Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 37
Juli 4. ákvörðun landshöfðíngja um vegabótar framhald í
sumar yfir Svínahraun.
— s. d. Prestastefna eða Synodusþíng í Reykjavík, kom
fram uppástúnga um bætur á kjörum prestastéttarinnar.
— 5. Annar ársfundur 1 búnaðarfélagi Suðuramtsins; félags-
menn eru taldir um 200.
— s. d. Skýrsla rektors um hinn lærða skóla í Reykjavfk
skólaárið 1876—77.
— 6. Hlaðaffi fyrir austan, í Seley, af skötu og heilagfiski.
— 9. Arsfundur í deild hins íslenzka Bókmentafélags í
Reykjavík; kosnir embættismenn fyrir hið komanda ár.
— 10. Andaðist í Reykjavík Sigurður bóndi Arason, 59 ára
að aldri.
— 12. Auglýsíng um reglugjörð fyrir latínuskólann í Reykja-
vík, gefin út af ráðgjafa Islands eptir meotekið nefndar-
álit, en ekki borið undir alþíng.
— 21. Póstgufuskipið Valdemar kom til Reykjavíkur í þriðju
ferð, fór aptur 30. Juli.
— s. d. Askorun forseta Búnaðarfélagsins, yfirkenn. Halldórs
Friðrikssonar, til bænda í Suðuramtinu um að styrkja félag
þetta. Af 700 búendum í Arnes sýslu eru 33 einir, sem
styrkja félagið, í Rángárvalla sýslu af 650 einir 17, og af
300 bændum í Skaptafells sýslu einir 7, og hefir þó fé-
lagið fulltrúa í hverjum hrepp.
— 22. Andaðist Þorlákur bóndi Jónsson 1 Þórukoti í Alpta-
nes hrepp.
— 23. Guðmundur Guðmundsson frá Stóruvöllum, kand. í
læknisfræði, settur héraðslæknir í Arness og Rángár-
valla sýslum.
— s. d. Sira Bjarna Sveinssyni á Stafafelli veitt lausn frá
þessu embætti frá fardögum 1878.
— s. d. Gufuskipið Diana kom til Akureyrar kl. 6 e. m.
flutti farþega frá Kaupmannahöfn, frá Skotlandi, Seyð-
isfirðí og Húsavík; fór aptur 25. Juli.
— 24. 25. Rigníngar miklar norður í Yxnadal, og skriðu-
föll til skemmda.
— 28. Andaðist hreppstjóri Jósep Jóelsson á Spákonufelli
á Skagaströnd, hérumbil sjötugur að aldri.
— s. d. Landshöfðíngi samþykkir, að Björn ritstj. Jónsson
taki að sér útgáfu á kennslubókum eptir Benedikt Grön-
dal aðjunkt, sem er steinafræði og dýrafræði.
— 29. Strandaskipið Diana kom til Reykjavlkur með 40
farþega, fór aptur n. August.
August 2. Tombóla fyrirætluð á Eskifirði og skyldi ágóðinn
gánga til barnaskóla í Reyðarfjarðarhrepp, hver seðill 25 a.
— 3. Komu þeir að sunnan norður til Akureyrar: Feilberg,
danskur jarðyrkjumaður og Sveinn Sveinsson búfræð-
íngur, þeir fóru norður að Mývatni og víðar, að skóða
sig fyrir um jarðyrkjumálefni.
(35)