Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. JÚNl2004
Fókus DV
,-.VV ' ‘yjqk* I
Beastie Boysídag Þóþeir hafi þroskast mikiðer enn 1 stutt / ruglið hjá þeim...
„Það eru ekki nema tvö alvarleg
lög á plötunni, en þetta eru líka al-
varlegir tímar og við tölum um
það," segir Adrock, einn af með-
limum Beastie Boys, um nýju plöt-
una þeirra, To the 5 Boroughs sem
kemur út á mánudaginn. En hann
bætir við: „Það er samt ekki eins og
þetta sé einhver þung og alvarleg
plata. Það er fullt af rugli líka." Það
var víst aldrei hætta á öðru...
Byrjuðu í pönkinu
(. Beastie Boys voru fyrstu hvítu
rappararnir sem vöktu einhverja at-
hygli að ráði. Hljómsveitin byrjaði
reyndar sem harðkjarna pönk-
hljómsveit. Hún var stofnuð árið
1981 af þeim Adam Yauch (öðru
nafni MCA) á bassa, Kate Schellen-
bach á trommur (hún varð síðar
meðlimur í Luscious Jackson), gít-
arleikaranum John Berry og söngv-
aranum Mike Diamond (öðru nafni
Mike D). Þau ákváðu að stofna
hljómsveit eftir að hafa séð harð-
kjarnapönksveitina Black Flag spila
á tónleikum. Þau gerðu ekki ráð fyr-
„ ir því að bandið mundi endast
nema í svona 2-3 tónleika, en
ákváðu að kýla samt á það. Fyrsta
útgáfan þeirra var smáskffan
Pollywog Stew sem kom út árið
1982 hjá smáfyrirtækinu Ratcage
Records. Ári seinna var liljómsveit-
in farin að fikta við hip-hop, enda
eiga pönk og hip-hop margt sam-
eiginlegt, t.d. að láta vaða og gera
-* hlutina sjálfur hvort sem maður
kann eitthvað á græjurnar eða ekki.
12 tomman The Cookie Puss kom
út 1983. Á henni var John Berry
hættur, en Adam Horovitz (Adrock)
kominn í staðinn. Ári seinna hætti
Kate og Beastie Boys varð það tríó
sem allir þekkja: Adrock, MCA og
Mike D. Þeir gáfu út smáskífuna
Rock Hard/Beastie Groove árið
1994. Hún var tekin upp af Rick
nokkrum Rubin, en hann átti eftir
að hafa mikil áhrif á sveiúna.
Brandari sem sló í gegn
Beastie Boys gerði samning við
Def Jam árið 1985. Þá kom út smá-
skífan She’s on It/Slow & Low. í
fyrrnefhda laginu sömpluðu þeir
AC/DC en það síðarnefnda var eft-
ir rappsveitina Run DMC. Nokkru
seinna voru meðlimir Beastie Boys
eitthvað að fíflast í stúdíóinu og
bjuggu til paródíu af rokklagi í stfl
við Möúey Crue. Rick Rubin komst
í upptökurnar og setti inn alvöru
trommu og gítarsánd. Lagið þótti
sniðugt og hljómsveitin gerði
myndband við það í snatri með
aðstoð nokkurra góðra vina og fyrr
en varði var þessi brandari orðinn
að hittara úti um allan heim. Lagið
var auðvitað Fight for Your Right
(to Party). Fyrsta stóra Beastie
Boys-platan, Licensed to 111 fór í
fyrsta sæti bandaríska vinsælda-
listans (fýrst rappplatna) og seldist
í yfir 5 milljón eintökum (fyrst
rappplatna...). Á plötunni voru
nokkur lög sem blönduðu saman
rokki og hip-hoppi, þ.á m. lagið
No Sleep Till Brooklyn, en í því
spilar Kerry King, gítarleikari
Slayer. Hann spilaði lflca með
hljómsveitinni á tónleikaferðum á
árunum 1986-87. Annars var
fyrsta rokk-samplið sem hljóm-
sveitin notaði gítarriff úr Led
Zeppelin-laginu The Ocean í lag-
inu Cookie Puss...
„Dark Side of the Moon hip-
hoppsins"
Eftir velgengni Licence to 111 og
skrauúega tónleikaferð í kjölfarið
Plöturnar
• Licensed to 111 (1986)
• Paul’s Boutique (1989)
• Check Your Head (1992)
• 111 Communication (1994)
• Hello Nasty (1998)
• To the 5 Boroughs (2004)
Og líka:
• Some Old Bullshit (1994)
- gömlu pönklögin.
• The Sounds of Science (1999)
- safnplata með bestu lög-
unum og forvitnilegu dóti.
