Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR I 9. JÚLÍ2004
Fréttir DV
k r — i
Vandræði á
vegarkafla
Tíu umferðaróhöpp voru
tilkynnt til lögreglunnar í
Hafnarfirði í síðustu viku,
þar af fjögur á nýjum vegar-
kafla Reykjanesbrautar frá
Lækjargötu og að kirkju-
garðinum í Hafnarfirði. Eru
ökumenn hvattir til að gæta
sérstaklega að sér á þeim
vegarkafla sem margir eru
að aka í fyrsta sinn og eru
því óöruggir.
Sagði mann
sinn látinn
Rússneskur
leigubflstjóri gat ekki
endumýjað vegabréf sitt
þar sem blind fyrr-
verandi eiginkona hans
hafði borið kennsl á „lflc“
hans í kjölfar sprengingar
f neðanjarðarlest þar sem
40 fórust. Maðurinn segir
málið eins og brandara,
enda sé konan blind og
hann ferðist aldrei með
jarðlest.
Eignarhald á
fárra höndum
f mörgum tiMkum er
eignahald á félögum í Kaup-
höll íslands á fárra höndum,
að því er kemur fram hjá
Greiningu
íslandsbanka.
Fimm stærstu
hluthafar 25
stærstu félaganna
eiga allt frá 35% til 96%
hlutafjár. Mesta samþjöpp-
unin er hjá SH en þar eiga
fimm stærstu hluthafar 96%
hlutafjár. Fyrirtækið
uppfyliir ekki skráningar-
skilyrði Kauphallarinnar
eins og stendur. Fimm
stærstu hluthafar eru einnig
fyrirferðarmiklir hjá Kald-
baki (83%), Flugleiðum
(81%), TM (77%) ogjarð-
borunum (69%).
bæjarstjóri Hveragerðis
„Okkur Hvergeröingum fer sl-
fellt fjölgandi. Við erum aö
njóta fráhrindikrafta höfuö-
borgarsvæðisins sem er orðiö
svo stórt og þétt að fólk er
fariö að leita út fyrir þaö í sí-
auknum mæli. Fólk er að
koma sér fyrir hérna og vinna
í Reykjavfk. Hér er mikil veður-
sæld og mjög fallegt. Maður
er, samkvæmt mínum mæl-
ingum, rétt rúmar 20 mínútur
að keyra frá Rauðavatni til
Hveragerðis. Fólk getur feng-
iðansi ......................
Landsíminn
hús I
bænum fyrir verð blokkar-
íbúðar I Lindarhverfínu, fast-
eignaverðiö hér er um 65 -
70% lægra en á höfuöborgar-
svæðinu. Hér eru nánast ein-
göngu einbýlishús og raðhús.
Samfélagið er opið og bærinn
ekki gamall og þess vegna
blandast borgarfólkið mjög
vel við heimamenn og allir
eru Ijómandi giaðir."
Matthías Bjarnason og aðrir meðlimir stjórnarskrárnefndar lögðu til árið 1983 að synj-
unarvaldið yrði tekið af forsetanum en ekki málskotsrétturinn. Þeir lögðu til að
fjórðungur kjósenda gæti óskað eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Stjórnarskrárnefnd efaðist
ekki um málskotsréttinn
Samkvæmt skýrslu stjórnarskrárnefndar, sem út kom 1983, var
samstaða ríkjandi meðal fulltrúa allra þingflokka um að breyta
núverandi 26. grein stjórnarskrárinnar á þann veg sem myndi
gera forseta íslands auðveldara að skjóta einstökum málum til
þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Tillaga nefndarinnar gerði hins
vegar ekki ráð fyrir því að forsetinn
væri með ósk sinni um atkvæða-
greiðslu að synjað lögum staðfest-
ingar - í stað synjunar kæmi ein-
föld ósk og myndi staðfesting lag-
anna ráðast af úrslitum þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar.
