Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Síða 31
DV Síðasten ekkisíst MÁNUDAGUR 21. JÚNÍ2004 31 Þjóðaratkvæðagreiðslur og forsetinn Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti ákvað að vísa fjölmiðlalögun- um til þjóðarinnar upphófst skond- in umræða: Af hverju þetta mál? Hafa ekki ýmis önnur og mikilvæg- ari mál verið þess virði að þjóðin greiði um þau atkvæði? Nú síðast hefur Vigdís Finnbogadóttir bæst í hópinn og sagst frekar hafa sent Kárahnjúkavirkjun til þjóðarinnar fremur en fjölmiölalögin. Áhugaleysi þingmanna Það virðist nokkuð einhlít regla jafnt á íslandi sem annarstaðar að valdamenn eru á móti þjóðarat- kvæðagreiðslum. Þar sem slíkar at- kvæðagreiðslur fara reglulega fram er það vegna þess að það er bundið í stjórnarskrá að greiða skuli atkvæði um tiltekin mál eða þá að almenn- ingur getur að eigin frumkvæði kraf- ist slíkrar atkvæðagreiðslu. íslenskir stjórnmálamenn líta á þjóðaratkvæðagreiðslur sem aðför að þingræðinu, einskonar náttúr- hamfarir sem þeir verði að láta yfir sig ganga. Þrátt fyrir að það hafi ver- ið ljóst í 60 ár að forsetinn hafi rétt til að vísa málum til þjóðarinnar hafa alþingismenn ekki sett lög um fram- Ólafur Ragnar á vissu- lega stuðning skilinn fyrir að vísa fjölmiðla- lögunum til þjóðar- innar. Mikilvægast af öllu erþó að breyta viðhorfum til slíkra atkvæðagreiðslna. Kjallari kvæmdina, hvað þá að þeir hafi sett almenn lög um þjóðaratkvæða- greiðslur. Astæðan fyrir þessu er einföld: þeir hafa ekki áhuga á slík- um atkvæðagreiðslum þar sem þær geta dregið úr völdum þeirra. Af hverju ekki fyrr? Margir höfðu óttast hálfgert stríðsástand vegna ákvörðunar for- setans. Viðbrögðin hafa þó verið önnur: Annars vegar almenn ánægja almennings og hins vegar fyla ráða- manna. f stað þess að Olafur Ragnar verði fyrir gagnrýni, þá er nú spurt: af hverju höfum við ekki fyrr fengið að greiða atkvæði um mál? Ákvörð- un Ólafs opnar fyrir gagnrýni á fýrri forseta, ekki síst Vigdísi Finnboga- dóttur. Ég held að það séu ekki mjög margir sem hafi trú á því að Vigdís hefði í raun sent Kárahnjúkavirkjun til þjóðarinnar. Vigdís var sannar- lega vinsæll forseti, en var hún sterk- ur forseti? Lét hún ríkisstjómina hóta sér og vísaði því ekki samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið til þjóðarinnar? Ég ætla ekki að svara þessum spumingum hér (enda er ég ekki viss um svarið), en tel nokkuð víst að þær munu ekki hverfa. Auðvitað var fúll ástæða fyrir þjóðina að greiða atkvæði um Kárahnjúkavirkjun og mörg önnur mál, þar á meðal um Evrópska efna- hagssvæðið. Líklega veikir það forseta- embættið að hefja sig um of yfir póli- tísk deilumál í nafni hugmynda á borð við sameiningartákn þjóðarinnar. Hættan við slíkt sameiningartákn er auðviðað að það verði innihaldslaust og þar með merkingarlaust. Einnig má haida því ff am með rökum að fyrri for- setar hafi miklað fyrir sér þjóðarat- kvæðagreiðslur, enda viðtekið að slík- ar atkvæðagreiðslur væm aðeins æski- legar í ýtmstu nauðsyn. Þetta var síðan túlkað með svo öfgafúllum hætti að þjóðaratkvæðagreiðslur hafa aldrei farið fram! Aðferð til ákvarðanatöku Ólafur Ragnar á vissulega stuðn- ing skilinn fyrir að vísa fjölmiðla- lögunum til þjóðarinnar. Mikilvæg- ast af öllu er þó að breyta viðhorf- um til slíkra atkvæðagreiðslna. Al- mennt styðja menn slíka atkvæða- greiðslu ef þeir em vissir um að vinna. Þannig er stjómarandstaða á hverjum tíma hrifnari af slíku en rfkisstjórn, enda hefur stjómin miklu að tapa en andstaðan allt að vinna. Ólafur Ragnar hefur lagt áherslu á þjóðaratkvæðagreiðslu sem aðferð við ákvarðanatöku, hann sé í raun ekki að taka neina af- stöðu með eða á móti fjölmiðlalög- unum. Réttur forsetans til að vísa málum til þjóðarinnar er vissulega mikilvægur, en ekki er víst að þessi aðferð henti ávallt. Þannig má færa rök fyrir því að heppilegast hefði verið að undirbúa Kárahnjúkavirkj- un frá byrjun með það fyrir augum að endanlegt vald lægi hjá þjóðinni. Ef Vigdís hefði vísað EES tfi þjóðar- innar, er