Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar:
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
fonseta- ?
embættiO *
1. Hver var fyrsti forseti ís-
lands?
2. Hverjir kusu hann upp-
haflega til starfans?
3. Hver var sá sem fékk at-
kvæði á móti?
4. Við hvaða götu hefur for-
seti íslands nú skrifstofur?
5. Hversu oft hafa almennar
forsetakosningar farið fram
á íslandi og hvenær?
Svör neðst á síðunni
Slæm staða
Fréttirnar um pyntingar
áföngumífrak
virðast hafa
veikt stöðu
Bush forseta al- L
varlega samkvæmt skoð-
annakönnunum í
Bandaríkjunum yfir
helgina. Danski forsætis-
ráðherrann Anders Fogh
Rasmussen er einnig í
slæmum málum því
Jyllands-Posten lýsti því
yflr í mjög óvenjulegum
leiðara í síðustu viku að
stríðið í írak væri þegar
tapað.
Á sama tíma kemur fram
í skoðanakönnunum
vestanhafs að almenn-
ingur þar í landi er kom-
inn á þá skoðun að þetta
stríð þjóni ekki hags-
munum Bandarfkja-
manna.
Rúslana
I Morgunblaöinu í gær var
með réttu kvartað undan
því að Gísli Marteinn Bald-
ursson hefði þrástagast í
lýsingu sinni á Eurovision-
keppninni á því að kepp-
andinn frá Úkraínu héti
Ruslana en í reynd héti hún
Rúsiana. Þessi misskilning-
urárót sína að rekja til
þess að„ú“ er varla til í öðr-
um tungumáium en ís-
lensku og t.d. enskumæl-
andi menn verða því ein-
faldlega að vita hvernig
nafniö er borið fram til að
gera það rétt. En ástæðu-
laust er fyrir okkur íslend-
inga annað en skrifa nafnið
með ú-i. Einföld
grundvallarregla
um hvernig staf-
setja skal erlend nöfn er að
efnafnið er á sínu máli
skrifað með öðru letri en
því iatneska.þá skrifum við
nafnið eins og það hljómar
á ísiensku, en eltumst ekki
við stafsetningu t.d. Eng-
lendinga.
Svörviö spumingum:
1. Sveinn Björnsson - 2. Alþingismenn - 3.
Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi - 4. Sóleyj-
argötu - 5. Fimm sinnum: 1952, 1968,
1980,1988,1996.
Málið
Að kunna
Kládíus, Kalígúla og Neró byrjuðu vel
sem rómverskir keisarar, en misstu
smám saman jarðsamband. Um-
kringdir viðhlæjendum fóru þeir að haga
sér undarlega og sfðan að halda sig guð-
dómlega og urðu að lokum afleitir keisarar.
Slík eru örlög margra valdamanna með
óheflað sjálfsáUt.
Lýðræðiskerfið reynir að komast hjá
þessum vanda með því að skipta út valdhöf-
um í tæka tíð, áður en þeir telja sig goðum-
líka og ómissandi. Stundum hefur þetta
ekki tekizt. Þannig enduðu Helmut Kohl
Þýzkalandskanzlari og Francois Mitterand
Frakklandsforseti feril sinn með skít og
skömm.
Landsfeður þurfa að átta sig á, hvenær er
kominn tími tfi að hætta, þótt kjósendur
hafi ekki vit fyrir þeim. Urho Kekkonen
þaulsat sig inn í bamdóm og Margaret
Thatcher var hrakin ffá völdum. Charles de
GauUe hafði hins vegar vit á að draga sig í
hlé, ekki bara einu sinni, heldur tvisvar.
Upp hlaðast einkenni þess, að kominn sé
tími á Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Verst er, að hann skuU vera með forseta fs-
lands á heUanum og láta ekkert færi hjá sér
fara tíl að efha tii ilíinda á toppi þjóðfélags-
að hætta
ins. Það er fyrir utan alla mannasiði, sem
flestum okkar voru kenndir í æsku.
Það er vont, þegar forsætisráðherra er
með einstaklinga á heUanum og stýrir
stjórnkerfinu með hUðsjón af því. Það er
vont, þegar hann hringir í embættismenn
og fer undir rós með hótanir. Það er vont,
þegar hann kaUar rithöfund á teppið og fer
með skrítnar einræður, sem hneyksla við-
mælandann.
Það er vont, þegar forsætisráðherra talar
um svoköUuð hreðjatök í póUtfidnni, rétt
eins og hann hafi horft á of margar maffu-
kvikmyndir. Það er vont, þegar forsætisráð-
herra fær hvað eftir annað reiðiköst og hag-
ar sér eins og iUa uppdreginn gö tustrakur,
sem reynir að koma Ulu af stað.
