Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2004, Qupperneq 32
r* / t C CJjj C 0 ÍJ Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhrínginn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^nafnleyndarergætt. r-j r-j
550 5000
SKAFTAHLÍÐ 24, 10$ REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS50S000
• Þegar rætt hefur verið um
hugsanlegan eftirmann Stefáns
Baldurssonar í embætti
þjóðleikhússtjóra hefur
nafn Davíðs Oddssonar
skotið upp kollinum og
töldu sumir að svo
virðingarfull stjórnun-
arstaða í menningar-
fyrirtæki gæti orðið kjörin út-
gönguleið fyrir Davíð úr pólitík.
Fáir tóku þó hugmyndina hátíð-
lega í raun, en nú - eftir því sem
bæði 15. september og leikhús-
stjóraskipti í Þjóðleikhúsinu
færast nær - kemur í ljós að
hugmyndin viU ekki deyja, og
vex henni raunar ásmegin eftir
því sem tímar líða. Mjög er að
vísu mismunandi hvort mönn-
um þykir hugmyndin góð eða
slæm, en hitt segja menn í
gamni að þá þurfi Rúnar Freyr
Gíslason vart að kvíða hlut-
verkaþurrð á næstunni...
Er brennivínið ekki orðið
ódýrara en bensín?
3 tdoái
Bjór í bensínstöö Brennivíns-
kongurinn á Klaustni heitir AA
Áfengisútsala verður opnuð á
Kirkjubæjarklaustri innan tíðar.
Um leið verða tímamót í sögu
byggðarlagsins því áður hafa íbú-
ar þurft að panta áfengi í póst-
kröfu. Áfengið á Klaustri verður
selt í Esso-skálanum sem rekinn
er af Margréti Sigurbjörnsdóttur
og eiginmanni hennar Alexander
Alexanderssyni lögreglumanni.
Að auki reka þau hjón veitinga-
staðinn Systrakaffi á staðnum þar
sem einnig er selt áfengi og er því
ekki öðrum söluaðilum til að
dreifa á svæðinu. Fyrir bragðið
hefur Alexander Alexandersson
hlotið nafnið brennivínskóngur-
inn af sveitungum sfnum;
skammstafað AA.
„Ég er ekki á launum hjá þess-
um fyrirtækjum því konan mín
sér alfarið um þann rekstur. Sjálf-
ur drekk ég lítið, kannski einu
sinni á ári og er alls enginn AA-
maður,“ segir Alexander Alexand-
ersson og frábiður sér nafngiftina.
Stefnt er að því að opna áfeng-
isútsöluna í Esso-skálanum síðar í
þessum mánuði með tilheyrandi
breytingum á högum heima-
manna. Systrakaffi er hins vegar
rekið af krafti og mikið að gera yfir
sumartímann þegar ferðamenn
streyma að en Kirkjubæjarklaust-
ur er sem kunnugt er ein mesta
náttúruperla Suðurlands og þó
víða væri leitað.
„Áður var ég lögreglumaður í
Reykjavík en við hjónin höfum
búið hér í sjö ár. Hér er gott að
vera og gott fólk,“ segir Alexander.
Kirkjubæjarklaustur
Bráðum fyllist Esso-skálinn á
Klaustri afbjór, vínflöskum og
sterkari drykkjum.
Kistulagning íbeinni
„Við emm með mynda-
tökuvél til að sýna innan-
húss í sjónvarpi messur úr
kapellunni, enda ekki allt
fótafært fólkið hjá okkur. Og
það er rétt, vegna sérstakra
aðstæðna og óska sýndum
við kistulagningu," segir
Margrétt Ýrr Sigurgeirsdótt-
ir, settur hjúkrunarforstjóri á
Lundi, dvalarheimili aldr-
aðra á Hellu.
Um 30 aldraðir
dvelja að jafnaði á
Lundi og kveðjuat-
hafnir fara fram
stöku sinnum, eins
og gengur og gefur að skilja, í nýlegri
kappellu í kjallara dvalarheimihsins.
Með hjálp Lionsmanna gefst því
heimilisfólki sem erfitt á með gang að
fylgjast með messunum í innanhúss-
A
Séra Sigurður
Presturinn I Odda þjónar
dvalarheimilinu Lundi.
sjónvarpskerfi dvalarheimil-
isins. Og með kistulagningu í
beinni í eitt skiptið. „Það er
ekki ætlunin að sýna kistu-
lagningar reglulega. Kapellan
er ekki stór og heimilismaður
sem dó átti stóra fjölskyldu.
Heimilisfólkið vildi síður taka
upp plássið í kapellunni og
varð að ráði að sýna fr á henni
í innanhússkerfinu,“ segir
Margrét og DV tekur undir að
þetta sé góð þjónusta, þótt all
■ sérstætt sjónvarpsefni sé.
Það er sóknarpresturinn í
_ Odda, séra Sigurður Jónsson,
sem þjónustar vistmenn að Lundi.
Hann þykir fjallmyndarlegur og fara
vel í sjónvarpi og segja gárungamir á
Lundi að aðeins vanti Gísla Martein til
að gera sjónvarpsefnið frá messunum
enn betra en EM í fótbolta.
Björn kyssti hest
Bjöm Bjamason dómsmálaráð-
herra átti í núningi við hestamann á
Hótel Valhöll á Þingvöllum á laugar-
daginn fýrir rúmri viku þar sem
hestamenn blönduðust hópi 40 ára
útskriftarnema úr MR sem þar voru
að fagna. Ráðherrann hafði athuga-
semdir við að togarajaxl með hestinn
Grána í taumi vildi fara inn á barinn.
Ætlunin var að Gráni fengi salat á
barnum en Björn ráðherra var fastur
fýrir og meinaði manni og hesti inn-
göngu. Lét ráðherrann falla athuga-
semdir um hestinn sem togarajaxlin-
um fundust óviðeigandi. Bauð hann
sjálfan sig og hestinn fram til að
ganga í væntanlegan her Björns og
benti ráðherranum á að Gráni væri
eðalhestur sem meðal annars hefði
jafnað íslandsmet. „Hann vildi okkur
ekki í herinn," segir togarajaxlinn,
1 ♦ sem er tröll að burðum. Hann krafðist
þess að Björn bæði sig og hestinn af-
sökunar á athugasemdunum. Varð
það til þess að dómsmálaráðherra
féllst á að smella kossi á flipa Grána í
afsökunarskyni.
Miklar hviksögur hafa sprottið
vegna málsins og því er haldið fram
að ráðherrann hafl verið neyddur til
að kyssa hestinn og einnig því að
tröllvaxni hestamaðurinn hafl stigið
vangadans með ráðherrann í fang-
inu. Togarajaxlinn segir þetta aflt orð-
um aukið. „Ráðherrann kyssti Grána
sjálfviljugur og við skild-
um sáttir. Enginn var
kærður vegna þessa,"
segir togarajaxlinn
sem um ræðir. Hann
óskaði eftir nafn-
leynd til að
forðast óþæg-
indi vegna
málsins.
' 0T