Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ2004
Fréttir DV
Drottningunni ekki skemmt
Bresku drottningunni var ekki skemmt þegar hún
heyrði af leikríti sem fjallar um
mann sem verður ástfanginn
af geitinni sinni. Elizabeth
mætti í hátíðarkvöldverð
með þekktustu sviðsleik-
urum Bretlands og eftir
að hún hafði lýst yfir
ánægju sinni með upp-
færsluna á My Fair Lady við
Jonathan Pryce, frægan breskan leikara, spurði
hún hann hvað hann ætlaði að gera næst. Þegar
hann sagði henni frá leikritinu, sem fjallar um eld-
heitt ástarsamband milli manns og geitar, lyftist
augabrún drottningarinnar og greinilegt var að
henni leist illa á hugmyndina.
Fékk eyju í afmælisgjöf
Hinrik prins heldur upp á 70 ára afmæli sitt í dag. Af-
mælisgjafirnar eru þegar farnar að streyma að og eru
ekki af verri endanum. Háttsettur yfirmaður ríkisstjórn-
arinnar gaf prínsinum óbyggða eyju sem staðsett er
1.400 km suður af norðurpólnum. Eyjan var
fyrst kortlögð árið 1905
af frönskum og belgísk-
um landkönnuðum og
hefur hingað til verið
köllum Franska eyjan
Nú hefur hún hins
vegar fengið nafnið
Prins Hinriks eyja.
Beitti fyrrverandi kærustuna ofbeldi
Bróðir Mette-Marit krónprinsessu Nor-
egs hefur verið dæmdur í 60 daga
fangelsi og til að greiða fyrrverandi
kærustu sinni 40 þúsund norskar krón-
ur í skaðabætur. Hæstiréttur dæmdi
Espen Hoiby fyrir að hafa beitt fyrrver-
andi kærustu sína grófu ofbeldi.
Espen, sem starfaði sem háttsettur
flugmaður, vildi ekkert segja um málið
en viðurkennir ekki að hafa sparkað
og barið í liggjandi konuna. „Við
töluðum saman og ekkert annað,“
sagði hann í réttinum.
Indíana Ása Hreinsdóttir
fylgist með kóngafólkinu á
föstudögum og læturblátt
blóðið streyma með stíl.
indiana@dv.is
Vel heppnuð
brúðkaups-
ferð
Friðrik og Mary Donaldson eru
komin heim eftir vel heppnaða
brúðkaupsferð. í gær óskuðu þau
svo Jóakim prins til hamingju með
35 ára afmælið. Brúðkaupsferðin
varði í 24 spennandi daga og hefur
Mary fengið fallegan brúnan lit á
húðina. Síðar í mánuðnum ætía
hjónin í heimsókn til Grænlands
og segja kunnugir að Mary bíði
spennt enda sé landið gjörsamlega
ókunnugt henni. Nú er hins vegar
kominn tími til að opna brúð-
kaupsgjafirnar og eru þær ekki af
verri endanum.
Vantar alla
spennu í
sambandlð
Margir telja að endalok ástar-
sambands Karls Bretaprins og
Camillu Parker Bowles séu í nánd.
Parið hefur hist laumulega síðustu
34 árin en nú þegar öll leyndin sé
farin sé öll spenna horfin einnig.
Kunnugir segja að Camilla vilji
helst halda sér fyrir utan sviðsljós-
ið en Karl sé orðinn leiður á að
hanga með henni heima, hann
vanti meiri spennu og fjör. „Karl
sagði mér að þau mundu aldrei
giftast," sagði vinur prinsins. „Fiér
áður fyrr var hún hinn forboðni
ávöxtur en nú þegar þau búa sam-
an sem maður og kona stendur
sambandið á völtum fótum."
Erótískar lýsingar í skáldsögu fósturmóður Mary Donaldson valda uppnámi í Dan-
mörku. Helstu sérfræðingar í málefnum konungs^ölskyldunnar telja að bókin
muni þó ekki skaða virðingu krúnunnar.
