Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Qupperneq 17
I
16 MÁNUDAGUR 19.JÚLÍ2004
Fréttir DV
DV Fréttir
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ2004 17
Rautt kjöt
óhollt konum
Líkurnar á að konur fái
sýkingu í legslímhúð auk-
ast verulega ef þær borða
rautt kjöt á hverjum degi.
Þetta kemur fram í nýrri
ítalskri rannsókn. Þátttak-
endur í rannsókninni voru
500 konur er höfðu
fengið sýkingu í
legslímhúð og aðr-
ar 500 er höfðu
enga sýkingu
fengið. Konurn-
ar voru spurð-
ar um matar-
æði síðastlið-
ið ár, hversu
oft þær borð-
uðu kjöt,
mjólkuraf-
urðir, ávexti
og grænmeti í
hverri viku, og
hversu mikið af áfengi og
kaffi þær létu ofan í sig.
Þykir rannsóknin staðfesta
að hollt mataræði minnki
líkur á sýkingu í legslím-
húðinni um allt að 3 til 4%,
sem jafngildir því að 800
þúsund færri konur í Evr-
ópu fengju sýkingu af
þessu tagi.
Fjörfiskur er
hættulaus
Það er lítið sem ekk-
ert hægt að gera við
fjörfisk - nema kannski
að leggja kaldan bakstur
á augað. Fjörfiskur er
óþægilegur eins og þeir
vita sem hafa fengið
hann enda ekki þægilegt
þegar augnlokið kippist
til ósjálfrátt, aftur og aft-
ur. Talið er að þreyta og
streita kunni að valda
fjörfiski en fyrirbærið er
hættulaust og stendur
oftast ekki yfir nema í
dagspart. Ef um lang-
varandi fjörfisk er að
ræða er ráð að panta
tíma hjá lækni.
• Vísindamenn hafa löngum
hamrað á því að rauðvín og grænt
te séu heilsusamlegir drykkir. Nú
hefur granateplasafi bæst í hópinn
en hann er talinn
hafa fyrirbyggj-
andi áhrif gegn
hjartasjúkdóm-
um. Safinn
dregur úr
skemmdum
vegna of hás kólesteróls og dregur
úr háum blóðþrýstingi.
SÖjfí
• LL-línan frá Önnumarie
Börlind fæst i Heilsuhús-
inu og þykir virka vel á
þurra húð. Snyrtivörurnar ]
eru unnar úr jurtum og
hafa þann kost að veita
húðinni raka og að
vernda hana gegn út-
ijólubláum geislum.
Heilsuhúsið selur þessar snyrtivör-
ur
• Burt með verkina nefnist hand-
bók sem fjallar um náttúrulegar
i
8$
I
sleiðir til að
: losna við verk-
| i. í bókinni er
ilýst ýmsum
náttúrulegum
Júrræðum
|gegn verkjum
I og sársauka
* og einnig eru töflur yfir mis-
munandi verki og leiðir til að
draga úr þeim. Bókin fæst á veftil-
boði á edda.is og kostar 2.542
krónur.
• Á alþjóðlegri ráðstefnu um
AIDS, í Bangkok fyrir stuttu, var því
spáð að eftir aðeins fimm ár verði
komið fram krem,
tO að bera á kyn-
færi kvenna, sem
muni hindra smit
á HlV-veirunni.
Talið er að 75%
þeirra sem eru
smitaðir í hinum
vestræna heimi séu karlar, en í Afr-
íku eru 57% smitaðra konur.
Tannkrem virkar á flugnabit
Tannkrem gegn flugnabiti virkar. Það er að minnsta kosti
reynsla Guðrúnar Þorgeii sdóttur sem hefur barist við flugna-
bit á hverju sumri með viðeigandi kláða og óþægindum.
Guðrún hafði samband við DV og vildi deila reynslu sinni
með lesendum.
