Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 9
Umhverfis-
stofnun kærð
Náttúruperlan Dyra-
hólaey, sem friðlýst var árið
1978 að frumkvæði bænda,
er nú ekki lengur það grið-
land fjölskrúðugs fuglalífs
sem til var stofnað á sínum
tíma. Ástæðan er sú að
Umhverfisstofnun opnaði
svæðið, þriðja árið í röð, á
miðjum varptíma fyrir tak-
markalausri umferð bif-
reiða og gangandi fólks.
Ábúendur í eynni sem
byggt hafa upp æðarvarp
þar og annast umhirðu
landsins hafa kært ákvörð-
un Umhverfisstofnunar til
umhverfisráðherra. Kær-
endumir halda því fram að
þetta stangist á við náttúm-
verndarlög og ákvæði frið-
lýsingar.
Tjónið metið
Matsmenn vinna nú á
úttekt á skemmdunum
sem urðu á verslunar-
miðstöðinni Firði vegna
eldsvoðans þar á þjóðhá-
tíðardaginn. Mun niður-
staða þeirra liggja ljós eft-
ir helgina. Klæðning á
öllu húsinu er ónýt en
engar skemmdir urðu
innandyra. Talið er að
unglingar hafi kveikt í
tjörapappa undir klæðn-
ingunni.
Grjóthleðsla í
víkingastíl
Fram-
kvæmdir við
grjóthleðslu
standa nú yfir á
Oddanum á
Þingeyri þar
sem verið er að
útbúa aðstöðu
til útiskemmtana í víkinga-
stíl. Verkið þykir ganga vel og
má lesa á Þingeyrarvefnum
að því sé ædað að verða lok-
ið að mestu áður en Dýra-
fjarðardagar verða haldnir,
fyrstu vikuna í júh'. Um er að
ræða hringhleðslu með eld-
stæði í miðjunni, sviði,
bekkjum og borðum fyrir
150-200 manns, auk griilað-
stöðu. Áædaður kostnaður
við fyrsta áfanga verksins er
rúmar 4 milljónir króna.
Svipuðverð-
bólga og í
EES
Verðbólga mælist
2,3% í EES-ríkjunum í
maí en 2,4% á íslandi
samkvæmt samræmdri
vísitölu neysluverðs sem
Hagstofan birtir. Hækk-
anir á íslandi era sam-
kvæmt þessu í takt við
almennar hækkanir EES
rfkja og evrasvæðis á
sama tíma, en á evra-
svæðinu mælist 2,5%
verðbólga. Almennt er
verðbólga að aukast í
helstu viðskiptalöndum.
Mikið af þessum hækk-
unum má hins vegar
rekja til hækkunar á
heimsmarkaðsverði á
olíu í maí.
íbúar húss í miðbænum vísuðu innbrotsþjófum á dyr. Þjófarnir höfðu ekki þurft að
brjóta sér leið inn heldur keyptu þeir sér þjónustu atvinnumanns til að komast inn.
Brodst var inn í hús í miðbæ
Reykjavíkur 12. júm' síðastliðinn og
nutu innbrotsþjófamir góðrar þjón-
ustu lásamiðs við innbrotíð. Klukkan
var 7 að morgni og innbrotsþjófamir
þrýstu fyrst á tvær bjöllur við dyr
hússins en íbúarnir fóra ekki til dyra,
orðnir vanir næturhringingum og
áttu ekki von á neinum gestum.
Þeir tóku hins vegar á mótí inn-
brotsþjófunum, nokkrum einstak-
lingum sem taldir era eiturlyfjaneyt-
endur, og ráku þá öfuga út. Ibúar
hússins vinna nú sjálfir að því að
komast að því hvaða lásasmiður var
svo liðlegur við innbrotsþjófana.
Vilja vara fólk við
„Við kipptum okkur ekki mikið
við að hringt væri á bjöllu, það gerist
af og til á þessum slóðum. En svo var
þetta dularfulla fólk komið inn og
sem von er þá brá öllum, bæði okk-
ur og þeim. Við hentum þeim auð-
vitað út, en uppúr dúmum kom að
þau höfðu einfaldlega hringt í lása-
smið og ekki þurft að sýna skírteini
eða sanna á annan hátt rétt þeirra til
aðgangs. Þetta finnst okkur afar al-
varlegt og teljum við rétt að vara fólk
við þessum möguleika," segir hús-
ráðandi á staðnum.