í skýrslunni koma ekki fram fyr-
irvarar nokkurra fulltrúa þáverandi
þingflokka á þessari breytingatil-
lögu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í þáverandi stjórnarskrárnefnd
voru Matthías
Bjarnason og Tómas
Tómasson, sem í eftir-
mála tilgreindu að
fyrirvarar væru á
einstökum grein-
um, sem þeir til-
tóku ekki, en
kváðust
ætla að gera
grein fyrir í
þingflokki
Sjálfstæðisflokksins.
í kjölfar útkomu
skýrslunnar
lagði ggidÉÉ
Gunnar heitinn Thoroddsen þá-
verandi forsætisráðherra fram
frumvarp í samræmi við skýrsluna,
en frumvarpið sofnaði í nefnd.
Skýrslan felur í sér síðustu allsherj-
arendurskoðun stjórnarskrár lýð-
veldisins.
Synjun verður að ósk
Breytingatillaga stjórnarskrár-
nefndarinnar hvað 26. grein stjórn-
arskrárinnar varðar var nokkuð
róttæk en óumdeild að því er virð-
ist. Núverandi ákvæði
hljóðar svo: „Ef Alþingi
hefur samþykkt lagafrum-
varp, skal það lagt fyrir
forseta lýðveldisins til
staðfestingar eigi
síðar en tveim vik-
um eftir að það var
samþykkt, og veitir
staðfestingin því
lagagildi. Nú synjar
forseti lagafrumvarpi
staðfestingar, og fær
það þó
engu
síður lagagildi, en leggja skal það
þá svo fljótt sem kostur er undir at-
kvæði allra kosningarbærra manna
í landinu til samþykktar eða synj-
unar með leynflegri atkvæða-
greiðslu. Lögin falla úr gildi, ef
samþykkis er synjað, en ella halda
þau gildi sínu."
Stjórnarskrárnefndin lagði 1983
til að þessu yrði breytt svo: „Ef Al-
þingi hefur samþykkt lagafrum-
varp, skal það lagt fyrir forseta eigi
síðar en þremur vikum eftir að það
var samþykkt. Áður en forseti tekur
ákvörðun um staðfestingu frum-
varpsins, getur hann óskað eftir
því, að það fari fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla. Þjóðaratkvæða-
greiðslan skal þá fara fram innan
tveggja mánaða frá því að ósk
um hana var borin fram.
Sé frumvarpið þar
fellt er forseta heim-
ilt að neita að stað-
festa það. Sé það
samþykkt, skal for-
seti staðfesta það.“
Forseti og Alþingi
ekki andstæðingar
Stj ómarskrámefitdin
kallaði
þetta
vem-
legar
breytingar; áður hafi forsetinn haft
rétt til að neita að skrifa undir lög,
sem með þessu breyttist í ósk um at-
kvæðagreiðslu áður en hann tæki
ákvörðun um undirskrift. „Er slflcur
háttur eðlilegri því ella þurfa forseti
og meirihluti þings að standa að
þjóðaratkvæðagreiðslu sem and-
stæðingar," sagði nefndin í rök-
semdarfærslu sinni. Breyting var því
lögð tfl en á engan hátt efast um að
forsetinn hefði virkan málskotsrétt.
Stjómarskrámefndin lagði einnig
til að tekin yrði upp ný grein í stjóm-
arskrána svohljóðandi: „Fjórðungur
alþingiskjósenda getur óskað eftir
því að fram fari ráðgefandi þjóðarat-
kvæðagreiðsla um einstök málefni."
