Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1879, Blaðsíða 62
Gordianus og Epimachus. Gordianus fékk þá skipun af Julianus
keisara, að láta hinn helga Januarius, sem er síðan varnaðar-
maður kristinna manna í Neapelsríki, fórna til goðanna, því
þá var ofsókn móti kristnum mönnum, en fyrir játníng og
prédikan Januarius varð hann snúinn til réttrar trúar, ásamt
með konu sinni. Þá er Julianus keisari fékk þetta að víta,
lét hann taka Gordianus, og þegar hann vildi ekki sverja af
sér trúna, lét hann fyrst slá hann með svipum og hálshöggva
síðan. Líkinu var kastað fyrir hunda, en þegar þeir vildu ekki
snerta það, tóku hinir kristnu menn það burt og grófu það
eigi langt frá Róm við hliðina á píslarvottinum Épimachus.
12. Mai. Pankratiusmessa er kennd við höfðíngja einn
af Frygíalandi; hann fór úngur til Rómaborgar, og var honum
þar kennd kristin trú og skírn veitt. Hann hélt svo fast trú
sína, að engin hótan eða loforð gátu fengið hann til að hopa
af trúnni, var hann því hálshöggvinn í einni ofsókninni á
dögum Diocletianus keisara, en síðan tóku kristnir lík hans
og grófu. Nú er hann grafinn í kirkju, sem er reist honum
til vegsemdar í Rómaborg, en höfuð hans er grafið í Lateran-
kirkjunni. Heilagur dómur hans er sýndur víðar í kirkjum,
bæði á Ítalíu, í Érakklandi, á Hollandi, Spáni og víðar, og
hin elzta kirkja í Kantaraborg á Englandi er helguð honum.
— Þenna dag er ákveðið, að vorvertíð skuli byrja 1869 á
Suðurlandi, en daginn eptir á að byrja markaður í Reykjavík
og standa þrjá daga, en daginn þar á eptir (14. Mai) er
vinnuhjúa skildagi.
15. Mai er helgaður minníngu Hallvarðs hins helga. Hann
var frændi Ólafs konúngs Haraldssonar og hefir verið saga af
honum frá fornu, en ekki er til af henni nú, nema fáeinar Knur á
skinnbók einni í safni Árna Magnússonar, og er það brot gefið
út í Heilagra manna sögum eptir Unger. Til er og kvæði á
íslenzku um hinn helga Hallvarð, og er ekki prentað enn.
Hallvarður hinn helgi var skotinn til dauðs og sökktur niður
í DrammsQörð. Á prímstöfum er Hallvarðsmessa merkt með
mylnusteini, af því hinum helga Hallvarði var sökkt niður með
mylnusteini, en stundum var dagurinn merktur með dropum,
sem átti að þýða kornsáð, því Hallvarðsmessa var talin bezti
sáðdagur. Sá sem ekki sáði þá, bjó sig undir árþrot, þ. e.
að hann þryti vistir á því ári.
10. Mai. Með fimta sunnudegi eptir páska byrjar þá
uppstigníngardags vikan eða gángdaga vika. Þessir dagar voru,
eins og fyr var getið, til þess helgaðir, að gánga yfir tún og
engjar og biðja til árs og gróðrar. Dagur þessi, 18. Mai, er
helgaður minníngu Eiríks Svía konúngs, Játvarðssonar, sem
féll 1160 á þessum degi. Sumir láta þenna Eirík konúng vera
Eirík plógpenníng, Dana konúng. Eiríkur Svía konúngur Ját-
varðsson var dóttur-sonur Blót-Sveins, Svía konúngs og var
mjög kappsamur að halda fram kristinni trú. Magnús Hin-
riksson frá Danmörku, sonur Hinriks skötulærs, kom með her
til Svfþjóðar, sigldi upp eptir Fýrisá til Uppsala, og kom þar
(60)