„Ég hef prófað öll möguleg smyrsl og krem en ekkert hefur
dugað. Svo var mér bent á að prófa tannkrem og virknin er
með ólíkindum," segir Guðrún. Hún hefur gert tilraun með
tvö bit á líkamanum. Annað bitið hefur
fengið „tannkremsmeðferð" en hitt hefð-
bundna meðferð.Tannkremsbitið er með
smároða eftir viku en kláðinn hefur ekki
gert vart við sig. Hitt bitið er langt frá þvi
að hverfa. Hún segist bera tannkrem á
bitblettinn á nokkurra stunda fresti fyrstu
dagana og síðan eftir hentugleikum.
DV hvetur fólk til að senda inn hugmyndir á netfangið heilsa@dv.is og kaerilaeknir@dv.is ef fólk vill beina spurningum til Katrínar Fjeldsted. Heilsusíðan birtist í DV á mánudögum.
Grænmeti bjargar
mannslífum
Lítil neysla grænmetis og
ávaxta er talin meðal sjö
helstu áhættuþátta ótíma-\
bærra dauðsfalla í Evrópu.
Þetta kemur fram I nýlegri skýrslu Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar. Talið er að hægt sé
að bjarga lífi 2,7 milljóna manna á ári hverju
með því einu að ýta undir aukna neyslu
grænmetis og ávaxta. Auki menn neyslu þess-
ara fæðutegunda getur það komið í stað
fæðutegunda sem innihalda mettaða fitu,
sykur eða salt. Hægt er að nálgast skýrslu um
þetta efni á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
Sjórinn ng seltan hnfn góö áhrif
Sjósund hefur alla tíö verið stundað.
Grettir Ásmundarson og fleiri stunduðu
löng sund, og hafa hetjusund síðan verið
kunn. Markmið Sjósundfélags íslands er
að vekja áhuga fólks á sjósundi og vekja
til vitundar um gildi sjósunds fyrir
heilsuna og alla líðan.
„Við köllum okkur þessu stóra
nafni vegna þess að markmiðið okk-
ar er að ná til allra á íslandi sem eru
að stunda sjósund," segir Benedikt
S. Lafleur, listamaður og formaður
Sjósundfélags íslands. „Það sem er
kannski ánægjulegast í þessu er að
menn eru farnir að synda sér til
heilsubótar. Menn hafa fundið það
að sjórinn og seltan í sjónum hefur
góð áhrif á líkamann. Kuldinn ekki
óbærilegur, það hefur aðeins hitnað
í sjónum að undanförnu, um 1 - 2
gráður síðastliðin ár. Sjórinn hreyfir
þannig við líkamanum, það er að
segja við verðum fyrir léttu áfalli
þegar við förum í sjóinn í fyrsta sinn.
Þetta er til þess fallið að vekja upp
ónæmiskerfið og reyna á það, en
Jákvætt hugarfar og aukakílóin hverfa
• Nýjasta megrunaræðið er svokallaður„heilakúr“ en hann felst
í hugarfarsbreytingu I bland við rétt mataræði og llkams-
rækt. Kúrinn skiptist þannig að 20% tilheyra líkamanum
- það er að borða minna eða hreyfa sig meira - og 80%
snúa að heilastarfseminni. „Efhugurinn veit hvað lík-
aminn vill þá er miklu auðveldara að grenna sig," segir
Dave Lea, einkaþjálfari og aðdáandi kúrsins, en meðal
viðskiptavina hans eru AshleyJudd, Jennifer Love Hewitt
og Ben Affleck. Lífsreglurnar í kúrnum eru nokkrar: Til
dæmis að hafa það hugfast að aukakllóin hverfa ekki nema
þú brennir fleiri hitaeiningum en þú innbyrðir. Fólk á að
gleyma kúrunum sem klikkuðu og alltafað borða hægt og
rólega. Þá verður að passa að gefa heilanum rétta
fæðu með þvi að sleppa sykrinum og auka próteinn-
eysluna. Þegar öllu er á botninn hvolft virðist kúrinn t
minna á marga aðra kúra sem eru I gangi; svosem :
Atkins og South Beach, en auðvitað er ekki verra ef
hugarástandið er líka Igóðu lagi. j
I
„Sjósund styrkir
ónæmiskerfið og kæl-
ir líffærin eins og lifr-
ina, sem veitir ekki af
þegar við erum svo
full afframkvæmda-
semi/'
ekki of mikið.“ Að sögn Benedikts fer
ónæmiskerfið við þetta í gang og ver
líkamann fyrir ýmsum kvillum.
