Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2004, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ2004 Fréttir 0V Ábyrgirfeður ræða málin Félag ábyrgra feðra gengst fyrir málþingi í fé- lagsmiðstöðinni Ár- skógum 4, nk. laugar- dag kl. 14.00. Titill málþingsins er Feður og börn á nýrri öld. Frummælendur eru Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur, Marteinn St. Jónsson sálfræðingur, Dögg Páls- dóttir hrl. og Garðar Bald- vinsson formaður Félags ábyrgra feðra. Málefni feðra og barna eru því mið- ur í miklum ólestri hér á landi. Brotist inn eftirskilnað Lögreglan í Reykjavtk hafði afskipti af þremur manneskjum um tvö- leytið í fyrrinótt. Fólkinu hafði tekist að brjótast inn í stigagang fjölbýlis- húss í austurborginni. Lögregluna bar að um það leyti sem fólkið var að reyna að brjótast inn í eina íbúðina. Reyndu fólkið að ílýja af vett- vangi en lögreglan náði því á hlaupum og flutti á lögreglustöðina. Fólkinu var svo sleppt að lokinni skýrslutöku er í ljós kom að ekki var um tilraun til innbrots að ræða heldur erjur eftir sambúðarslit eins úr hópnum og konu er bjó í íbúðinni. Fjárfest í heilbrigði Á fundi heilbrigðismála- ráðherra OECD-landanna í París kom fram hjá ílestum heilbrigðis- ráðherrunum þeirra 30 ríkja sem eru á fundinum að fremur bæri að líta á kostn- aðinn við heilbrigðis- þjónustuna sem fjár- festingu hvers samfé- lags í stað þess að skil- greina hann sem útgjöld, eða eyðslu. Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra sit- ur fund heilbrigðismálaráð- herranna en í gær var gert ráð fyrir að heilbrigðis- og fjármálaráðherrar land- anna funduðu saman. Landsíminn Kári Rafn Sigurjónsson „Það liggur svo sem furðu ágætlega á mönnum hér á þessu viðurkennda láglauna- svæði. En það eru allir að tala um pólitíkina í landsmálun- um,“segir Kári Rafn Sigurjóns- son vélvirki á Hvolsvelli. „Það sem hægt er, því menn eru næstum orðlausir yfir látunum í Davíö og félögum og jafnvel eru framsóknarmenn litnirhorn- auga, þvl þeirra afstaða kemur á óvart. Það er svo sem ýmsu við að búast afsjálfstæðis- mönnum og fáu góðu, en verra er að meintir miðjumenn í Framsókn skuli vera komnir svo langt til hægri. Hvað Baug varðar, þá eru menn þar sjálf- sagt engir englar, en þeir bjóða upp á lágt vöruverð og fólk fer héðan allar götur til Selfoss að versla vegna verðlagsins." Starfsmenn Reykjavíkurborgar rifu hjólabrettapall sem krakkarnir í Vogahverfinu voru að byggja sér. Foreldrum var sagt að börnin mættu ekki vera með neitt dót að leika sér að. leiksvæð barnanna Á leiksvæði milli Drekavogar og Sigluvogar eru vegasalt, rólur og sandkassi fyrir börn og líka malbikað plan sem einhvern tíma þjónaði sem körfuboltavöllur. Fyrir nokkrum dögum tóku krakkarnir í hverfinu sig til og byrjuðu að smíða sér hjólabretta- pall á planinu en þá brugðust borgaryfirvöld við. „Við höfum verið að dáðst að því hvað það er búið að vera mikið lrf í vor á þessu annars auða svæði. Þarna hafa verið strákar á aldrinum átta til tuttugu ára að leika sér sam- an á hjólabrettum. Þeir eldri voru að kenna þeim yngri og þeir voru búnir að smíða sér stökkpalla sem þeir drösluðu heim á kvöldin og fóru svo aftur með á planið á daginn," segir íbúi í hverfinu. Svo mikill var áhuginn og leik- gleðin að þeir ákváðu að byggja sér stóran og almennilegan stökkpall. „Nokkrir foreldrar tóku sig til, lögðu til peninga, keyptu spýtur og plötur, svo hófst smíðin í síðustu viku. Á föstudaginn var pallurinn orðinn það stór að meiriháttar tilfæringar þurfti til að færa hann í burtu þannig að þeir skildu hann eftir hálfsmíðað- an. Snemma á laugardagsmorgun mæta starfsmenn Hverfamiðstöðv- arinnar og rífa niður stökkpallinn og flytja brakið í burtu. Þeir hefðu getað talað við krakkana og beðið þá að færa pallinn burt,“ segir íbúinn. Síðan þetta gerðist hefur ekki sést krakki á svæðinu fyrir utan einstaka smábarn með fötu og skólfu. Nokkrir foreldrar tóku málið í sín- ar hendur og leituðu til Reykjavrkur- borgar eftir svörum við þessu sorg- lega máli. „Það hafði víst einhver kvartað undan drasli á leiksvæðinu," sagði foreldri. „Við fengum ýmis svör eins og: „Jú, jú, börnin mega leika sér þarna en þau mega ekki vera með neitt dót til að leika sér að ...