Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Síða 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 29 r Leikkonan Alex Kingston úr Bráðavaktinni hefur dregið til baka fullyrðingar sínar um að hún hafi verið rekin úr þáttunum vegna þess að hún sé of gömul. Kingston, sem er , bresk, sagði fyrir skemmstu að höfundar þáttanna hefðu skrifað, sig út úr þeim, sökum þess að hún væri of gömul, 41 árs. Um- mælin vöktu mikla athygii og nú hefur hún dregið í land með þau. Kingston heldur því nú fram að um sameigin- lega ákvörðun hafi verið að ræða þegar hún hætti í Bráða- vaktinni. Breski leikarinn Or- lando Bloom er efstur á lista bandaríska tíma- ritsins People yfir fýsilegustu pipar- sveina heims. Or- lando, sem skotið hefur upp á stjörnuhimininn fyrir hlut- verk sín í Hringadróttinssögu- myndunum og Pirates of the Caribbean aukTróju, skaut þar með mönnum á borð við Tom Cru- ise og Ben Affl-eck ref fyrir rass. Lenny Kravitz er yfir sig ánægður með að Courtney Love er flutt í sama hús og hann býr í. í viðtali vestra sagði hann Courtney sérstaklega spennnandi ná- granna. „Hún hleypur nakin um. Ekki bara inni hjá sér, hún er nakin í lyftunni, á göngunum og í and- dyrinu. Auk þess er hún yndisleg manneskja, hún er auðvitað eins og hún er í sviðsijósinu en þegar maður spjallar við hana kemur í Ijós að hún er bráðgreind og vönduð, inni í sér,". Sílikonbomban Jordan passar upp á að gera eitthvað frétt- næmt í hverri viku. Jordan, eða Katie Price eins og foreldrar hennar skírðu hana, var að kaupa sér nýjan bíl með öllum mögulegum aukahlutum og býður örugglega kærastanum Pet- er Andre á rúntinn á næstunni. sm vio varaimnn Svo virðist sem breska pressan fái aldrei nóg af stúlkunni Jordan enda hefur hún fullkomnað þá list betur en flestir aðrir að vefja fjöl- miðlum um fingur sér. Allt sem stúlkan tekur upp á kemst í slúður- blöðin enda er hún vön að gera flest allt í mjög efnislitlum klæðum, eins og að versla í matinn, fara í bíó, bursta í sér tennurnar og nú síðast kaupa sér nýjan bfl. Bíllinn sem um ræðir er engin smásmíði, ekki frekar en hún sjálf, Aston Martin kaggi sem hún hefur látið sérsprauta bleikan svo hann passi við varalit- inn. Þeir hjá Aston Martin verk- smiðjunum segja það minnsta mál- ið að sérsprauta bílana og að það eina sem stúlkan þurfti að gera hafi verið að borga nokkur hundruð þúsund krónur í viðbót við 13 millj- ónirnar sem bílíinn kostaði. Auk sérvalins litar fylgir bílnum stuðara- nemi sem kemur í veg fyrir að stúlk- an rekist í aðra bfla þegar hún legg- ur í stæði, geislaspilari svo hún geti spilað nýjustu plötu kærasta síns, Peter Andre og gervihnattastað- setningartæki svo hún rati nú á klúbbana og heim aftur. Og allt þetta með sérstakri hristi- og höggvörn svo djásnin hennar verði nú fyrir sem minnstu hnjaski. Já, svo sannarlega var mér refsað Frank Castle er bugaður maður. Hann situr einn í litlu íbúðinni sinni, ber að ofan, hel köttaður, oh'uborinn og sjússar viskí og maular á sardín- um. Hann hugsar bara um eitt og það er að koma Howard Saint, manninum sem lét slátra fjölskyldu hans, fyrir kattarnef. En fyrst þarf hann að útbúa The Punmobile, fela handsprengju á klósettinu, ef svo skyldi fara að hann myndi slást við einhvern jötunn sem myndi henda honum þangað inn