Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 42
breyting á skipun læknahéraða í Húnavatns og Skaga-
fjarðar sýslu.
Oktober 17. Kom gufuskipið Valdemar til Reykjavíkur í
sjöttu ferð; fór aptur eptir nokkra daga; með því kom
Jón Þorkelsson rektor úr Uppsalaför sinni.
— s. d. Fór gufuskipið Díana seinast frá Seyðisfirði.
— 19. Konúngur staðfesti nokkur lög frá alþíngi: 1) Lög
um bæjargjöld í Revkjavík — 2) lög um breyting á
gjöldum þeim, er hvíla á jafnaðarsjóðunum og 3) fjár-
lög fyrir árin 1878 og 1879.
— s. d. Olíusætu-bað (Giycerin-dip) var boðað til sölu hjá
nokkrum kaupmönnum, í Reykjavík og líklega víðar.
— 23. Kirkjubær á Síðu veittur prófasti síra Jóni Sigurðssyni
að Þykkvabæjarklaustri (á Mýrum).
— 29. Dómur landsyfirréttarins á Islandi, sem álítur, að
umboðsskrá 1 konúngsnafni 26. September 1876, sem
veitir ritara landshöíðíngjans fullt vald um tíma til að
hafa fógeta og dómaravald um allt land í fjárkláðamálinu,
sé nýmæla boðorð, sem komi í bága, við 42. gr. stjórnar-
skrárinnar, og hafi ekki átt sér stað á íslandi síðan 1718 að
minnsta kosti. Er því öll meðferð og dómur í slíku
máli dæmt ómerkt af landsyfirréttinum.
— 31. Var leyfi veitt til að taka 2,000 kr. til láns, til að
kaupa viðauka við lóð barnaskólans í Reykjavík.
November 2. Konúngur staðfestir lög frá alþíngi, um að
afnema styrk úr, landssjóði til útbýtíngar gjafameðala.
— s. d. Andaðist Asgeír Asgeirsson, kaupmaður á Isafirði,
í Kaupmannahöfn.
— s. d. Kvennaskóli var kominn á stofn í Eyjafirði á Syðra-
Laugalandi, og f Skagafirði annar, á Asi í Hegranesi.
— 5. Dala sýsla veitt Skúla Magnússyi, sýslumanni í Snæ-
fellsnes sýslu, frá 6. Juni næsta ár.
— 8. Konúngur skipaði yfirdómara Jón Pétursson til forstjóra
landsyfirréttarins ogMagnús Stephensen til fyrstadómanda.
— 10. ,Gufuskipið Valdemar fór af stað frá Kaupmannahöfn
til Islands í seinustu ferð.
— 12. Sleit upp skip á Sauðárkróki og tapaðist f sjóinn
allur fannur, sem var 600 tunnur af kjöti, og þarmeð
gærur og tólg, en skipið molbrotnaði daginn eptir.
— 14. Sýsíumaður Gullbríngu sýslu boðar miklar gjafir frá
ymsum fyrir austan, véstan og norðan til bágstaddra
sjáfarhreppa við Faxaflóa.
— 15. Reglugjörð fyrir barnaskólann á Isafirði, gefin út
af landshöfðíngja.
— s. d. Reglugjörð fyrir yfirsetukonur, gefin út af land-
lækninum og samþykkt af landshöfðíngja.
— 17. Blaðið Þjóðólfur byrjar sinn 30. árgáng. Ritstjóri
Matthías Jochumsson.
— 22. Landshöfðíngi veitir sem heiðursgjöfúr gjafasjóði Krist-
(40)