Góð áhrif á andlega líðan
„Sjósund styrkir ónæmiskerfið
og kælir líffærin eins og lifrina, sem
veitir ekki af þegar við erum svo full
af framkvæmdasemi, og viljum gera
hitt og þetta, þá hitnar lifrin. Þetta
kælir lifrina," segir Benedikt.
út, við getum synt inn eftir vogin-
um. Hættan er í raun engin og ef
við syndum löng sund, þreksund
yfir fjörð, þá förum við með björg-
unarbát með okkur."
„Allir sem hafa prófað þetta
venjast kuldanum. Menn taka
þetta í áföngum, það er misjafnt
hvað menn þola í fyrstu og eru til-
búnir að láta yfir sig ganga,“ bætir
Benedikt við. „Það er engin áhætta
og við setjum okkur í sambandi við
siglingaklúbba ef þeir eru á svæð-
inu þar sem við ætlum að synda, og
höfum I för með okkur björgunar-
sveitir. Lögreglan sjálf hefur synt.
Það er siður hjá lögreglunni að
synda alltaf á nýársdag. Hún gerir
þetta og sýnir ákveðið fordæmi."
Ætlum að skrá
helstu
þreksund
Blaðamað-
ur spyr hvað
hópurinn
er stór.
„Þetta
kannski 15 - 30 manns. Það eru ör-
ugglega fleiri sem eru að stunda sjó-
sundið. Við erum með heimasíðu á
slóðinni sjosundfelagislands.com og
eru þar öryggispunktar sem menn
geta farið eftir. Á þessari heimasíðu
ætlum við að skrá sjósundferðir sem
hafa verið farnar. Eins og þegar
Kristinn Magnússon synti frá Vest-
mannaeyjum, og önnur söguleg
sund, eins og Guðlaugssundið. Guð-
laugur bjargaði sér í lífsháska og
synti 5-6 kílómetra, til Vestmanna-
eyja. Síðan hafa menn verið að
synda. Menn hafa synt svona löng
sund, bjargsund, og svo hafa menn
synt þreksund sér til ánægju. Eins og
frá Drangey, það er líka þekkt,“ segir
Benedikt að lokum.
Hvít\ Hópurinn syndir á þriðjudögum og föstudögum kl. 17:15, og er gott að hafa með sér 2 handklæði og sandala. Aðgangur í heitan pott og búningsaðstöðu kostar 200 kr.
hrís- \ ^ . Nánari upplýsingar í síma 659
grjón, \ N. 3313.
fínt \ brauð, \ guttesen@dv.is
kartöflur, \ pasta, sæt- \ indi
„Menn sem hafa verið með astma
finna að sundið styrkir ónæmis-
kerfið og heldur sjúkdómnum í
skefjum. Ég hugsa að sjósund hafi
góð áhrif á andlega líðan. Það hefur
góð áhrif á mann að,
Hnykkingar halda mér gangandi „Bakhnykkingar eru mjög góðar," segir
Þórir Jens Ástvaldsson, rafvirki og meðeigandi Rafgjafans. Hann fer reglulega til hnykklæknis.
