Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Page 6
6 MÁNUDAGUR 7 9. JÚLÍ2004 Fréttir DV Belgi fluttur á Litla-Hraun Tvítugur belgískur karl- maður hefur verið dæmdur í héraðsdómi r-----—----— Reykjaness í 3 mánaða óskilorðs- Bp bundið fangelsi fyrir að hafa reynt llp:_' að smygla 50 gr. af kókaíni til landsins. Kókaínið fundu tollverðir í öðrum skó mannsins í lok síðustu viku. Hann játaði og kvaðst ætla að selja kókaínið hér- lendis. Málið gekk hratt fyr- ir sig og hefur Belginn verið fluttur á Litia-Hraun. Faldi sig í frystikistu Ruðningsleikmaður frá Tonga hefur fundist þar sem hann faldi sig í frystikistu og reyndi að komast hjá því að vera vísað úr landi á Nýja Sjá- landi. Lögreglan fékk vís- bendingu um manninn og fann hann í ffystikist- unni í húsi í Auskland. Leikmaðurinn er einn af 14 ruðningsleikmönnum sem skiluðu sér ekki heim efúr ferð til Nýja Sjálands fyrir ári síðan. Að sögn lögreglu gengu þeir beint að frystikist- unni þegar þeir sáu að miklu af grænmeú hefði verið hent úr henni svo leikmaðurinn kæmist þar fyrir. Er réttlœtanlegt að veiða hvali? Bubbi Morthens tónlistarmaður „Ég held að þetta sé rosalega einfalt hvað okkur viðkemur. Málið er bara það að við erum með alla heimsbyggðina á hnökkunum á okkurútafþví að við höfum verið að dreþa hvali, og erum að því í vísinda- skyni. I þessu tilfelli held ég að hvalurinn sé verðmætari lif- andi en dauður. Hvaladrápin eru tímaskekkja út frá mark- aðslegum sjónarhóli. En ég borðaði hvalkjötsem barn og unglingur og þótti besti matur sem ég fékk." Hann segir / Hún segir „Já, efþað er gert á sjálfbæran hátt. Það eru um 70.000 hrefn- urí Norður-Atlantshafinu, meginhluti þeirra er á íslensku hafsvæði þannig það er hægt að veiða hrefnur á sjálfbæran hátt hér við Islandsstrendur, eins og við veiðum aðrar teg- undir. Það er alveg grundvall- aratriði að það sé gert á sjálf- bæran hátt, það er ekki rétt- lætanlegt að veiða úrstofnum sem standa mjög halloka." Maður var stunginn í kviðinn aðfaranótt laugardags. Hann liggur enn á Land- spítalanum að ná sér eftir aðgerð. Konan sem stakk hann heitir Hulda Björk Sig- urðardóttir og er 25 ára öryrki. Hún segist hafa verið í stanslausri dópneyslu síðasta mánuðinn og sér ekki eftir því sem hún gerði. Hnífurinn sem Hulda notaði Hulda geymir hnifavíttog breittum ibúðina. Mará handlegg Huldu Segir iögregiuna hafa tek- ið harkalega í sig. Hulda Björk Sigurðardóttir, 25 ára öryrki „Við vorum bara útúrdópuð." M ^ ^ 1 IHR -- S Stofugólfið Blóðblettur '11 á stofugólfi Hutdu. Ibúðin 1 öer enn merki um átök ■ helgarinnar. „Ég ætlaði ekki að drepa hann,“ segir Hulda Björk Sigurðardótt- ir sem er 25 ára öryrki og býr í kjallaraíbúð í Barmahlíð 17. Um klukkan sex á aðfaranótt laugardags óskaði Hulda eftir hjálp lög- reglunnar við að koma út fólki sem var statt í íbúð hennar. Þeg- ar lögreglan kom á staðinn missti Hulda stjórn á sér, greip hníf og stakk mann, sem var í fylgd vinkonu Huldu, í kviðinn. „Þetta byrjaði fyrr um kvöldið,“ segir Hulda og kveikir sér í sígarettu. „Við vorum á Ölveri og ákváðum að fara heim til mín að redda okkur bjór og róandi lyfjum. Við vorum þrjú. Ég, strákur sem heitir Fribbi og vinkona mín. Hún hafði týnt kassa sem hún átti af Mogadóni, sem er róandi lyf og hélt að ég hefði stolið honum.“ Hulda segist hafa boðið liðinu að fara heim til sín að leita að dópinu. Á leiðinni hafi hún orðið reið yfir því að vera ásökuð um þjófnað. Braut handlegg Huldu „Ég öskraði á Fribba. Hann stoppaði bílinn og reif mig út á gatnamótum," segir Hulda og bendir á handlegginn á sér sem er í faúa. „Hann lamdi mig illa og stal svo af mér veskinu mínu. Verst var þegar hann braut á mér höndina. Beinpípan brotnaði í tvennt. Ég man ennþá eftir hljóðinu þegar beinið brast.“ Einhver kallaði á lögreglubíl sem mætti skömmu síðar á svæðið. Hulda var keyrð á spítala. „Þeir gerðu að sárum mínum en vildu ekki gefa mér róandi lyf," segir Hulda sem dreif sig heim eftir að læknarnir höfðu lokið sér af. „Þegar ég kom heim voru Fribbi og vinkona mín inni í íbúðinni. Þau létu mig fá veskið mitt og ég sá að þau höfðu stolið öllum róandi pillunum sem ég geymdi í því.