Var þetta kallaður lýðræðislegur
réttur kjósenda og þótt úr-
slitin væm ekki bind-
andi fyrir Alþingi mætti
ætla „að þau verði
engu að síður mjög
stefnumótandi og til-
lit tekið tfl niðurstöð-
unnar af hálfu þess.“ í
dag er fjórðungur
alþingiskjósenda lið-
lega 50 þúsund manns.
fridrik@dv.is
Engir fyrirvarar Matthlas Bjarnason var for-
maður Stjórnarskrárnefndarinnar sem árið
1983 hafði engar efasemdir um málskotsrétt
forsetans, en viidi hllfa honum við synjuninm
með þvíað leyfa honum að óska eftir þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
I Flutningsmaðurinn GunnarThorodd-
sen, þáverandi forsætisráðherra, lagði
fram frumvarp í anda tillagna Stjórnar-
skrárnefndar eftirsíðustu allsherjarend-
urskoöun stjórnarskrárinnar, 1983.
Martha Stewart dæmd í fimm mánaða
Átök í húsvagni í Flórída
fangelsi fyrir innherjasvik
Hagsýna húsmóðirin á
bakvið lás og slá
Frægasta húsmóðir Bandaríkj-
anna, Martha Stewart, var í gær
dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir
að ljúga að stjórnvöldum um hluta-
bréfaviðskipti sem hún átti árið
2001. Hún var einnig dæmd til að
sæta eftirliti í tvö ár og til greiðslu 2
milljóna króna sektar.
Forsaga málsins er sú að Stewart
átti hlutabréf í lyfjafyrirtækinu
ImClone. Hún mun haJfa orðið þess
áskynja að stofnandi fyrirtækisins
Sam Waksal var að selja hlutabréfin
sín. Stewart nýtti innherjaupplýs-
ingar og seldi bréfin sín með hraði.
Hún hafði Qórar milljónir upp úr
krafsinu því bréfin tóku að lækka
daginn eftir þegar ljóst var að Lyfja-
eftirlit Bandaríkjanna hafði hafnað
nýju krabbameinslyfi, sem miklar
vonir höfðu verið bundnar við innan
fyrirtæksins.
Stewart áfrýj-
aði dómnum
þegar í stað
en hann þyk-
ir ekki þung-
ur mið-
að við
svipuð
mál sem
komið
hafa til
kasta
dómstóla. Sam Waksal afplánar nú
sjö ára fangelsisdóm.
Martha Stewart hefur byggt upp
stórveldi í kringum „hinu hagsýnu
húsmóður." Hún hefur kennt
bandarísku þjóðinni hvemig á að
klæða sig, borða, gifta sig, rækta
garðinn og taka á móti gestum.
Martha Stewart
„Þetta er skammarlegur dag-
ur fyrir mig og fjölskylduna, “
sagði Martha Stewart eftir
dómsuppkvaðninquna.
Barði kærustuna
með krókódíl
Havenner Barði kær-
ustu slna með krókódil
og grýtti hana með bjór-
flöskum.
Maður í Port Or-
ange í Flórída hefur
verið handtekinn eft-
ir að hann barði kær-
ustu sína með metra
löngum krókódfl og
grýtti í hana bjór-
flöskum þar sem þau
áttu í hörkurifrildi í
húsvagni sínum.
Hinn 41 árs David
Havenner hefur ver-
ið ákærður fyrir lík-
amsárás og að hafa
krókódfl í fómm sínum.
Krókódfllinn sem Havenner
geymdi í baðkari sínu hefur verið
afhentur umhverfisyfirvöldum í
Flórída. Að sögn talsmanns lög-
reglunnar í Port Orange sagði kær-
asta mannsins, hin 39 ára gamla
Nancy Monico, lögreglunni að
fyrst hefði
Havenner látið
hnefahögg dynja á
henni en síðan
hefði hann sveifl-
að krókódflnum í
kringum sig og
náð að berja hana
einu sinni með
honum. Auk þess
hefði hann grýtt
hana með bjór-
flöskum.
Havenner
segir aðra
sögu af rifr-
ildinu. Að
sögn hans
beit Nancy hann í hendina sökum
þess hve æst hún var yfir því að
þau væru orðin uppiskroppa með
áfengi.