Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 63

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 63
f>egar konúngur var I kirkju. Þá var konúngi sagt til af þjónum sínum, en hann svaraði, lát mig heyra messuna til enda, eg vona eg fái að heyra hitt annað af guðsþjónustunni á öðrum stað. Þegar messan var á enda, gekk hann út úr kirkjunni með fáu liði og tókst þá snörp orusta við Magnús og hans lið, en stóð ekki lengi. Eiríkur konúngur barðist við tíu Dani, að sagan segir, en að síðustu varð hann handtekinn og hálshöggvinn. Það er sagt, að þar sem blóð hans rann, spratt upp tær vatnsuppspretta, og er enn kennd við Eirík hinn helga; hún er í nánd við dómkirkjuna í Uppsölum. Lík hins helga Eiríks konúngs var fyrst grafið í fornu Uppsölum, en síðan flutt til Uppsala dómkirkju og hefir Eiríkur hinn helgi Svíakonúngur verið mest tignaður af sænskum mönnum sem helgir hafa verið kallaðir. Þó er um það ágreiníngur, hvort Eiríkur Svíakonúngur hafi verið lýstur helgur, en það er víst að hann var verndari Svíþjóðar kallaður, og dýrustu eiðar svarðir við nafn hans. Það var og trú manna, að merki hans væri sigursælt og var það ríkismerki og mynd hans á. Hátíð hans var skipuð í Noregi af Magnúsi konúngi Eiríkssyni (Smek) 1342 og var haldin eptir það hinn 18. dag Maímánaðar. 25. Mai var helgaður Úrbanus og kallað Urbanusmessa. Þessi Úrbanus var hinn átjándi biskup í Róm, árið 232; hann sneri mörgum til réttrar trúar, og þar á meðal lærðum mönnum Tiburtius og Valerianus, sem síðan liðu píslarvættis dauða, en Úrbanus var hálshöggvinn á tíma Severus keisara. Annar merkilegur maður af helgum mönnum er Úrbanus páfi hinn sjötti; hann skipaði fyrst að taka upp Krists líkama hátíð, á fimtudaginn næsta í vikunni eptir Trinitatis eða þrenníngar- hátíðina, en hann hefir einnig sett fyrstur föstutíðirnar eða sæluvikurnar, sem haldnar eru að fornu fari fjórum sinnum á ári, og kallaðar Imbrudagar, einsog áður er getið. 31. M ai. Petronella er sagt að væri dóttir Péturs postula, og hefir líklega verið skíridóttir hans. Hún lofaði því í æsku sinni, að giptast aldrei, og hélt þetta loforð. Einusinni beiddi hennar rómverskur eðalmaður, sem hét Flaccus. Hún beiddi um þriggja daga umhugsunar tíma, og á þessum tíma fresti svelti hún sig til dauða. (Framhaldið síðar). GÁTA. eptir Sveinbjörn Egilsson. Er mín skipan undarlig I heimska dýrið hefir mig óréttvís og loðin, | og hávís kónga boðin.* *) Tog; kóngaboðin: lögin, sbr. málsháttinn: svo eru lög sem hafa tog. (61)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.