Húsráðendur vilja ekki koma fram
undir nafni eða geta nánar opinber-
lega um staðsetningu hússins af ótta
við hefhdaraðgerðir af hálfu inn-
brotsþjófanna. Viðmælandi blaðsins
segir að húsráðendur vilji „ekki fá
dópistana í hausinn" og að aðallega
sé við lásasmiðinn að sakast.
Ófyrirgefanleg vinnubrögð
„Við höfum sjálf tekið upp á því
að hringja í alla þá sem bjóða upp á
lásasmiðsþjónustu. Svör á einum
staðnum vora heldur loðin að okkar
matí, talað var um að þeir væra með
afleysingarfólk í vinnu, þeir myndu
kanna málið og hafa samband eftir
helgi. Það gefur auga leið að fólk get-
ur ekki verið öraggt ef það viðgengst
að hver sem er getur fengið lásasmið
til að opna fyrir sig hvar sem er, án
þess að þurfa að sýna ffam á búsetu
sína á viðkomandi stað.“
Húsráðandinn segir að viðkom-
andi lásasmiður hafi einfaldlega
mætt á staðinn, opnað fyrir fólkinu
og farið. Innbrotsþjófarnir hafi
fengið þjónustuna án vandkvæða.
„Af því að við svöraðum ekki dyra-
bjölluhringingunum hélt þetta fólk
að enginn væri heima, en stað-
reyndin er sú að við eram hætt að
kippa okkur upp við þessar nætur-
hringingar. Fólkið fór án vand-
kvæða og náði engum verðmætum,
en það er hins vegar lásasmiðurinn
sem má vera með öllu meira sam-
viskubit. Þetta era ófyrirgefanleg
vinnubrögð."
fridrik@dv.is
Lásasmiður opnaði
íyrir bjófana •
„Goð þjonusta. Þegarengmn
svaraði hringdu innbrotsþjófarnir
í lásasmið sem opnaði og bað
ekki einu sinni um skírteini.
Leitað að þjóðarblómi íslendinga
Ráðherrar vilja að þjóðin velji blóm
Stjórnvöld á íslandi hafa ákveðið
að kanna hvort tilefni sé til að eitt til-
tekið íslenskt blóm beri sæmdar-
heitið „þjóðarblóm íslands“. Verk-
efiiisstjórn með fulltrúum fjögurra
ráðuneyta hefur umsjón með verk-
efninu en Landvernd sér um fram-
kvæmdina. Fyrir nokkra var auglýst
eftír tilnefningum og bárast fjöl-
margar. Úr þeim vora valdir 20
frambjóðendur til þjóðarblóms og
má kynna sér blómin í bæklingi sem
dreift verður í þjónustustöðvum Olís
í sumar. Tilgangur þessa verkefnis er
tvíþættur; annars vegar að athuga
hvort finna megi blóm sem gæti haft
táknrænt gildi, verið sameingartákn
og nýtanlegt í kynningar- og
fræðslustarfi hér heima og erlendis.
Hins vegar að skapa umræður um
blóm og gróður svo auka megi sam-
stöðu um gróðurvernd. Nauðsynlegt
er að þjóðin geti tekið virkan þátt í
að velja þjóðarblómið og má vel
nota sumarið til að kynna sér frarn-
bjóðendurna. Fyrri hluta október-
mánaðar geta landsmenn kynnt
niðurstöður sínar í opinni skoðana-
könnun og verða úrslitin í valinu á
þjóðarblóminu kynnt síðasta sum-
ardag, 22. október.
Nánari upplýsingar um leitina að
þjóðarblóminu er að finna á vef
Landverndar, www.landvernd.is.
Myndirnar af blómunum tók Jó-
hann Óli Hilmarsson, þær eru úr
bæklingi Landverndar, Leitin að
þjóðarblómi íslands
Tiyggvi Felixson framkvæmda
stjóri Landverndar
Stendur að valinu á þjóðarblóminu.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
Einn fjögurra ráðherra sem ætla að ákveða
hvaða blóm getur verið sameiningartákn.
Þjóðarblómin
Það eru 20 frambjóðendur
tilnefndirsem Þjóðarblóm Islands.
LANDVERND
hjOÐAR
BLÓMi