Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2004, Page 31
r»V Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 18.MAÍ2004 31 Hlutverk stjórnmálamanna Stjórnmálamenn setja óneitan- lega mikinn svip á þjóðmálaumræð- una, enda hafa ákvarðanir þeirra og gjörðir mikil áhrif á líf allra. Rlfist er um virkjanaframkvæmdir, ráðning- ar, lagasetningar, skattprósentur, úthlutanir, niðurgreiðslur og for- gangsröðun í hinum og þessum málaflokkum og sjaldan ríkir full- komin sátt. Stjórnmálamenn eru gjarnan gerðir að blórabögglum í þessu samhengi þótt þeir h'ti lfldega flestir á sig sem skjólstæðinga kjós- enda sinna og reyni að vinna í sam- ræmi við það. Lexían af umræðunni Ef einhvern lærdóm er að draga af þjóðmálaumræðunni síðustu vikur Margir sem kvarta og kveina undan ríkis- stjórninni núna telja jafnvel að stjórnmála- menn eigi að hafa enn meiri völd en þeir hafa i dag, en á hinn bóginn tilheyra öðr- um flokkum en Sjálf- stæðis- og Framsókn- arflokkL Lexían i þeirra huga er sú að Davíð Oddsson sé geðstirður maður og þar við sitjL Geir Ágústsson vill að ríkið hafi sem ® mirmst völd yfir lífi Rp'® 1 sínu. \ Kjallari og mánuði ætti hann að vera að stjórnmálamönnum má ekki fela of mörg verkefni, og helst engin mikil- væg verkefni. Þeir þurfa ekki að taka tillit til allra sjónarmiða þótt ákvarð- anir þeirra hafi áhrif á aUa. Þeir geta ekki haldið öllum boltum á lofti og þar með ekki myndað fullkomna sátt í samfélaginu um eitt né neitt. Þetta er það sem aðgreinir hið opinbera frá hinum frjálsa markaði. Við getum skipt um viðskiptabanka ef okkur mislflcar vaxtakjörin og kjörbúð ef okkur mislíkar verð á niðursoðnum baunum, og þannig þaggað niður í eigin umkvörtunum. Við eigum hins vegar erfiðara um vik að skipta um rfldsstjóm þótt okkur mislfld kjörin sem hún býður, nema auðvitað með því að skilja alla vini og vandamenn eftir á landinu og flytja til útlanda. Til að komast nær því að skapa einhvers konar sátt liggur því beint við að fækka þeim hlutverkum sem em á hendi stjórnmálamanna. Hlutverk stjómmálamanna ætti fyrst og fremst að snúast um að skapa umgjörð sem allir geta starfað og lifað í, að sem mestu leyti eftir eigin höfði, en með þeim afleiðingum að fleirum h'ði bet- ur lengur en ella. Traustið lifir samt Nú þykist ég viss um að margir muni ekíd deila þeirri skoðun með mér að fækkun á verkefnum stjórn- málamanna leiði til betri sátta um gjörðir þeirra. Margir sem nú tala sem hæst um spillingu, ósanngjarn- ar lagasetningar og vafasamar mannaráðningar á rfldsstarfsmönn- um eru ekki á þeim buxunum að um sé að kenna röngum forsendum bak við ýmsar ákvarðanir stjórnmála- manna. Margir sem kvarta og kveina undan ríkisstjórninni núna telja jafnvel að stjórnmálamenn eigi að hafa enn meiri völd en þeir hafa í dag, en á hinn bóginn tilheyra öðr- um flokkurp en Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Lexían í þeirra huga er sú að Davíð Oddsson sé geð- stirður maður og þar við sitji. Hvern- ig má það vera að stjórnmálamenn njóti alltaf slflcs trausts að það nægi hreinlega að skipta um þá reglulega til að sætta landsmenn? Ekki sé ég að slflcur þankagangur sé innblásinn af mikilli skynsemi og yfirvegun. Fækkum verkefnum stjórn- málamanna Hvað sem líður hinu endalausa trausti á stjórnmálamönnum, þrátt fyrir að þeir hafi aldrei nokkurn tímann getað sætt alla á meðan þeir taka ákvarðanir fyrir alla, þá ætla ég samt að leyfa mér að stinga upp á einu: Fækkum verkefnum stjórn- málamanna, svo þeir geti sinnt þeim verkefnum betur sem eftir standa. Við getum valið hvaða dag- blöð við lesum, banka við stundum viðskipti við og bfl við kaupum, en á meðan ákveða stjórnmálamenn hvaða kjöt við borgum fyrir og hvaða iðgjöld við greiðum hvaða aðila í heilbrigðistryggingar. Stjórn- málamenn meina vel og vilja að öll- um líði sem best, en þeir geta hreinlega ekki haft yfirsýn yfir vilja og langanir þeirra sem lesa þessi orð, og hvað þá allra annarra. Vald yfir sjálfum sér ætti að vera hverj- um manni feikinóg. Sem minnst vald í sem fæstum málum ætti að vera hverjum stjórnmálamanni feikinóg. Hvar eru þau nú Steinunn Sæmundsdottip Steinunn Sæmundsdóttir varð landsþekkt á áttunda áratugnum fyrir frábæra frammistöðu á skíða- mótum. Steinunn fór á tvenna ólympíuleika, í Innsbruck 1976 og Lake Placid 1980. Flenni gekk vel