og fá spáköku- speki frá falíegu konunni með öm- urlega kærastann, sem býr í sama húsi og hann. Frank Casde er nefnilega Refsar- inn og hann mun refsa öllum þeim sem brjóta á saklausum og gera það af hörku. Þess vegna skil ég ekki af hverju hann fer ekki á eftir framleið- endum þessarar myndar sem svo sannarlega níðast á hinum almenna borgara með þessari hörmung. Þessi mynd er í öðru sæti hjá mér yfir óviljandi fyndnustu myndir árs- ins, með You Got Served í öruggu fyrsta sæti. Atriði sem hafa væntan- lega átt að vera ofboðslega töff eru nú orðin sprenghlægileg, hómóeró- tísk myndskeið og það virðist sem leikstjórinn hafi ekki alveg vitað hver markhópurinn væri, ungir karlmenn sem ffla hasarmyndir eða ungir karl- menn sem ffla olíuboma karlmenn í hasarmyndum. Ég myndi veðja á það seinna. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Jonathan Hensleigh stígur hér sín fyrstu skref sem leikstjóri eftir að hafa skrifað sumar af verstu stór- myndum sem gerðar hafa verið, eins og The Saint, Jumanji og Arma- geddon, og það sést að hann hefur ekkert lært af því að vera í kringum alla þessa hasarmyndaleikstjóra því að öll leikstjórn er svo vita máttlaus og óspennandi að það er engu lagi Iflct. Handritið er annar kapítuli. Það er byggt að einhverju leyti á seríunni „Welcome Back Frank" sem var skrifuð af Garth Ennis og er þrælgóð saga, mjög svo yfirdrifin og skemmtileg. Þeir hafa tekið allt það góða úr henni, hent því og skilið eft- ir allar klisjurnar. f fyrstu er Frank Casde kynntur sem fjölskyldufaðir sem á alveg viðbjóðslega hamingju- sama íjölskyldu, konu sem talar við hann í frómurn ástarorðum og svo hryllilega góðan strák að maður fær hroll af öllu sírópinu sem vellur út úr þeim. Þetta er gert svo að við verð- um líka reið þegar fjölskyldan hans er myrt af glæpagenginu og líka svo að Castíe geti verið með pírð augu, fýlusvip og þvingaða djúpa rödd þegar hann „endurfæðist" sem Refs- arinn. Eiginlega mistekst þetta allt saman og við endum uppi með eitt- hvað nett pirraðan gaur sem virðist vera blindfullur allan tímann. Leikurinn er lflca alveg skelfileg- „Frank Castle er nefnilega Refsarinn og hann mun refsa öllum þeim sem brjóta á saklausum og gera það afhörku. Þess vegna skil ég ekki afhverju hann fer ekki á eftir framleiðendum þessarar myndar sem svo sannarlega níðast á hinum almenna borgara með þessari hörmung." The Punisher Sýnd i Smárabíói og Laugarásbíói. Leikstjori: Jonathan f!rj) Hensleigh. Aðalhlutverk: Tomas |jj Jane, John Travolta, Will I Patton, Rebecca Romjin-Stamos ★ Ómar fór ur. Tomas Jane er alveg arfaslakur leikari og gjörsamlega vitíaus í þetta hlutverk. Hann hefur ekki lflcams- burðinn til þess að vera sannfærandi og getur ekki verið ógnandi í eina sekúndu. John Travolta ofleikur ekki eins mikið og ég hélt að hann myndi gera og er allt í lagi sem illmennið Howard Saint en sá maður sem kemst skammlausast frá þessu öllu saman er Will Patton, hann er alveg rosalega töffaralegur og vannýttur leikari sem mig myndi langa að sjá meira af. Það er of mikið að þessari mynd og ef ég myndi lista alla þá galla sem kæmu fyrir í henni þá yrði þetta endalaust. Þannig að ég enda þetta bara á því að segja að ef þið viljið sjá skítsæmilega Punisher-mynd þá ættuð þið að leita uppi Dolph Lund- gren útgáfuna frá ‘89. Það voru alla vegna ninjur í henni. Ómar öm Hauksson Stjörnuspá Huldar Breiðfjörð rithöfundur er 32 ára í dag. „Honum er ráðlagt að skynja til fulls hvað undirmeðvitund iráðleggurhonum. Hann er fær um að gefa jsig óskiptan þegar hann I skynjar sína innri glóð j sem lýsir upp sálu hans þegarfögnuður og frelsi bir tilveru hans," segir í stjörnuspá hans. Huldar Breiðfjörð Vatnsberinn (20.jan.