Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2004, Side 29
DV Fókus FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ2004 29 Hljómsveitin The Flavors er skipuð valinkunnum tónlistarmönnum sem spila melódískt og kántrískotið popp-rokk. Þeir halda tónleika í kvöld í tilefni af útgáfu fyrstu plötu hljómsveitarinnar, Go Your Own Way. sé ekki hægt indi við ein- rfum síðan öðr að dropa inn/‘ The Flavors fcru komnir I samband , við erlenda útgefend■ ur og stefna á tón- leikaferð í útlöndum i seinna á þessu ári. „Það er alltaf jafn erfitt að lýsa tónlistinni sem maður er að spila. En við erum allir sammála því að þetta sé melódískt og kántrískotið popp-rokk,“ segir Sigurjón Brink, söngvari The Flavors sem heldur útgáfutónleika í Loftkastalanum í kvöld. „Ég held að það sé ekki hægt að líkja þessu bandi við einhverja aðra hljómsveit. Við leggjum upp með melódíska músík og leyfum síðan öðrum steftium að dropa inn." Spurður af hverju lögin séu sungin á ensku segir Sigurjón að það sé gild ástæða fyrir því. „Við viljum eins og aðrir komast í snert- ingu við stærri markaði og það er markmið okkar sem hljómsveit að verða stærri og betri en við erum í dag. Við höfum verið innilokaðir í eitt og hálft ár, tekið tónleika af og til, en við höfum unnið baki brotnu við að semja góð lög og æfa þau. Við erum þegar komnir í samband við fyrirtæki úti sem hefur sýnt okkur áhuga og við stefnum á að fara út seinna í sumar eða haust." Hljómsveitin er ekki eins og margar aðrar skip- aðar æskuvinum en þeir hafa, hver og einn, verið að spila með þekktum hljóm- sveitum áður en leiðir þeirra lágu saman í The Flavors. Pálmi Sigurhjart- arson er landsþekktur hljómborðsleikari og hefur leikið með Sniglabandinu í mörg ár, Benedikt trommari tók við af Axel í 200.000 naglbítum og Matthías hef- ur verið vinsæll session-spilari und- anfarin ár og spilar nú í Chicago en var áður í Kentár og South River Band. „Platan er tilbúin og við höf- um nýlokið við að taka upp mynd- band við lagið Go Your Own Way sem við vonumst til að geta sýnt í kvöld á útgáfutónleikunum." Spurður um framhaldið í sumar segir Sigurjón að þeir muni að sjálf- sögðu spila um allt land en þeir séu samt sem áður tónleikaband sem eingöngu spili sitt eigið efni. „Við ætlum að kynna plötuna vel og tók- um meðvitaða ákvörðun um að gefa plötuna út í sumar. Jólamark- aðurinn er erfiður þó að flestar plömr seljist um það leyti. Á jólun- um er erfiðara að komast í fjölmiðla og það er hætt við að maður týnist í hringiðunni. Bubbi Mortens á jóla- markaðinn og við ætlum bara að leyfa honum að eiga þann markað." Hljómsveitanöfn sem byrja á The og enda á -s hafa verið vinsæl og The Flavors er enginn aukvisi á þeim bænum. Sigurjón segir að það hafi nú samt bara verið tilviljun. „Það er ekkert á bak við þetta nafn. Einhvern veginn datt þetta inn. Það er alltaf jafn erfitt að finna nafn og þetta hélst einhvern veginn. Menn gera grín að hljómsveitanöfnum fyrst en svo venst fólk þessu." Tónleikarnir byrja klukkan níu í kvöld í Loftkastalanum en húsið opnar klukkan átta. Miðaverð er 1.000 krónur. Bubbi getur átt Vandræðaskvísan Britney Spears neitaði að hitta börn Bono eftir tónleika í Dublin en tók hins vegar nágrannabörnum Colins Farrell opnum örmum. Britney móðgaði börn Bono Britney Spears hefur enn og aftur tekist að komast í fjölmiðla án þess að tónlist hennar sé til umræðu. Seinasta útspil stúlkunnar var þegar hún spilaði í Dublin á írlandi, heimabæ hljóm- sveitarinnar U2. Stúlkan kom í einkaflugvél ásamt nýjasta grúpppeyjanum sínum, Kevin Federline, og strunsaði beint upp á hótelsvítuna með 10 líf- vörðum og fylgdarliði. Fyrir utan að krefjast þess að Brown Thomas fatabúðin yrði opnuð prívat og persónulega fyrir hana fór hún ekki út fyrir húss- ins dyr í marga daga. Á tónleikinn stúlkunnar vom meðal annarra börn Bono, söngvara U2, sem vildu ólm hitta dívuna eftir tónleikana. Britney var hins vegar á öðru máli og neitaði