„Ég fékk í bakið fýrir mörgum árum og leitaði læknis. Hann sendi mig til sjúkraþjálfara sem
klappaði eitthvað á bakið á mér. Mér fannst það ekki gera neitt gagn og að það væri verið að
hafa af mér peninga," segir Þórir og hlær. „Ég greip í framhaldinu til ýmissa örþrifaráða, byijaði
að synda á fullu og fór í nudd. það virkaði hins vegar ekkert og á endanum var mér bent á að
fara til hnykklæknis. Röntgenmynd leiddi í ljós að bakið var í miklu ólagi. Hnykklæknirinn byijaði
að hnykkja mig.“
Þórir Jens hefúr látið hnykkja sig reglubundið í áratug og segist þurfa að fara þrisvar til fjórum
sinnum á ári. „Það er engin spuming að hnykkingamar halda mér gangandi," segir Þórir Jens Ást-
valdsson.
finna að maður verður eitt með
náttúruöflunum. Sjórinn er kannski
eitthvað, sérstaklega fyrir utan ís-
land, sem manni finnst ógnvæn-
legt."
Benedikt segir það vera þægi-
lega tilfinningu að vera sáttur við
sjóinn. „Maður veit ekkert hvað er í
sjónum, en með tímanum lærir
maður á sjóinn," bætir hann við.
Aðspurður hvenær hann hafi byrj-
að svarar Benedikt: „Ég byrjaði í
fyrra og er búinn að vera í eitt ár. Ég
fer tvisvar í viku. Við hvetjum fólk
til að sýna varfærni, sem er að byrja
í fyrsta sinn, og fara með reyndara
Tékklistinn
j/ Bílveiki getur verið afskaplega hvim-
leið eins og þeir vita sem hafa kynnst
henni. Bílveiki erí raun ein tegund
ferðaveiki sem fólk finnur fyrir þegar
það ferðast í bifreið, flugvél, á skipi eða
í lest. Á Vísindavef Háskólans eru gefin
nokkurgóð ráð um hvernig sporna
megi við óþægindum afþessum orsök-
um.
Efþú ert i bíl gættu þess að horfa
ekki á hluti sem þeysa framhjá. Hafðu
augun á sjóndeildarhringnum og sittu í
framsætinu.
%/ Fáðu sæti í miðju farþegarými flug-
vélar.
l/ Ekki snúa aftur
í lest eða skipi.
/ Vindrykkja er aldrei til bóta þegar
ferðaveiki erannars vegar.
/ Boröaðu ekki þungan mat rétt fyrir
brottför.
/ Engifer getur dregið úráhrifum
ferðaveiki. Hægt er að kaupa engifer-
, töflur eöa bryðja bara
ferska engiferrót.
/ Piparmyntute hefur
löngum verið talið stemmandi fyrir ferð
á vegum, sjó og í lofti.
/ Tvær teg-
undirlyfja eru
seldarán lyf-
seðils. Annars
vegar lyfið Kofflnátln og hins vegar
Postafen. Það fyrrnefnda þarfað taka
hálftíma fyrir brottför og virknin varirí
fjórar til sex stundir.
/ Hitt lyfíð kallast Postafen og þarfað
taka einni til tveimur stundum fyrir
brottför - síðan á 12 tíma fresti efþörf
krefur.
/ Ef ferðaveikin er á alvarlegu stigi
borgarsig að panta tima hjá heimilis-
lækninum.
fólki. Svo þegar maður er vanur og
reyndur þá veit maður hvar maður
á að fara."
Engin áhætta
Um öryggisráðstafanir seg-
ir Benedikt: „Við kunnum
öll björgunarsund, erum
ágætt sundfólk. Við synd-
um í Nauthólsvíkinni og
kosturinn þar er að í
fjöru þá getum við
fótað okkur á
ströndinni. Við
þurfum ekki að
fara svo langt
Hreyfing
settí
fæðupíramídann
Þessi fæðupíramídi er ættaður frá Harvard háskóla og
var settur saman fyrir þremur árum. Píramfdar af
þessu tagi taka stöðugt breytingum og nú hefur
Bandarfkjastjórn boðað nýjan píramfda á
næstu dögum. Ekki er ólfklegt að hann verði
í svipuðum dúr en þessi píramídi er sér-
stakur fyrir þær sakir að hreyfing og eft-
irlit með þyngdinni er komið inn. Heil-
kornafæða er afskaplega mikilvæg sam-
kvæmt píramfdanum og sama gildir um
ýmsar ómettaðar jurtaolíur. Ávextir og
grænmeti koma næst sem mikilvægasta
fæðan og einnig hnetur. Þá má sjá að rautt
kjöt situr á toppnum ásamt smjöri og er
ráðlegt að reyna að skipta þessum fæðuteg-
undum út fyrir til dæmis fisk, fuglakjöt og
ólífuolíu. Svo er hvftt hveiti, pasta, fínt
brauð, kartöflur og hrísgrjón efst í píramíd-
anum sem merkir að þessar fæðutegundir ber
að borðaíhófi.