wmv
Fósturmóðir Maríu Dana-
prinsessu hefur gefið út erótíska
skáldsögu sem komin er út á
dönsku. Flestir Danir muna eftir
Susan Moody veifandi til almúgans
á svölum Amalíuborgar en hafa nú
fengið tækifæri á að kynnast henni
á allt annan máta. Danskir sérfræð-
ingar í málefnum konungsfjöl-
skyldunnar velta nú vöngum yfir
hvort bókin, sem þykir mjög gróf í
kynlífslýsingum, geti skaðað virð-
ingu fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að
kynlíf og krúnan hafi ávallt verið vel
aðskild málefni telur Claus Bjorn,
sérfræðingur í konunglegum mál-
um, að bókin muni ekki skaða höll-
ina. „Susan er ekki líffræðileg móð-
ir Maríu. Hún er kona föður hennar
og þar er nauðsynleg fjarlægð kom-
in. Ef móðir hennar hefði skrifað
bókina hefði málunum verið allt
öðruvísi háttað.“ Aðrir sérfræðingar
benda á að svo lengi sem hún
blandi ekki Danmörku, konungs-
fólki eða þeim heimi sem hún hefur
nú fengið lítillega að kynnast, inn í
sögur sínar ættu bækur hennar ekki
að skaða. Lífstílssérfræðingurinn
Henrik Byager er sammála Bjorn og
segir að þar sem bókin ali ekki á of-
beldi gagnvart manneskjum né dýr-
um sé hún skaðlaus og bendir á að
verra væri ef María sjálf hefði skrif-
Susan Moody Bókin hennar Italski garður-
inn erkomin út á dönsku og inniheldur afar
ítarlegar kynlifslýsingar.
að þessar erótísku lýsingar. „Þegar
maður er þjóðareign eru skorður á
hversu mikið maður má gefa af sér,
sínum löngunum og þrám. Bókin,
ítalski garðurinn, er komin í sjö-
unda sæti danska bókavinsældar-
listans og allt lítur út fyrir að Susan
Moody verði vellrík fyrir vikið.
Bókaútgáfan sem gefur bókina út
viðurkennir fúslega að sú staðreynd
að fósturmóðir krónprinsessunnar
sé höfundurinn sé ástæðan fyrir
velgengninni. „Okkur hefur
gengið -ljómandi vel í sölunni
og allt lítur út fyrir að bókin
muni komast á toppinn því áhug
inn er mikill." Á sama tíma og
ítalski garðurinn kom út
gaf Ari Behn út bók-
ina Bakgarður
inn. Ari er eigin-
maður norsku
prinsessunnar
Mörthu Lovísu.
í hans bók segir
frá samkyn-
hneigðum
krúnuerfingja og
inniheldur bók-
in ítarlegar kyn-
lífslýsingar.
Bókaútgáfa
þeirrar
bókar
hugsar sér
gott til glóð-
arinnar eftir
að hafa heyrt
sölutölur á
ítalska garðinum.
Krónparið Sérfræðingar telja
aðþar sem Susansé ekki líf-
fræðiteg móðir Maríu muni
bókin ekki skaða konungsfjöl-
skyiduna.
Yfir tvöhundruð ára hjarta fær konunglega jarðarför. Hjartað er talið tilheyra syni
Loðvíks XVI konungs og Maríu Antoinette drottningar sem hálshöggvin voru 1793.
Hjarta fær konunglega jarðarför
Konungleg jarðarför var hafdin í Frakklandi
fyrir son Loðvíks XVI konung og Antoinette
drottningar. Hjarta sem mjög líklega er talið tii-
heyra konungssyninum var lagt til hinstu hvílu í
París. Loðvík Karl (Louis-Charles) lést af völdum
berkla í fangaklefa árið 1795 þegar hann var aðeins
10 ára, tveimur árum eftir að foreldrar hans voru
hálshöggnir. Örlög hans voru mönnum hugleikin í
nær tvær aldir, þar til hjartað var sett í DNA-rann-
sókn árið 2000. Erfðafræðin sýnir að hjartað til-
heyri afkomendum konungshjónanna. Á þriðju-
daginn var hjartanu komið fýrir nálægt grafreit
foreldranna í konunglega kirkjugarðinum í Saint
Denis. Meira en tvö þúsund manns mættu til at-
hafharinnar og meðal gesta voru margir úr evr-
ópsku konungsfjölskyldunum. DNA-rannsóknin
hefur nú hrakið þær sögusagnir að konungserfing-
inn hafi á einhvern hátt sloppið úr fangelsinu.
Læknirinn sem framkvæmdi krufninguna á bam-
inu geymdi hjartað í sérútbúnum vasa, en
læknanemi stal síðar vasanum. Þegar neminn lést
úr berklum skilaði ekkja hans hjartanu aftur til
læknisins.
DN A Rannsóknir hafa leitt í Ijós að hjartað hafi tilheyrt erf-
ingja frönsku krúnunnar.