-i8. febrj H vx V\ Ekki ýta fólki frá þér og halda því í fjarska ef þú óttast náin tengsl þessa dagana. Umhyggja og umburðar- lyndi einkennir þig. Ekki höndla tilfinn- ingar þínar eins og tímasprengju. Lærðu að treysta sjálfinu og náunganum. Fiskarnir 09. febr.-20. mars) Þú setur þér eflaust háleit markmið og umgengst helst ekki fólk sem er staðnað að þínu mati. Fólk eins og þú veit hvert það ætlar sér og kemst þangað á endanum. Ef þú ert ekki sátt/ur við félaga þína ættir þú ekki að loka þig af heldur ræða málin opinskátt. Hrúturinn (21.mars-19.apnn Þú ert þín eigin fyrirmynd og allar hindranir sem verða á vegi þínum eru vissulega yfirstíganlegar. Þróaðu með þér meira sjálfsálit út júnímánuð. Árangurer svarið. Ö NaUtíð (20. aprll-20. mal) Ef þú átt það til að gefa eftir í stað þess að elta drauma þína í júnf, ættir þú að reyna að kynnast valdi sjálfsins en á sama tíma og þú áttar þig á eigin tilfinningum finnur þú að allur ótti hverfur og styrkur þinn eykst til n W\bmm (21.mal-21.júnl) Ef þú leitar að valdi og yfirráð- um yfir fólki þessa dagana, þá sóar þú kröftum þínum til einskis. Mundu orð þessi þegar kemur að starfi þínu og ekki síst stöðu þinni. Knbbmn (22.júni-22.júii)______________ Opnaðu tilfinningagáttir þínar enn betur ef þú vilt að draumar þínir lifni við fyrr en síðar. Ekki loka á tilfinn- ingar þínar gagnvart umhverfi þínu. []Óm<!)(23.júli-22.ágúst) Ekki láta dagana framundan renna þér úr greipum án þess að aðhaf- ast nokkuð sem veitir þér gleði og ham- ingju. Þú ættir að sætta þig við með- fædda eiginleika þína, neikvæða jafnt sem jákvæða og minna þig á þá geysi- legu hæfileika sem þú býrð yfir. Meyjan (22. ágíst-22. sept.) Ástarhiti birtist hér en þar ertu á réttum miðum ef þú finnur fyrir vellíðan innra með þér þegar þú ert ( nálægð með þeim sem þú elskar. Q VOgin (23. sept.-23.okt.) Þú býrð yfir takmarkalausri þrá og hæfileika til að leika aðalhlut- verkið í Iffinu. Þú ert í góðu jafnvægi þessa dagana og færð útrás þegar starf þitt er annars vegar. Hér kemur fram að þú helgar þig vinnu þinni og skyldum af alhug en ættiraldrei að gleyma þínu næma innsæi og ákveða innra með þér að hætta stöðugt að leita. ITL Sporðdrekinn^.on-ií.MKj Þú ættir að opna betur huga þinn með því að koma auga á nýjar ieiðir sem opna að sama skapi fýrir þér óteljandi möguleika. / Bogmaðurinn /22. nóv-27. r/«j Reyndu eftir fremsta megní að vera ekki háð/ur árangri með verk- um þínum. Þegar þú hættir að vera háð/ur getur þú framkvæmt og ekki síður eignast allt sem þú kýst. Ef þú leitar að öryggi ættir þú að hefja leit þína innra með þér tii að byrja með. Farsæld tengist breytingum sem birtast hér. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Nýttu þinn sterka og eðlis- læga baráttuvilja sem býr án efa innra með þér vikuna framundan. z SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.