FISKBUÐIN HAFBERG
GNOÐARVOGI 44 - S. 588 8686
Ferskir og safaríkir fiskréttir tilbúnnir
__________i ofninn og á grillið._________
Stór humar frá Hornafírði.
Ferskleiki og fagmennska i fyrirrúmi.
Veíkomin
Halldóra spyr:
„Kæri læknir.
Égá tvö böm oghef, eins og
sennilega Oestir, baristmeö
þeim viö eymabólgumar,
bronkítis og allt þetta sem þau
gleypa í sig á leikskólunum.
Strákamir hafa veriö
hjá tveimurlækn-
um, annarbeitir
penisillíni óspart,
hinn er algjörlega á
móti þvi og ávísar þvf ekki.
Iivað býr þarna að baki? Ég hef
einhvers staöar heyrt aö of mik-
il penisillínnotkun dragi
smám saman úr áluifum
þess, einhverjar bakt-
eríurkurmiaö verjast
því. Þú svaraöir bréfi
um heilahimnubólgu
bama íDVísföustu viku,
hvað er t.d. hægt að
gefa barni með
heilahimnubólgu ef
þaö hefur fengið
pensilín of oft?"
Of mikil og óþörf sýkla lyfjanotkun er skaðleg
Þakka þér kærlega fyrir bréfið.
Það kemur mér á óvart að þú
skulir ekki leita á einn stað
með bæði bömin heldur
hafir þau hjá tveimur lækn-
um. Ég hefði talið farsælast
að halda sig við einn og
sama lækni og fýrir þeirri
skoðun em margar ástæður.
Því fylgir án efa minni fyrirh-
öfn, betri nýting á tíma þínum og
læknanna og þar með minni kostn-
aður fýrir þig. Það er öryggi fyrir
barnið að þekkja lækninn sinn og tre-
ysta honum og mikilvægt fyrir lækni
að þekkja bamið. Sé svo er ívið lík-
legra að hægt sé að bíða með lyfja-
gjöf heldur en ef læknir þekkir ekki
sjúkling eða gerir ekki ráð fýrir að
geta fylgt honum eftir. En gott og vel,
þú hefur þinn háttinn á. Það getur
verið fróðlegt að h'ta til baka og velta
fyrir sér hvor þessara tveggja lækna,
sá sem notar mikið af sýklalyfjum eða
hinn sem forðast þau eins og hægt er,
hefur náð betri árangri frá þinum
sjónarhóh. Mér segir svo hugur að sá
drengur sem h'tið fær af sýklalyfjum
sé allt eins fljótur og hinn að ná sér af
algengustu umgangspestum, sérsta-
klega ef þeir em báðir heilbrigð böm.
Meta þarf samt hvert tilvik fyrir sig
svo það er erfitt að alhæfa.
Rétt er að hafa í huga að ýmsar
sýkingar sem herja á böm geta farið í
manngreinarálit. Bakteríusýkingar
em heldur líklegri hjá minnstu böm-
unum, segjum innan við eins árs, og
hjá þeim getur verið meiri þörf á sý-
klalyfjum heldur en hjá eldri börn-
um. í þeirra tilviki em oftar veimr á
ferðinni en eins og þú veist hafa pen-
isilh'n og önnur sýkialyf engin áhrif á
þær.
