Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 19. JÚU2004 11
Áhorfendur Slagsmálin
þóttu ekkijafnfyndin
þegar höggunum fjölgaði,
en sumir kimdu enn við og
höfðu gaman að.
Veðurblíðan í Reykjavík hefur verið með eindæmum undanfarna daga. Miðbærinn hefur
sjaldan skartað eins miklum fjölda fólks. Blóðug slagsmál á Austurvelli voru látin óáreitt af
fjölda manns sem fylgdist með. Högginn dundu á varnarlausum manni, en viðstaddir
skemmtu sér yfir atburðunum.
Fólk skemmti sér yfir
barsmíðum í blíðunni
Slagsmál brutust út á Austurvelli milli tveggja manna sem
virtust hafa fengið sér of marga bjóra í góða veðrinu á dögun-
um. Sá eldri hafði betur og lét höggin dynja á félaga sínum
eftir að hafa legið með honum í túninu allan daginn berir á
ofan við bjórdrykkju. Nærstaddir horfðu á í makindum sínum
en gerðu ekkert.
Túnið var troðfullt af fólki sem
virtist ekki brugðið, lá hið rólegasta
og fylgdist með manninum dúndra
hverju högginu á fætur öðru í and-
litið á hinum manninum sem gat
sig hvergi hreyft. Ekki var náunga-
kærleikurinn mikill þar sem fólk
virtist skemmta sér ágætlega yfir
barsmíðunum, einstaka maður
stóð upp og tók mynd af félögunum
sem veltust um í túninu. Ekki virtist
nokkur hafa áhuga á að reyna að
stöðva barsmíðamar. Horfðu bara
á þetta eins og box á sjónvarps-
stöðinni Sýn.
Það var ekki fyrr en félagi „box-
arans" varð var við lögregluna að
hann rauk upp og reyndi að slíta
mennina í sundur. Lögreglan
stöðvaði ofbeldismennina og leiddi
þá í burtu inn í Veltusund þar sem
mennirnir föðmuðust að loktun.
Lögreglan fylgdist svo með mann-
lífinu um stund og öryggi fólksins í
túninu var tryggt á ný. Miðbærinn
iðaði af lífi enda veðrið frábært
tæplega 20 gráður á Austurvelli.
Á meðan mennirnir slógust í
túninu seinni part föstudags tefldi
Hrafn Jökulsson við krakkana í
Það var ekki fyrr en
félagi „boxarans“
varð var við lögregl-
una að hann rauk
upp og reyndi að slíta
mennina í sundur.
Lækjarbrekku, þar sem var líka fjör-
legur bókamarkaður. Á torginu safn-
aðist fólk saman í kringum tónlistar-
menn sem spiluðu slökunartónlist
undir klukknaturninum. Fólk var
rausnarlegt kastaði peningum í
mennina og keypti af þeim geisla-
disk þeirra. Lífið á kaffihúsunum
blómstraði, setið við öll borð. Þeir
sem ekki fengu borð fóru í Ríkið,
keyptu bjórinn þar og settust í túnið
eða á bekki miðborgarinnar. Fólk
hafði orð á því að stemningin væri
engu lík eins og í miðborg stórborg-
ar í útlöndum, margt skemmtilegt í
gangi en svo náttúrlega alltaf eitt-
hvað leiðinlegt sem líka er hægt að
skemmta sér yfir.
(s og slagsmál Þessi eldrí
maður borðaði ís á meðan
| hann fylgdist með
I misþyrmingunum._
Sólarstúlkur Ungar
stúlkur sleiktu sólina á
Austurvelli á meðan
mennirnir börðust.
Boltaleikur I bllðviðrinu
er vinsælt að halda á lofti
I grjónabolta.