Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 36
Juni 26. Prófastur sira Jón Jónsson á Mosfelli í Grímsnesi
settur fyrst um sinn til að þjóna meðfram Miðdal.
— s. d. Landshöfðíngi veitir 848 kr. til búnaðarfélags 1
suðuramtinu, þaraf 348 kr. til að kaupa vagna og mjólkur-
áhöld, og 500 krónur handa Sveini Sveinssyni búíræðíng;
jarðyrkjumanni Olafi Bjarnarsyni veittur 100 kr. styrkur
til að ferðast í sumar og segja til búnaðarstarfa í Mýra,
Hnappadals og Dala sýslu.
— 28. JónPéturssonsetturtildómstjóraíyfirréttinum.Magnús
Stephensen til fyrsta meðdómenda og Arni Thorsteinson
til annars meðdómanda og dómsmálaritara, frá 1. Juli.
— 28. Andaðist í Reykjavík ekkja Tærgesens kaupmanns
Anna f. Hansen. Maður hennar var andaður 1867.
— 29. Byrjar blaðið Norðlíngur sitt þriðja ár, ritstjóri kand.
Skapti Jósepsson.
— s. d. Barð í Fljótum veitt síra Tómasi Bjarnarsyni frá
Hvanneyri í Siglufirði.
— s. d. Sagt upp latínuskólanum, voru útskrifaðir 13, en
inntökupróf höfðu 17 piltar.
— 30. Boðað uppboðsþing í Rvk og sala á bókum og öðrum
munum eptir Bjarna sýslum. Magnússon í Húnavatns sýslu.
— 30. Kom til Reykjavíkur hrossakaupa slcip og fór aptur
2. Juli, með 283 hross og marga farþega, var ætlazt til að
skip þetta færi þrjár ferðir í sumar. Coghill hrossa-kaup-
maður hafði keypt, til þess í miðjum August, alls 1614
hross, þaraf hátt á þriðja hundrað fyrir norðan, en hitt
á Suðurlandi. Hver hestur á skip ,kominn hafði kostað
72 krónur, er þvt talið komið til Islands fyrir hross í
peníngum 116,208 krónur.
Juli 2. alþíng sett. Forseti kosinn í hinu sameinaða alþíngi
Jón Sigurðsson, þíngmaður Isfirðfnga; Varaforseti hins
sameinaða alþíngis.sira Eiríkur Kuld, prófastur, og sfra
Isleifur Gíslason. I efri deildinni forseti kosinn biskup
Pétur Pétursson, varaforseti prófastur sira Eiríkur Kuld,
skrifarar prófastur síra Benedikt Kristjánsson 1 Múla 1
Reykjadal og Magnús Stephensen yfirdómari. I neðri
deildinni forseti Jón Sigurdsson, þíngmaður Isfirðínga,
varaforseti Jón Sigurðsson frá Gautlöndum, skrifarar yfir-
kenn. Halldór Kr. Friðriksson og Isleifur prestur Gíslason.
— Eptir fjárlaga frumvarpi stjórnarinnar 1878 og 1879
eru tekjur taldar 628,663 kr. 5 a., viðlaga sjóðurinn var
við árslokin 1876: 486,000 krónur.
— 3. Auglýsíng amtmannsins í Vesturamtinu um niður-
skiptíng á yfirsetukvenna héruðum þar í amtinu.
— s. d. Áuglýsíng amtmannsins í Suðuramtinu um niður-
skiptíng á yfirsetukvenna. héruðum.
— 4. af því skólaskýrslan 1876 hafði orðið dýrari en áætlað
var, þá er stiptsyfirvöldunurn tilkynnt, að sneiða verði hjá
hverjum þeim kostnaði, sem eigi er með öllu ómissandi.
Í34)