Það er vont, þegar forsætisráðherra garg-
ar á fólk á förnum vegi í húsakynnum AI-
þingis og lætur búa tU sérstakt horn fyrir sig
með dúMögðum borðum, þar sem hann
getur haft hirð viðhlæjenda kringum sig og
þarf ekki að sæta jarðsambandi. Hin fiókna
stéttaskipting umhverfis kónginn er afar
vond.
Það er vont, þegar forsætisráðherra læt-
ur setja sértæk lög um eftirlaun forsætis-
ráðherra, sniðin að meintum þörfum sfn-
um. Það er vont, þegar forsætisráðherra
lætur setja sértæk lög um Spron og önnur
um Norðurljós. Það er vont, þegar áhrifa-
fólk í flokknum skelfúr af ótta við kóng
sinn.
Eftir öU þessi ár er orðin spurning, hvort
flokkurinn hefur lengur efni á goðumlfkum
formanni og hvort þjóðin hafi efni á flokki,
sem sættir sig endalaust við goðumlíkan
formann.
Jónas Kristjánsson
Qgmundur lögspekingur Moggans
„Hins vegar vek ég athygli á
því að innan þings sem utan
eru mjög margir á því að
þetta frumvarp standist ekki
stjórnarskrá landsins. Og all-
fíestir lögspekingar sem kom-
ið hafa til þingnefnda til að-
fjalla um frumvarpið vara
okkur við því að samþykkja
það á þeirri forsendu."
MARGIR HAFA 0RÐIÐ til að vekja at-
hygli á hvernig fjölmiðlafrumvarp
Davíðs Oddssonar hefur gersamlega
ruglað öllum hefðbundnum víglín-
um í íslenskum stjórnmálum. Davíð
og strákarnir sem fyrrum boðuðu
sem mest frelsi í viðskiptalífi og á
ölium öðrum sviðum, þeir ganga nú
harðast fram í opinberum afskipt-
um. En ýmsir klassískir vinstrimenn
taka sér stöðu hinum megin. Á þetta
hefur verið bent í greinum hér í
blaðinu og víðar, t.d. skrifar Ingunn
Guðbrandsdóttir grein á Deigl-
una.com nýlega þar sem hún segir:
“Margir hafa velt því fyrir sér af-
hverju fjölmiðlafrumvarpið er fram
komið einmitt núna og afhverju
Framsóknarflokkurinn, með utan-
ríkisráðherra í fararbroddi, styður
það jafn einarðlega og raun ber
vitni. I umræðum um frumvarpið á
Alþingi hafa þingmenn Samfylking-
arinnar talað fyrir atvinnufrelsi en
þingmenn stjórnarflokkanna fyrir
nauðsyn þess að setja hömlur á eign
markaðsráðandi fyrirtækja í fjöl-
miðlum. Reyndarhafa sumir gengið
svo langt að líkja umræðunni við
„skiptidaga“ Skjás eins, þar sem
þáttastjórnendur skiptu um hlut-
verk hver við annan, Egill Helga
stýrði þá InnlitÚdit og Vala Matt
Silfrinu.
Afhverju leggur forsætisráðherra
frumvarpið fram einmitt núna?Get-
urþað verið að forysta Framsóknar-
DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra
vitnar til Vigdísar Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta, í grein í Mogganum
í gær þar sem hann leiðir rök að því að
forsetinn eigi ekki og megijafnvel ekki
skjóta til þjóðarinnar iögum sem Al-
þingi hefur undirritað. Sagði hún það
glöggt merki um að eðli forsetaemb-
ættisins væri hafíð yfír flokkadrætti að
enginn forseti hefði gripiö fram fyrir
hendur á lýðræöislega kjörnu Alþingi
sem tekið hefði ákvarðanir sínar með
lögmætum hætti.
Þetta er gott og biessaö. En Davíð er þó
á villigötum efhann álíturað Vigdís
hafi talið alveg útilokað að forseti beitti
fyrrnefndri heimild í stjórnarskránni.
Ofanvitnuð orð hennar eru úrMogg-
anum áriö 1993 en glöggur lesandi
hefur bent okkur á önnur orð sem hún
lét falla I fyrra í viðtali við Toyota-blað-
ið (Já! Toyota-blaðiði). Þar var Vigdís
spurð um afstöðu hennar til Kára-
Fyrst og fremst
flokksins styðji fjölmiðlafrumvarpið
vegna gagnkvæmni við Sjálfstæðis-
flokkinn? Er forsætisráðherrastóll-
inn þess virði?"