Ég hef oft leitt hugann að því og
alloft rætt um það við unga foreldra
hve útsett börn verða fyrir sýkingum
með því að vera tímunum saman
hvem virkan dag innan um önnur
böm, einkum þegar það er haft í
huga að ónæmiskerfi lítilla bama
ræður ekki vel við umgangspestir og
stundum finnst manni bara ein sýk-
ing taka við af annarri. í stöku tilfell-
Katrín Fjeldsted
svarar spurningu um
penisillíngjöf fyrir börn.
Heimilislæknirinn
um getur þurft að hafa barnið heima
um hríð og í sjálfu sér er auðveldara
að vera heima með frískt barn en að
þurfa sífellt að taka frí úr vinnu tíl að
sitja yfir veiku bami.
Hraðinn í þjóðfélaginu er ekki
vinsamlegur bömum og foreldrar
ætlast til þess að komast aftur út á
vinnumarkaðinn sem fyrst þótt lang-
þráð barn hafi komið í heiminn. Auð-
vitað vill fólk sjá fýrir sér, halda í
vinnuna og standa sig vel en það
hentar ekki endilega baminu. Þótt
fæðingarorlofsmál séu nú í miklu
betri farvegi en fýrir örfáum árum þá
finnst mér að enn betur megi gera.
Eins árs bami h'ður best hjá foreldr-
um sínum og hefur takmarkað gagn
af því að vera á leikskóla, ólíkt því
sem segja má um eldri böm, t.d. upp
úr tveggja og hálfs eða þriggja ára
aldri en þá er næsta víst að barnið
hafi gagn og gaman af því að um-
gangast önnur börn.
Hitt sem þú nefnir, að dregið geti
úr áhrifum sýklalyfja við ofnotkun
þeirra, lýsir sér aðallega í því að fram
á sjónarsviðið koma bakteríustofnar
sem sýklalyf verka illa eða ekki á, svo-
kallaðir fjölónæmir sýklar. Sýkingar
af þeirra völdum geta orðið erfiðar
við að eiga svo máhð er ekki léttvægt
en víða um lönd em slíkar sýkingar
vaxandi vandamál. Of mikil og óþörf
sýklalyfjanotkun í þjóðfélaginu er
skaðleg í mörgu tilliti. Miklu skiptir
að greina veikindi sem fyrst og æski-
legt að sami læknir fylgi málum eftir
svo hægt sé að grípa inn í sé þess
þörf. Best hlýtur að vera að grípa ein-
ungis til sýklalyfja þegar það er óhjá-
kvæmilegt og velja þá jafnan einföld-
ustu lyf sem hægt er að komast af
með.
Hvernig er best
að losna við
Margrét Valdimarsdóttir
lyfjataeknir
Mælir með B-vítamíni fyrir
| og eftir dfengisneyslu.
Flestir sem einhvern tíma
hafa smakkað vín þekkja tim-
burmennina sem fylgja harka-
legri áfengisneyslu. Margrét
Valdimarsdóttir, lyfjatæknir
hjá Lyfju á Smáratorgi, segir ýmislegt til
ráða. „Það albesta er B-vítamín og gott að
taka það áður en farið er út að skemmta
sér og svo aftur fyrir svefninn. Þetta er ein
falt og virkar vel á marga," segir Margrét.
„Við erum meö eitt timburmannalyf sem hefur veriö vinsælt
síðustu árin. Lyfið heitir Treo og þetta eru töflur sem leystar eru
upp i vatni. Kosturinn við Treo er að það virkar fljótar en verkjatö-
flur, svo sem Panódil og Parkódin. Treo er ekki ósvipað Alka Seltz-
er sem fæst ekki hér á landi en margir þekkja. Lyfið inniheldur B-
vítamín og koffín meðal annars."
Annars er nýjasta húsráðið í þessum efnum ættað frá Bandarí-
kjunum en þar hafa menn komist að þvi að fikjusafi dregur mjög
úr timburmönnum. Safinn er unninn úr fikjukaktus en hann inni-
heldur efni sem draga úr virkni vínanda í likamanum.
timburmennina?
i