmis blómstrandi umræðu um samspfl valdþátta í lýð- ræðisrfld og veitfi ekki af. Kannski er ákveðin uppstokkun í stjómmálalíf- inu Iflca tímabær. í versta falli sætum við uppi með að Ólafur Ragnar færi frá eða að Davíð færi, eða báðfi tvefi - en varla em það nein endalok þó þessfi sömu menn séu ekki alltaf við völd á íslandi. En Ólafur skrifar undir Að þessu sögðu tek ég fram að ég hef enga trú á því að Ólafur skrifi ekki undir. Hins vegar tel ég víst að lögin verði ekki að veruleika í núverandi mynd; það em tvö ár þangað til þau eiga að taka gildi - á þeim tíma verð- ur öllum Ijóst að þau ganga ekki upp. Ólafur mun leyfa þessu tækifæri að fljóta hjá og við munum áfram búa við þá mótsagnakenndu hefð að þjóðkjörinn forseti okkar er fyrst og ff emst puntudúkka - þessa daga birt- ist áhrifaleysi embættisins ekki síst í því að enginn býður sig ffarn í for- setakosningunum nema vitleysingar. Var þetta satt með drauminn í upphafi greinarinnar? Jú, hreina satt! í nótt dreymdi mig svo að ég væri ráðherra, held að ég hafi átt að fara með samgöngumál, en fann ekki dagskrána mína og vissi ekki hvar ég ætti að mæta á fund. * w um allt land a Nýttu eigin orku og vertu með! ■ Skráning og nánari upplýsingar www.isisport.is Island áÍðí >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.