VIÐ VERÐUM AÐ SEGJA að sjaldan
hefur undrun okkar samt orðið
meiri yfir þessum nýju hlutverkum
sem ýmsir ftnna sig nú í og þegar við
lásum leiðara Moggans í gær en þar
hnjúka og virkjana á Austurlandi og
sagði:
“ÞEGAR ÉG VARIFORSETAEMBÆTT-
INU myndaði ég mér mjög ítarlega
skoðun um það hvenær ég myndi
neita að skrifa undir lög, nýta mér
vald forsetans í stjórnarskránni. Ég
var iðulega í læri hjá Ólafí Jóhann-
essyni, prófessor í lögfræði, sem skrifaði
þykka bók um stjórnarskrána en eihs
og alþjóð veit varð hann seinna forsæt-
isráherra. Tvennt hefði ég aldrei skrifað
undir. Efíslendingar álpuðust til aö inn-
leiða dauðarefsingu myndi ég vlsa þvl
til þjóðarinnar. Hið sama myndi ég
gera efislendingar, fyrir einhvern
fálkahátt myndu ákveða að selja land
einsog getið er um í miðaidabók-
menntum þegar Ólafur Noregskon-
ungur falaðist eftir Grímsey. Ég myndi
aldrei kvitta undir það að selja hluta af
landinu. Gæti verið að Kárahmjúka-
er Styrmir Gunnarsson enn við
sama heygarðshornið og mærir fjöl-
miðlafrumvarpið. Eins og kunnugt
er hafa flestir - en ekki allir - máls-
metandi lögspekingar sett fram
mjög miklar efasemdir um að fjöl-
miðlafrumvarpið stæðist stjórnar-
skrána og sumir þeirra jafnvel full-
yrt afdráttarlaust að það fæli í aug-
Ijós brot á þeirri nefndu skrá.
En nú hefur Morgunblaðið loks
fundið sinn prívat lögspeking sem
tekur af skarið. Fjölmiðlafrumvarp-
skrifað undiriög um Kárahnjúkavirkjun.
málið sé það að selja land? Þaö á að
sökkva landi sem er óafturkræft."
VIGDÍS TELUR SEM SAGTper se ekk-
ert athugavert við að forseti skjóti mál-
um til þjóðarinnar. Og hún gefur tii
kynna að það hefði hún eftil vill gert ef
henni hefðu verið færðir lagabálkar um
Kárahnjúkavirkjun meðan hún varí
embætti. Skiljanlegt kannski að virkjun-
armaðurinn Davíð sé ekkert að haida
þvíálofti...
ið brýtur ekki í bága við stjórnar-
skrá!
Það er ögmundur Jónasson
þingmaður Vinstri grænna.
Og ef einhver gæti nú sagt okkur
hversu líklegt hefði þótt fyrir bara
misseri síðan eða svo að í leiðara
Moggans væri vitnað í Ögmund
Jónasson sem sérstaks lögspekings
og sérfræðings í stjórnarskrárfræð-
um, þá skulum við éta hattinn hans
Reynis Traustasonar.
EN SV0 KEMUR NÁTTÚRLEGA í ljós að
Mogginn er ekki beint sanngjarn við
Ögmund í þessum leiðara, eins og
kemur reyndar fram á fréttasíðu
blaðsins. Ógmundur sagði vissulega
á Alþingi að hann hefði komist að
þeirri niðurstöðu eftir fund með
lögfræðingum í allsherjarnefnd að
frumvarpið bryti ekki í bága við
stjórnarskrána. En Ögmundur er
heiðarlegur maður og hann bætti
við: „Hins vegar vek ég athygli a' því
að innan þings sem utan eru mjög
margir á því að þetta frumvarp
standist ekki stjórnarskrá iandsins.
Og allílestir lögspekingar sem kom-
ið hafa tilþingnefhda til að fjalla um
frumvarpið vara okkur við því að
samþykkja það á þeirri forsendu."
Og Ögmundur kvaðst vilja taka slík
varnaðarorð hátíðlega, hvað sem
liði sinni eigin skoðun, og bera virð-
ingu fyrir skoðunum annarra hvað
þetta atriði snerti.
Þetta viðhorf mættu fleiri til-
einka sér - í staðinn fýrir að slíta orð
Ögmundar úr samhengi og nota
þau til stuðnings vafasömum mál-
stað í leiðara...
Vitnaðtil Vigdísar