Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Qupperneq 19
W Sport FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ2004 19 Það er hinn 17 ára KR-ingur Kjartan Henry Finnbogason sem er leikmaður umferðarinnar hjá DV Sporti að þessu sinni. Kjartan átti góðan leik þegar KR lagði ÍA. Hann var sívinnandi og ógnandi og gaf hinum sterku varnarmönnum Skagamanna aldrei frið þó svo að honum hafi ekki tekist að skora. Skemmtilegast aö skora Kjartan Henry var algjörlega óþekktur fyrir þetta tímabil. Meiðsli framherja KR-inga gerðu það síðan að verkum að hann var nánast eini framherji félagsins sem var heill heilsu þegar tímabilið byrjaði og því fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu. Það tækifæri hefur hann gripið báðum höndum og ég held að það sé á engan hallað þegar sagt er að hann hafi verið besti leikmaður liðsins í fyrstu fimm leikjum íslandsmótsins. Hann hefur í raun gert allt sem hægt er að ætlast til af framherja nema að skora mörk. Það er það eina sem hann á eftir að gera í sumar og mörkin eiga vafalítið eftir að koma í næstu leikjum. þar á eftir. Ég er ungur og fljótur að ná mér.“ Eins og áður segir hefur Kjartan „Er það ekki eitthvað ofmat hjá ykkur?" sagði Kjartan Henry af mikilli hógværð þegar honum voru færð tíðindin. „Mér finnst ég eiga miklu meira inni en ég sýndi í þessum leik. Það eina sem maður getur er að berjast, tækla og leggja sig allan fram og vonandi nægir það.“ Kjartan hefur á köflum þótt svolítið ákafur í leik sínum og fyrir vikið hefur hann fengið nokkur spjöld í gegnum tíðina. Hann slapp þó við spjald gegn Skagamönnum en það stóð reyndar tæpt. Tók skemmtilegar dýfur „Já, það munaði ekki miklu. Maður sem er örugglega tvisvar sinnum þyngri en ég lét sig ekki muna um að taka nokkrar skemmti- legar dýfur þegar ég þjarmaði að honum," sagði Kjartan og átti þar við Skagamanninn Reyni Leósson sem kvartaði sáran undan Kjartani í leiknum og sérstaklega þegar Kjartan sparkaði boltanum eitt sinn út af en Reynir vildi að hann sparkaði boltanum beint til leikmanns ÍA. „Þeir áttu nú reyndar innkast fyrir þannig að það breytti lidu. Ég sagði það við hann og þá þagnaði hann bara. Þeir voru eitthvað að öskra „fair play“ en ég gerði það sem mér fannst rétt að gera.“ Kjartan er vel meðvitaður um sinn leikstíl og það kemur honum ekki á óvart að varnarmenn deildarinnar láti hann fara í taugarnar á sér. „Auðvitað er pirrandi að hafa 17 ára gutta framan í sér með einhvern kjaft og hroka. Annars er það ekkert mál fyrir mig að þjarma að varnarmönnum heilan leik. Ég er í mjög góðu hlaupaformi og eins og Willum segir þá get ég alveg hlaupið tvo leiki," sagði Kjartan en þá þarf hann reyndar að vera heill. Það er hann ekki núna því hann varð að fara af velli fyrir leikslok gegn ÍA en hann verður þó ekki lengi frá. Fljótur að jafna mig „Ég fékk smá högg frá varnar- manni ÍA en það er ekkert alvarlegt. Ég veit ekki hvort ég verð klár á laugardaginn en ég ætti að vera klár „Auðvitað erpirrandi að hafa 77 ára gutta framan ísér með einhvern kjaft og hroka. Annars er það ekkert mál fyrir mig að þjarma að varnarmönnum heilan leik. Ég er í mjög góðu hlaupaformi og eins og Willum segir þá get ég alveg hlaupið tvo leiki." Átta nýliðar í liði 5. umferðar Landsbankadeildarinnar Fulltrúar frá átta félögum í liðinu „Öllþessi mikla og jákvæða umfjöllun hefur komið mér á óvart. Sérstaklega þar sem ég er ekki enn búinn að skora. Ég er náttúrlega fremstur og á að skora. Þótt maður sé búinn að leggja upp og svona erþað ekkert eins gaman og að skora." nánast komið eins og stormsveipur inn í deildina en hefur honum gengið betur en hann átti von á í upphafi? „Já, ég verð að játa það. Öll þessi mikla og jákvæða umfjöllun hefur komið mér á óvart. Sérstaklega þar sem ég er enn búinn að skora. Ég náttúrlega fremstur og á að skora. Þótt maður sé búinn að leggja upp og svona er það ekkert eins gaman og að skora. Ég bíð ennþá þolinmóður eftir fyrsta markinu og það er ekkert annað hægt að gera en að halda áfram að reyna. Þetta hlýtur að fara að koma.