á báðum leikum en hennar besti ár- angur er sennilega 18. sætið á heimsmeistaramóti. Steinunn gerðist síðar afrekskona í golfí- þróttinni og keppti á heimsmeist- aramótum og Norðurlandamótum auk móta hér heima. Hennar sveit náði þriðja sætinu á Norðurlanda- móti í eitt skiptið. Árið 1989 útskrifaðist Steinunn með B.Sc. gráðu í sjúkraþjálfun frá Háskóla íslands. Hún er einn sjö eigenda sjúkraþjálfunar Styrks. „Sjúkraþjálfunin er mjög gefandi starf enda árangurinn svo oft mik- ill og gleðilegur," sagði Steinunn í samtali við DV í gær. Hún segist enn stunda skíðaíþróttina en nú sem fjölskylduskemmtun. -r • Vefritið deiglan.com, hið frjáls- lynda og hægrisinnaða, heldur sínu striki þrátt fyrir að ritstjórarnir Þór- lindur Kjartansson og Borgar Þór Ein- arsson séu í fullu starfi hjá Frétta- blaðinu. Þeir bjóða jafnan upp á skoð- anakönnun og nú eru lesendur ritsins beðnir um að leggja mat á hvaða lið ber sigur af hólmi í ís- landsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Þegar þetta er skrifað þá eru Skagamenn efstir með 18 pró- sent atkvæða, FH-ingar í öðru sæti með 12 prósent. Skammt á eftir eru svo KR-ingar með 11 prósent en Fylkismenn eru aðeins með 3 prósent. „Aðrir" eru með 13 pró- sent samtals... Bolti eða sprengja íVesturbænum? Stuöningsmaöur KR skrifar. Sumarið komið, sumardagurinn iýrsti í Vesturbænum var þegar KR tók á móti FH úr Hafnarfirði í fyrsta leik ís- landsmótsins. Spennandi að sjá hvern- ig KR kæmi undan vetri. Liðið hefur ekki verið sannfærandi í vetur, þrátt fyrir viðunandi úrslit. Leikur KR hefur Lesendur einkennst af taugaveiklun og kannski hræðslu við Willum Þór þjálfara, sem stendur og öskrar á leikmenn sem þora ekki annað en gera eins og þjálfarinn segir, lflct og fótbolti gangi bara út á það að hafa þjálfarann góðan. Leikurinn, fótboltinn það er að segja, hjá KR-lið- inu er löngu hættur að vera skemmti- legur. Spilaður er vamarbolti, sem minnst áhætta tekin en mörkin og skemmtanagildi leiksins em í lágmarki. En þetta brást samt illa á laugardag- inn. Liðið lék illa, engin mörk og engin stig höfðust út úr þessum m'tíu mínút- um, og allra síst skemmtun. Willum veit greinilega hvernig hann vill að lið- ið spili og og er í viðbragðsstöðu á lín- unni ef leikurinn þróast ekki eftir hans höfði. Liðið þorir ekki að taka áhættu og menn em í því að sparka boltanum sem lengst frá sér svo þeir geti ekki gert fleiri mistök. Eins og það væri hræði- legt ef liðið reyndi að spila boltanum, hann gæti þá tapast, Willum gæti skammast og öskrað úr sér æðamar í hálsinum. Þegar maður horfir á leikinn ofan úr stúkunni þá sér maður ekki lið, heldur sér maður 11 skíthrædda einstaklinga sem hvetja ekki hver annan, hjálpa ekki hver öðrum, hvorki í vörn eða sókn. Berjast og vinna saman? Það var ekki upp á teningnum, frekar eins og menn væm að sparka sprengju sem væri al- veg við það að springa. Willum æptí há- stöfum ef ske kynni að einhver tæki upp á því að reyna eitthvað annað en þjálfarinn hefur lagt upp með. Hann virðist ekki hvetja þegar illa gengur heldur virðist hann brjóta meira niður. Þannig verður til hræðsla. En við stuðningsmenn KR erum þeir bestu á íslandi, við erum flestir og oftast háværastir, í gegnum súrt og sætt. Við bmgðumst ekki þegar þurrku- tíðin stóð yfir og við bmgðumst ekki tímabilið 2001 þegar liðið var næstum fallið. En það er ekki hægt að bjóða okkur upp á svona fótbolta endalaust. Né heldur fólkinu í kringum liðið, og hvað þá leikmönnunum sjálfum. PortahleSpas VANGUARD er vinningshafi Consumers Digest Best Buy verðlaunanna sérlega orkusparandi pottur. I honum eru alls 31 nuddstútur og tvö sæti með frábæru nuddi fyrir bak, háls og axlir. Til að gera slökunina enn fullkomnari er Ijósleiðaralýsing með 5 þrepa stillingu og lækjarniður úr svo kölluðum WellSpring. Verð kr. 670.000 HotSprtng* Vangtiard* Fjöldi fullorðinna: Stærð: Lítrafjöldi: Tónlist: 2,20m x 2,20m - hæð 91 cm. 1.514 Iftrar. Tilbúinn fyrir SpAudio hljómflutningstæki með útvarpi og geislaspilara. 31 nuddstútur. Vinyl klæðning, vel einangruð. SKAehf Gagnheiði 40 800 Selfoss Sími 482 3200 Bfli ISLEIFUR |\/| JÓNSS0N Bolholti 4-105 Reykjavík Sími 568 0340 • www.isleifur.is Nuddkerfi: Ljok: i j i — | | ! mmnl i M i 6 |jll 1 1 III j M ; ! .... . ; { ^ ■ | i X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.