þá ekki líklegt að það hefði breytt viðhorfum til slíkra atkvæða- greiðslna og flestum hefði nú fund- ist eðlilegt og sjálfsagt að greiða at- kvæði um Kárahnjúka? Vonandi verður sú raunin með ákvörðun Ólafs Ragnars. Séra Ólafur Skúlason var um árabil biskup yfir íslandi. Áður en Ólafur tók við því embætti gegndi hann starfi sóknarprests í Bústaðakirkju um ára- tugaskeið. Ólafur naut vinsælda í starfi sóknarprests og virðingar í bisk- upsembættinu. Hann sat þó ekki eins lengi á biskupsstóli og viö var að bú- ast. Bundinn var endir á þann feril Ólafs eftir að nokkrar konur settu ff am ásakanir á hendur biskupi fyrir meinta alvarlega kynferðislega mis- notkun þegar hann gegndi fyrri störf- um. Ólafúr neitaði staðfestlega allri sök en hrökklaðist eigi að síður úr stóli sínum. Af öðmm málum sem Ólafur biskup blandaðist í var deila við umsjónarmenn Spaugstofunnar vegna efnistaka varðandi kristindóm- inn. Ólafur kærði Spaugstofumenn fyrir guðlast í frægum Páskaþætti. Eft- ir lögreglurannsókn og yfirheyrslur taldi ríkissaksóknari þó ekki efni til ákæm. Ólafur hefur verið á eftirlaun- um frá því í árslok 1997, eða frá því að eftirmaður hans, séra Karl Sigur- bjömsson, var kjörinn af prestastétt- inni í biskupsembættið. Séra Ólafur situr nú í helgum steini ásamt eigin- konu sinni, Ebbu Sigurðardóttur, við Kirkjusand í Reykjavík. Misþungir tíkallar renna misvel í raufinni Seðlabankinn að drepa sjálfsala Sláttur á tíukróna mynt Seðla- bankans árið 1996 setti sjálfsala landsins úr skorðum þegar tíkallamir vom settir á markað þremur ámm síðar. Tíkallamir vom úr annarri mál- blöndu en aðrir og að auki léttari þannig að þeir mnnu ekki sem skyldi í rauf sjálfsalana og skiluðu sér yfirleitt í gegn án þess að nokkuð fengist fyrir þá: „Þetta var vandamál og er enn því Seðlabankinn sló þessa mynt án þess að spyrja kóng eða prest. Fyrir bragð- ið urðum við að senda myntkerfi okk- ar til endurstillingar í Noregi á eigin kostnað," segir Ólafur Jóhannesson, tæknistjóri hjá Selecta, sem rekur sjálfsala með sælgæti og samlokum víða um land. „Þessi tíkall var úr krómi á meðan aðrir em úr blöndu af krómi og nikkeli," segir Ólafur. Vandræðin bimuðu einnig á öðr- um sem reka sjálfsala og þá sérstak- lega kóksjálfsölum Vífilfells. Þá sjálf- sala þurfti einnig að senda utan til stillingar. Þar með em vandræði sjálfsalanna ekki upptalin því nú stefnir allt í að ffamleiðslu á kerfinu sem notað hefur verið fyrir íslensku myntina verði hætt. Verða sjálfsala- fyrirtækin þá að treysta á þau kerfi sem em til staðar og í notkun og við- halda þeim svo lengi sem hægt er. Ólíklegt er talið að erlendir framleið- endur kerfanna leggi út í þá fjárfest- ingu að hanna nýtt kerfi aðeins fyrir ísland. Þá þyrfti að breyta öllu mynt- kerfinu til samræmis við sjálfsalana. Samstarf hefur nú tekist á milli Seðlabankans og sjálfsalafyrirtækj- anna að ekki verði ráðist í breytingar á myntsláttu hér á landi án samráðs þar að lútandi. Upp á síðkastið hafa neyt- endur tekið eftir sams konar vand- ræðum með hundrað krónu myntina og tfkallana og er það mál í skoðun. „Við ættum að taka Bandaríkja- menn okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Þar em peningamir alltaf eins,“ segir Ólafur hjá Selecta. Ólafur Jóhannessc , '"ðsjálfsalann andaríkjunum eru Penngarniralltafein: Duglegum krökkum býðst nú að selja DV í lausasölu og þeir sem selja blaðið fá 70 kr. af hverju seldu blaði virka daga en 90 kr. um helgar. Ef þú selur 10 blöð á hverjum degi frá mánudegi til laugardags þá vinnur þú þér inn 4.400 kr. á viku eða 17.600 á mánuði. Þú sækir blaðið til okkar í Skaftahlíð 24 að morgni og skilar síðan af þér óseldum blöðum og sölunni þegar þú ert búin. Við greiðum þér launin strax. Blaðið er selt með því að ganga í fyrirtæki og heimili eða við fjölfarna staði. Blaðberar DV og Fréttablaðsins geta líka fengið blöðin send heim og gert upp vikulega. Náðu þér í vasapening í sumar með því að selja skemmtilegt Œ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.