“ Hulda segist hafa sagt vinafólk- inu til syndanna en síðan orðið hrædd og hlaupið út. Faldi sig úti í garði „Ég faldi mig úú í garði og hringdi í lögregluna. Þeir komu skömmu síð- ar og við fórum inn. Fribbi og stúlkan voru þá að pakka niður dóú sem ég átti í svartan plastpoka. „Þau eru að stela dóúnu mínu!“ öskraði ég á lög- regluna. Þeir báðu mig að róa mig niður og tóku ekkert mark á mér.“ Það næsta sem gerist að sögn Huldu var að strákurinn gengur fram hjá henni og rekur öxlina í hana. „Þá snappaði ég. Greip hníf sem lá á hillunni við hliðina á mér og stakk hann bara. Svo hljóp ég út og lögreglan á efúr mér.“ Stanslaus neysla Ástand Huldu er ekki gott. Hún er blá og marin og undarlega róleg, segist hafa verið „í keyrslu" allan síð- asta mánuð, noú aðallega morfi'nlyf en tekur annars inn allt sem hún kemst í. Kvöldið sem hún stakk Fribba segist hún vart muna á hverju hún var. „Við vorum bara út- úrdópuð," segir hún. Aðspurð um hvernig hún fjár- magni neysluna segist hún þekkja fólk sem þekki lækna. „Þannig getur maður reddað sér töflum ódýrt. Maður reddar sér alltaf." • Hulda tekur samt fram að stund- um fremji hún glæpi til að íjár- magna neysluna. Innbrot og slíkt. „Ég er ekkert alsaklaus," segir hún og brosir. „Ég ætlaði ekki að drepa hann. Vildi bara hefna mín. Ég læt ekki brjóta á mér höndina og brosi." Vildi hefna sín Bæði Hulda og kjallaraíbúðin sem hún leigir í Barmahlíðinni bera merki um átökin á laugardags- morgni. Maðurinn sem hún stakk liggur enn á spítala en líðan hans er eftir atvikum góð. Hann er að jafna sig eftir skurðagerð sem hann gekkst undir á laugardaginn. Stór blóðblettur er á stofugólfinu og fleiri smærri blettir frammi á gangi. Kannski er það einkennandi fyrir heiminn sem Hulda lifir í að hún geymir hnífa vítt og breitt um íbúðina. Hún sækir einn slíkan inn í svefnherbergið sitt. Hnífurinn liggur á náttborðinu. „Þetta er sams konar hnífur og ég stakk hann með,“ segir Hulda og vegur hnífinn í hendi sér. „Ég æúaði ekki að drepa hann. Vildi bara hefna mín. Ég læt ekki brjóta á mér hönd- ina og brosi." simon@dv.is Skjár einn hyggst ekki nota islenska þuli við sýningar á enska boltanum Metnaðarleysi hjá Skjá einum „Ég hygg að það verði að grípa í taumana," segir Markús öm Antons- son útvarpsstjóri varðandi ákvörðun Skjás eins að hafa ekki íslenska þuli með enska boltanum. Markús segir það spurningu hvort þetta samræm- ist útvarpslög og telur þau rök að fólk vilji firekar enska þuli en íslenska ffá- leit; löng hefð sé fyrir íslenskum lýs- ingum og hann viú ekki betur en að fólki líki vel. „Flestir muna nú eftir Bjama Fel þegar hann lýsú enska boltanum," segir Markús Öm. „Þá vom leikimir ekki sýndir í beinni útsendingu en síðar skapaðist sá möguleiki að sýna leikina beint. Tæknin í dag er þannig að þú hefur möguleika á því að nota Bjarni Felixson Liklega frægastiþulur Is- lands. bakgrunnshljóð og lýsingar erlendra þula í bland við íslenskar skýringar. Mér finnst það mikið metnaðarleysi hjá Skjá einum að æúa að endur- varpa beint enska boltanum án ísl- enskra lýsinga." Markús segir að það verði að grípa í taumana og setja íslenskum sjónvarpsstöðvum einhvers konar reglur. Það sé glufa í útvarpsslögun- um til að endurvarpa efni eins og frá CNN beint frá úúöndum án skýringa en enski boltinn falli ekki undir þá heimild. Sjálfur segist Markús Örn ekki fylgjast náið með enska boltanum þó hann hafi horft á nokkra leiki í EM keppninni sem lauk fyrir skömmu. „Nei, ég er miklu meiri handbolta- áhugamaður," segir Markús sem mun trúlega ekki þurfa að hafa áhyggjur af erlendum lýsingum af handboltanum þar sem Rúv hefur enn réttinn á honum. Markús Örn Ant- onsson útvarps- stjóri Lýstekkiáþá hugmynd Skjás eins að nota eingöngu enska þuli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.