“ Annars staðar var okkur sagt að það ætti að koma upp hjólabrettaaðstöðu í Tónabæ í Safamýri en maður er nú ekki tilbúinn til að senda átta, m'u ára stráka alla leið þangað. Við viljum hafa börnin okkar hér í hverfinu." Yfirvaldið Starfsmaður borgarinnar rifur niður nýsmiðina. Eitt foreldri fékk þau svör að það væri góð aðstaða á Ingólfstorgi alla leið niðri í miðbæ. „Við skiljum bara ekki af hverju börnin mega ekki leika sér á leik- svæðinu. Þetta er mál fyrir krakk- ana, þau voru sjálf að smíða þetta með aðstoð foreldra, koma sér upp einhverri aðstöðu og það hefði mátt koma betur fram við þau. Að þau hefðu fengið tækifæri til að færa þá pallinn eitthvað, finna ein- hvern stað hér í nágrenninu. Planið er ekkert notað og við skiljum bara hreint ekki af hverju þau mega ekki Vor í lofti Krakkarnir að smiða hjólabretta- pallinn. leika sér þarna. Þetta er sorglegt," segir foreldri. „Það er nú víst ekki of mikið um að krakkar hafi sjálfir frumkvæði að því að leika sér úti við þessa dagana, svo það er óskilj- anlegt að borgin skuli með þessum hætti skjóta slíkt frumkvæði nið- ur." Planið Hjólabrettapallurinn horfinn og leik- gleðin líka. Hjá Hverfamiðstöðinni á Mikla- túni fengust þær upplýsingar að ef að kvartað væri út af drasli eða dóti á leiksvæðum eða öðrum almenn- um svæðum í umsjá Reykjavíkur- borgar væri það fjarlægt. En vissu- lega hefði mátt athuga þetta til- tekna mál betur. ESB ákveður í dag Óttast refsitoll ESB á lax Búið er að draga íslenskt laxeldi inn í umræðuna um refsitolla í rrkj- um Evrópusambandsins. Um þetta var fjallað á fréttamiðlunum Intra- fish.com og skip.is í gær. Þetta gæti komið fyrirtækjum illa sem hvað mesta fjármuni hafa lagt í uppbygg- ingu fiskeldis hér á landi, þar á með- al Samherja. DV fjallaði um þetta mál fyrir nokkru og kom þá fram að Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra hefði fjallað um málið í árs- skýrslu sinni til Alþingis. Sagði hann í skýrslu sinni að forráðamenn ESB hefðu skilning á sjónarmiðum ís- lendinga. Laxeldismenn í Bretlandi og á ír- landi hafa beðið ESB um að setja refsi- eða verndartolla á innfluttan eldislax frá Noregi, Færeyjum og Chile til þess að verja laxeldisiðnað- inn í löndum Evrópusambandsins. ísland er nefnt í sömu andrá og hin löndin í innanhússplaggi nefndar- manna framkvæmdastjórnar ESB. Rannsókn hefur nú staðið yfir í nokkurn tíma um ógnun innflutn- ings frá þessum löndum á laxeldi innan sambandsins en í dag mun nefndin koma saman og taka ákvörðun varðandi refsitolla á inn- flutning frá þessum löndum. Á Intrafish kemur fram að líklegt sé að refsitollurinn verði allt að 40 ísl. kr/kg. Ekki er ljóst hvort íslenskir út- flytjendur fá þennan refsitoll á sig en innanhússplagg ESB gæti bent til þess að þannig færi. Skilríkjum, farsíma og vegabréfi stolið Málum Carr klúðrað og hún talin í hættu Innanríkisráðuneytið breska er í vondum mál- um eftir að nýjum skilríkj- um og farsíma Maxine Carr var stolið úr aftursæti bifreiðar í eigu starfs- manns ráðuneytisins í fyrradag. Carr hefur af- plánað dóm vegna aðildar sinnar að morðunum á skólastúlkunum Jessicu Chapman og Holly Wells, sem myrtar voru af þá- verandi unnusta hennar, Ian Huntley, í ágúst 2002. Margra mánaða vinna ráðuneyt- isins er þar með unnin fyrir gýg því búið var að finna Carr nýtt nafn og nýtt heimilisfang. „Við höfum lagt hart að okkur við að kortleggja nýtt líf fyrir Maxine Carr. Þetta hefur verið mikil vinna sem nú er að engu orðin," sagði háttsettur embættis- maður ráðuneytisins. Hann kvaðst jafnframt óttast að líf Carr kynni að vera í hættu en henni hafa borist margar líf- látshótanir undanfarin misseri. Hluti pappíranna fannst í gær en skaðinn er skeður þar sem þjófurinn hefur getað kynnt sér nýtt nafn og heimilisfang Carr. Til stóð að hún byrjaði nýtt líf í dag en óvíst er að af því geti orðið. Lygari Maxine Carr varstað- in að skelfilegum lygum eftir morðin á litlu stúlkunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.