staðfastlega að hitta krakkanna og laug því að hún væri of þreytt. Sjónarvottar segja að börnin hafi verið mjög sár og móðguð. Þeir sömu og urðu vitni að dónaskapnum í Britney sáu stúlkuna hins vegar stuttu síðar hleypa nágrönnum leikarans Colin Farrell og börn- um þeirra bak- sviðs, að því er virtist hress og kát. Það hefur ef til vill eitt- hvað með það að segja að Britney átti í ástarsambandi við Colin Farrell og hefur viljað koma sér í mjúkinn hjá nágrönn- um hans en ekki er víst að það hafi farið eins vel í aumingja Kevin Federline sem samkvæmt heim- ildum gerði ekki annað alla ferðina heldur en að halda á innkaupapokum fröken Spears. Stjörnuspá Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er 62 ára í dag. „Manninum er ráðlagt að átta sig á því hvenær hann heldur aftur af sér og hvenær hann ætti að hlusta betur á hjarta sitt. Undir- meðvitund hans lætur hann án efa vita hvert stefnir þessa dagana," segir í stjörnuspá hans. Jón Kristjánsson VV MnsbemnQ0.jan.-18.febr.) Þú ættir að skilgreina hvers þú þarfnasttil að renna stoðum undir já- kvæða eigínleika í fari þinu en þannig öðlast þú skilning á því sem gefur lífi þínu gildi. Þú munt eflaust hagnast á ófyrirséðan hátt ef þú ert fær um að gefa huga og hjarta lausan tauminn hérna. FiskarnirfD. febr.-20. mars) Kannaðu tilfinningar þínar vel þessa dagana og lærðu að kannast við þær og skilgreina þær hverju sinni. M T Hrúturinn c21.mars-19.aprn•> Með þínu einstaka næma inn- sæi og sannleiksást getur þú kennt öðr- um margt um tilveruna. (einkalífinu virðist þú hins vegar eiga margt eftir ólært en þegar viðskipti eiga í hlut ganga hlutirnir sannarlega upp. ö NaUtÍð (20. aprll-20. mal) Þú virðist vera treg(ur) til að gefa þig af öllu hjarta því innra með þér óttast þú um sjálfstæði þitt. Þú ert jafn- vel hrædd(ur) við að sleppa þeim tök- um sem felast í að hafa fulla stjórn á að- stæðum og vera á valdi eigin langana. Tvíburarnir (2;. mai-2i.]úni) Stjarna þ(n birtist hér mein- laus en sýnir óvænt grimmd þegar hún er undir álagi þessa dagana. Krabbinng2.jM-22jii;i)_________ Stjarna krabbans telur sig lík- lega standa mörgum Ijósárum framar en náunginn og verður það síst dregið í efa hér. En þér er enn og aftur ráðlagt að huga betur að náunganum því styrk- ur þinn birtist öflugur hér. Ljónið® .júlí-22.ágúst) Athugaðu þessa dagana hvernig hvert svar kemur hugsunum þínum til skila. Þú ættir að tileinka þér að vera heiðarleg(ur) í samskiptum þín- um við ástvini þína þegar líðan þín er annars vegar. ITA Nieyfan (23. ágúst-22.sept.) ' Sjálf þitt er stórt og mjög við- kvæmt og þú reynir að virðast ekki særð(ur) um þessar mundir með því að reiðast. Þjálfaðu þig í að umgangast aðra og tjáðu þig á uppbyggilegan hátt í stað þess að bæla tiifinningar þínar. Vogin (21 sept.-2lokt.) Helgin fram undan færir þér góðar fréttir en þú virðist þrá eitthvað meira en þú hefur öðlast í dag og ert jafnvel ekki viss hvað það er sem þú leitar eftir. Þér ber að vita að dulinn til- gangur er bak við allt sem þú upplifir og framkvæmir. Sporðdrekinn u4.oia.-21.niv.) Treystu eingöngu á eigin dómgreind þegar ákvarðanir eru annars vegar og á það sér í lagi við helgina fram undan. Þú ættir að horfast í augu við staðreyndir og hætta að ýta ástvin- um þínum ómeðvitað frá þér. Hugaðu vel að gildismati þínu. / Bogmaðurinn (22.nfc-2Ues.j Þú ert fædd(ur) undir merki spámannsins og kennarans og því er það jafnvel köllun þín að gefa ráð varð- andi sannleikann en fyrst verður þú að læra hvernig koma megi honum til skila án þess að náunginn taki það per- sónulega. Það býr frelsi í heiðarleikan- um og þú ert án efa meðvitaður/með- vituð um það. Steingeitin (22. Þú ert meðvituð/meðvitaður um hvaða áhrif þú hefur á aðra og ert jafnvel oft hálfspennt(ur) af þægilegri eftirvæntingu þegar stjarna þín birtist allan ársins hring. Þú ert fædd(ur) til að njóta, kæra steingeit. SPÁMAÐUR.IS Z

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.