• VideoAnthology-TheCriter-
ion Collection (2002)
• -DVD-pakki með myndbönd-
unum o.fl.
voru Beasúe Boys búnir að fá nóg
af ruglinu. Þeir slitu sambandinu
við Rick Rubin og Def Jam og fluttu
til LA þar sem þeir tóku upp sína
næstu plötu. Hún hlaut nafnið
Paul’s Bouúque og kom út hjá
Capitol árið 1989. Hún olli aðdá-
endum nokkrum vonbrigðum, en
öfugt við fýrstu plötuna fékk hún
góða dóma gagnrýnenda. Hún
seldist ekki næstum því eins mikið
og fyrri platan, en er í dag af mörg-
um talin besta Beastie Boys-plat-
an. Hún var pródúseruð af The
Dust Brothers (sem seinna vöktu
athygli fyrir vinnu sína með Beck)
og er stundum kölluð „Pet Sounds
eða Dark Side of the Moon hip-
hoppsins", enda er þetta einstök
veisla með grúví sömplum (allt frá
soul og fönki til Johnny Cash) og
flottu sándi.
Næsta Beastie Boys-plata,
Check Your Head, kom út 1992 og
fékk góðar móttökur og seldist
ágætlega. Það sama má segja um
111 Communication sem kom út
1994. Á henni var m.a. lagið
Sabotage, en myndband Spike
Jonze við það lag er enn í dag talið
eitt af flottustu myndböndum allra
tíma. Fimmta Beastie Boys-platan,
Hello Nasty, kom svo út 1998. Hún
fékk líka góða dóma. Beastie Boys
virðist vera fyrirmunað að gera
vonda plötu...
Óður til New York-borgar
Nýja Beastie Boys-platan, To
the 5 Boroughs, er sannkölluð
New York-plata. Meðlimir Beastie
Boys eru allir frá New York, koma
frá vel stæðum gyðingaheimilum.
Þeir fluttu til LA seint á níunda
áratugnum, en sneru aftur til NYC
1997. Nafnið á plötunni vísar í
fimm stjórnarumdæmi NewYork-
borgar, Manhattan, Brooklyn,
Bronx, Queens og Staten Island.
Lagið An Open Letter to NYC er
eins konar mat á stöðu borgarinn-
ar eftir 11. september 2000 og á
umslaginu er teikning af skýja-
kljúfum Manhattan. Það vekur at-
hygli að tvíburaturnarnir eru á
myndinni. Hljómsveitin prófaði
teikningar án turnanna, en þeir
segja að þær hafi bara ekki verið
að virka sjónrænt séð. Auk þess
hefði það sennilega bara vakið
meiri athygli ef turnarnir hefðu
ekki verið á myndinni... En text-
arnir fjalla ekki bara um New
York-borg. George Bush fær á
baukinn og svo eru líka bulltextar
inni á milli...
Tónlistarlega er To the 5
Boroughs ósvikin hip-hop plata.
Hún er að nokkru leyti unnin með
plötusnúðnum Mixmaster Mike,
en þetta er fyrsta platan sem
hljómsveitin pródúserar sjálf. Og
eins og til að undirstrika New York
þemað nota þeir sampl úr gamla
Sugarhill Gang-smellnum Rapp-
er’s Delight í laginu Triple Trouble.
Virkar fínt eins og flest sem þessir
kappar láta sér detta í hug...
Frá villingum til dýrlinga
UndanfaiTn ár hafa Beastie Boys
verið þekktir sem miklir hugsjóna-
menn og baráttumenn fyrir friði og
frelsi. Þeir hafa haldið röð af tónleik-
um til styrktar málstað Tíbet, þeir
stigu fram til þess að mótmæla súíð-
inu í írak í mars í fyrra og þeir bönn-
uðu meira að segja Prodigy að hita
upp fyrir sig fyrir nokkrum árum af
því að þeir vildu ekki að lagið Smack
j My Bitch Up væri spilað á sömu tón-
leikum og þeir spiluðu á. Heilagir
menn eða hvað?
Ekki alveg. í upphafi ferilsins
voru Beastie Boys hinir mestu vill-
ingar. Þeir komu fram á tónleikum
með fáklæddar go-go stelpur dans-
andi í búrum og uppblásin risatippi
á sviðinu. Þeir röppuðu um hluti
eins og „að taka dóttur lögreglu-
stjórans með homaboltakylfú" og
þeir voru alvarlega að spá í að kalla
fýrstu plötuna sína „Don’t Be A
Faggot". Þeir vom líka þekktir fyrir
ósæmilega hegðun á tónleikaferða-
lögum. Á fyrstu tónleikaferðinni
þeirra um Breúand komst sú saga á
kreik að þeir hefðu verið að skopast
að börnum með hvítblæði í heim-
sókn á barnaspítala og í framhaldi af
því sló dagblaðið Daily Mirror því
upp á forsíðu að það þyrfti að hand-
taka þessi ógeð og koma þeim úr
landi. Sagan um hvítblæðið var víst
uppspuni, en hins vegar viðurkenna
þeir að hafa gert ýmislegt annað, t.d.
henú Adrock kjúkling út um hótel-
glugga í hausinn á manni með kúlu-
hatt....