“ Dreymt um þetta Margir efnilegir leikmenn hafa átt erfitt með að höndla álagið sem fylgir því að koma úr unglingaflokkum upp í meistaraflokk. Kjartan Henry er ekki einn þeirra og hann segist lítið spá í breytingarnar sem þessu fylgja. „Ég finn ekkert mikið fyrir því. Frá því maður var lítill hefur mann dreymt um að spila fyrir allt þetta fólk hér á KR-vellinum. Tilfinningin er góð þegar maður loksins er kominn þangað en maður er samt ekkert að pæla í því þegar maður er í eldlínunni. Þá er það bara boltinn og í raun er þetta ekkert öðruvísi en að spila á þessum velli með 2. flokki þar sem eru örfáar hræður í stúkunni. Samt er þetta miklu meiri alvara, meiri harka og reyndari menn sem maður er að spila á móti. Það var til að mynda ekkert grín að spila á móti Skagamönnunum Gulla og Reyni." Berst fyrir mínu sæti KR-liðið þótti mjög andlaust í fyrstu leikjum mótsins en leikmenn liðsins sýndu loksins almennilega baráttu gegn Skagamönnum. Hvernig stendur eiginlega á því? „Ég veit það ekki alveg. Við vitum alveg að liðin berjast gegn okkur en einhverra hluta vegna höfum við ekki alveg náð upp réttu stemningunni. Framhaldið leggst mjög vel í mig þótt það séu mjög margir leikir í þessum mánuði. Það verður mikið áíag en við léttum aðeins af okkur álaginu með sigri á Skaganum og nú verðum við að halda áfram á sömu braut,“ sagði Kjartan, sem veit vel að hlutirnir geta breyst fljótt í knattspyrnu- heiminum. „Ég verð líka að halda áfram að berjast fyrir minni stöðu í liðinu því nú fara menn að koma úr meiðslum og þá verður maður að standa sig ef maður vill spila. Það er það sem mér finnst skemmtilegast og ég mun ekki gefa mitt sæti eftir baráttulaust," sagði Kjartan Henry. henry@dv.is Lið 5. umferöar í Landsbankadeildinni Það er fjölbreytt flóra af leikmöhnum í liði 5. umferðar Landsbankadeildarinnar hjá DV Sporti. KR-ingar eiga flesta leikmenn, eða þrjá, en þeir unnu frækinn sigur á ÍA. Kjartan Henry og Kristinn voru bestu menn vallarins og Gunnar Einarsson átti ákaflega góðan leik í vöminni. Keflvfldngar eiga tvo fulltrúa þótt þeir hafi ekki leikið sérstaklega vel gegn Vfldngum. Haraldur Guð- mundsson var sem klettur í vöminni og Ólafur Gottskálksson sá með góðri markvörslu til þess að Vödngar komust ekki á blað. Vflcingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðsson var einnig öflugur í þeim leik og kemst í liðið að þessu sinni. Vamarmaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson er orðinn hættulegasti sóknarmaður KA-manna en hann bjargaði stigi fyrir þá gegn Grindavík í leik þar sem Sinisa Kekic átti enn og aftur mjög góðan leik. Einar Þór Dam'elsson og Baldur Bett vom á meðal fárra leikmanna sem spiluðu vel í leik FH og ÍBV og eiga vel skilið sæti í liðinu eftir þessa umferð sem var nú ekki upp á marga fiska enda fengu aðeins fjórir leik- menn einkunnina 5. Andri Fannar Ottósson stóð sig mjög vel gegn Fylki og sá til þess að Fram fengi annað stigið í þeim leik. Hann kom sterkur inn af bekknum, breytti gangi leiksins og skoraði dýrmætt mark. HaraldurGi mundsson(2) Ólafur Gottskálksson} Kefíavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.