Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 53

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 53
1485 eða lengur), Brandur Jónsson lögmann, og allir góðir bændur og almúgi í greindu takmarki". — Petta heit var síðan endurnýjað optar en einu sinni, svo sem t. d. á Grund 14. Marts 1562; sömuleiðis 1633 með ráði Magn- úsar lögmanns Björnssonar, 26. Marts 1726 af Þorsteini pró- fasti Ketilssyni, og líklega optar, þó þess sé ekki hér getið. Aprilis er í almanaki Guðbrands biskups kallaður Sumarmánuður, af því sumarið byrjar þá. Merkíng orðsins Aprilis leiða menn ýmist af latínu-orði aperire, sem þýðir að opna, því þá opnar jörðin sig til allrar frjósemdar. Rómverjar héldu í fornöld hátíðir á þessum tíma árs og færðu fórnir gyðjunni Pales, sem var verndargoð fénaðar og haga; þá bjuggu þeir fjárhús sín og fjós með mikilli viðhöfn, héldu veizlur og kveiktu bál til fagnaðar, og stofnuðu ymsa leiki og dansa. Þetta kölluðu þeir Palilia. Nero keisari gaf mánuði þessum nafn sitt, en það stóð ekki til lengdar, og hélzt hið fyrra nafn eptir sem áður. Það er gamall siður í mörgum löndum, að leika sér að narra einhvern til að fara erindisleysu fyrsta eða seinasta dag Aprilmánaðar. Þetta var kallað að „narra mann Apríl", og sá eða sú var kölluð „Aprdsnarrí" eða Aprílsfífl, sem fyrir þessu varð. Menn hafa viljað leiða þenna leik af asna- hátíðinni, sem kölluð var, og var haldin 12. Januar í ka- thólskum löndum; aðrir hafa getið til, að þetta væri dregið af hinum svokölluðu píslarleikum, sem tíðkuðust á miðöld- unum og var leikið þar í meðal annars forsendíngarnar frá Heródes til Pílatus, sem orðið er að málshætti meðal manna: að fara frá Heródes til Pllatus er, að vera gabbaður. Hitt er þó líklegra, að siður þessi sé eldri en kristnin og sé frá Róma- borg, því þar var 1. April gleðidagur við enda vetrar og vors byrjun, og þá voru allrahanda leikar framdir. Sumir telja uppruna jiessa leiks frá Indlandi frá Húlí hátíðiuni, sem stóð hæst 31. Marts og var eiginlega jafndægra-hátíð í Persalandi, því þá var nýjár Persa. Þá var hent til gamans að gabba hver annan með því, að senda mann forsendíngar til að gabba hann. Á Englandi er siður, að gabba menn 1. April, það er kallað , „making April fools", því dagurinn heitir „all fools day“. Á Norður Englandi heitir April-gowk (Aprílsgaukur) og á Skotlandi er hunting the gowk, að veiða gauk, senda mann á gaukaveiðar, sama og að gabba í sendiferðum. Hjúin eru send til bóksölumanns, að spyrja um veraldarsögu fyrir sköp- unina, æfisögu afa Adams, eða um dúfumjólk o. s. frv. — Allt þetta verður að vera gjört fyrir miðjan dag, annars er leikurinn ógildur. Á Frakkiandi er Aprílsnarrínn eða Aprilsfíflið kallaður poisson d'Avril, Aprílsfiskur, þ. e. eiginlega makríll, sem er kallaður heimskastur fiska. Menn senda þar hver öðrum Apríls- fiska, eða fiskmyndir úr bréfum með sykri eða sælgæti f, sumir hafa þá úr silfri, glæsta, og ætlaða til að hafa í þeim gimsteina eða gersemar. Það tíðkaðist á Frakklandi að halda áraskipti 1. April, en í tilskipun frá Karli konúngi níunda 1564 var (51)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.