Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 56

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 56
grænar greinir í kross um hérumbil 5 faðma lánga braut; þá var biskupinum eða páfanum fengin ( hendur ein af sterkustu greinunum, en aðrar prelátum, kardínálum eða öðrum höfð- íngjum. Þá var súngin píníngarsagan, og þeir sern voru í gaungunni héldu greinunum í höndum sér og gengu með þær um hríng í kirkjunni. Pálmasunnudagur var nefndur ymsurn nöfnum, svosem friðþægíngar sunnudagur, eða hlífðar sunnu- dagur, því það var sumstaðar venja, eptir Gyðínga sið, að gefa bandíngja lausa úr fjötrum, og sumir auðugir menn meðal kristinna gáfu upp skuldir þeim þann dag, sem voru skuldunautar þeirra. A hverjum degi í píningar-vikunni, sem kölluð var, héldu menn guðsþjónustu og var lagt út af plnunni Krists, þar eptir fékk vikan það nafn, en hún var einnig kölluð hin kyrra vika, því þá urðu allar skemtanir að hætta, og tíðkast það nafn ennþá í Danmörku. Sá dagur var einna hátíðlegastur haldinn, sem var fimtu- dagurinn (það er 10. April á árinu 1879), * minníngu þess, að þá var stofnuð kvöldmáltíðin, og heitir það skíri þórsdagur, eða Skírdagur, og er haldinn, sem kunnugt er, í minníngu þess, að Kristur setti þá inn kvöldmáltíðar sakramentið. I þá minníng var hátíðisdagur þessi settur ár 692 af Leo páfa hlnum öðrum með því nafni, og það er venja enn í dag í öllum kathólskum kirkjum og griskum, og í fleslum prótestanta kirkjum. A þessum degi þvoði Kristur fætur lærisveina sinna, og til að breyta eptir þessum sið var það tekið upp af ymsum tignum herrum, svosem páfa og öðrum kathólskum höfðíngjum, og er haldið þeim sið enn í dag, að þeir þvo fætur I2fátækra ölmusumanna á þessum degi, til að gefa eptirdæmi kristilegrar auðmýktar. Austurríkis keisari hefir þenna sið enn í dag sérhvern skírdag. Það er einnig siðvenja á þessum degi í Suðurlöndum, að búa upp með grænum laufkvistum hús s!n og heimili og eptir því hefir dagur þessi nafn á latínu og ymsum öðrum málum (dies viridiuni). Ölturin voru þá þvegin með víni og vatni, prestar rökuðu skegg sín, sem þeir höfðu ekki hreyft alia föstuna og svo var um fleira. Það var sum- staðar venja að borða kál, og stundum blanda saman á einum diski níu káltegundum á Skírdag. Það var til merkis um, að dagurinn táknaði vor og gróður. Daginn eptir Skírdag er föstudagurinn lángi, (11. April árið 1879) sem er helgaður minníngunni um pínu og dauða frelsarans, sem fyrst varð endir á að áliðnum þessum degi. Föstudagurinn lángi er hann kallaður, því dagar mótlætisins finnast manni ávallt vilja líða seint, þar sem gleðinnar dagar lfða fijótt; á Englandi er hann kallaður föstudagurinn góði. A þenna mánaðardag var andláts dagur Leo hins fyrsta, páfa í Rómaborg, sem og var nefndur hinn rriikli, og er sá dagur merkidagur og kallaður Leónisdagur. A dögum Leons páfa varð hin rnikla herferð Atia Húnakonúngs, og ætlaði hann að taka Rómaborg, en Leó páfi fór í móti honum og kom (54)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.