Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Side 19
DV Sport
MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ2004 1 9
KR - VALUR 1-1
9. umferð. - KR-völlur-16. júlí Mörkin:
1-0 Silja Atladóttir 43.
skot úr markteig Edda
1-1 Laufey Ólafsdóttir 78.
beint úr aukaspyrnu 18 metrar
Boltar KR:
Embla Grétarsdóttir @®
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir @
Edda Garðarsdóttir ®
Katrín Ómarsdóttir ®
Elfa Björk Erlingsdóttir @
Boltar Vals:
Laufey Ólafsdóttir @@
Iris Andrésdóttir @
Málfriður Sigurðardóttir @
Ásta Árnadóttir @
Nína Ósk Kristinsdóttir @
Dóra Stefánsdóttir @
Pála Marie Einarsdóttir @
Tölfræðin:
Skot (á mark): 11-10 (5-6)
Varin skot: Marla 5 - Guðbjörg 3,
Laufey 1 (spilaði 15 mín.).
Horn: 6-8 Rangstöður: 4-2
Aukaspyrnur fengnar: 14-17.
BEST Á VELLINUM:
K O N U R LANDSBANKADEILD $ I?
Staðan:
Valur 9 8 1 0 32-4 25
(BV 9 6 2 1 47-7 20
KR 9 6 2 1 37-10 20
Breiðablik 8 3 0 5 11-23 9
Stjarnan 8 1 4 3 11-27 7 1
Þór/KA/KS 7 1 3 3 8-21 6
FH 8 1 1 6 6-43 4 1
Fjölnir 8 0 1 7 3-20 1
Eyjastúlkur aftur upp í 2. sæti Landsbankadeildar kvenna eftir 1-7 sigur á FH í gær:
Fyrsta fimma Margrétar Láru Viðarsdóttur
Margrét Lára Viðarsdóttir
skoraði fimm af sjö mörkum
Eyjaliðsins í 1-7 sigri á FH í
blíðunni í Kaplakrika. Með
sigrinum komst ÍBV-liðið aftur
upp í 2. sæti deildarinnar - fór
upp fyrir KR á markatölu.
Margrét Lára skoraði íjögur
fyrstu mörk ÍBV í leiknum þar af tvö
þeirra úr vítaspyrnum og kórónaði
síðan leikinn með stórglæsilegu
marki í blálokin með skoti nokkuð
fyrir utan vítateig. Margrét er
greinilega búinn að ná sér af
meiðslunum en þetta er í fyrsta sinn
sem hún nær að skora fimm mörk í
einum og sama leiknum í efstu
deild.
Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem
hún komst á blað því Margrét Lára
er nú komin með sex marka forskot
á listanum yfir markahæstu konur
Landsbankadeildar kvenna - búin
að skora 18 mörk í aðeins níu
leikjum.
FH-liðið var bitlaust í
sóknarleiknum og skoraði markið
nánast upp úr þurru úr öðru af
sínum skotum í leiknum. Liðinu
gekk engu að síður ágætlega að
verjast tilviljunarkenndum sóknum
ÍBV. Liðið gafst hinsvegar upp þegar
Margrét Lára innsiglaði þrennuna
og eftirleikurinn var því IBV-liðinu
auðveldur.
ÍBV-liðið á enn möguleika á
titlinum en lengst af hafði liðið þó
ekki gaman af leiknum í sólinni í
gær. Með betra skipulagi og meiri
einbeitingu getur liðið þó spilað
góðan fótbolta. ooj@dv.is
Laufey Ólafsdóttir, Val
Valskonur uröu síðast íslandmeistarar fyrir fimmtán árum síðan. Eftir jafntefli á
KR-vellinum á föstudagskvöldið stefnir allt í að þessi bið sé loksins á enda.
Næstu leikir
Mánudagur 19. júlf 20.00
Stjarnan-Fjölnir
Þór/KA/KS-Breiðablik
Mánudagur 26. Júlí 20.00
FH-Þór/KA/KS
útu þegar Sif Adadóttir skoraði af
harðfylgi af stuttu færi eftir að skot
hennar hafði hafnað í varnarmanni.
Seinni hálfleikur var að mestu í eigu
Vals sem sótti stíft án þess að ná að
opna almennilega KR vörnina sem
var mjög þétt fyrir. Loks á 78. mín-
útu kom jöfnunarmarkið þegar
Laufey Ólafsdóttir skoraði beint úr
aukaspymu rétt utan teigs. Sá tími
sem var eftir var ekki nægur fyrir KR-
inga sem lögðu allt í sölurnar til þess
að reyna að tryggja sér sigur á með-
an Valskonur bökkuðu til að verja
stígið. Síðustu fjórar mínúturnar
léku Valskonur án markvarðar síns,
Guðbjargar Gunnarsdóttur sem
varð að fara af leikvelh með höfuð-
meiðsl.
Laufey í markið
Laufey Ólafsdóttir tók stöðu
hennar í markinu síðustu mínúturn-
ar og kórónaði mjög góðan leik sinn
með því að halda hreinu. Valsliðið
KR varð á föstudagskvöldið fyrsta liðið til þess að ná stigi gegn Val í Landsbankadeild
kvenna í sumar. Lokatölur urðu 1-1 sem voru sanngjörn úrslit en KR-ingar vildu meira
enda er staða Vals á toppi deildarinnar orðin vænleg eftir þessi úrslit. Það var Laufey
Ólafsdóttir sem tryggði Val stigið með marki beint úr aukaspyrnu 12 mínútum fyrir
leikslok og fór síðan í markið á lokamínútum og hélt markinu hreinu.
að þessu
smm.
Leikurinn var opinn en lítið var
um góð færi þökk sé góðum varnar-
leik beggja liða. Valur var sterkari
aðilinn framan af fyrri hálfleik, KR
var að vísu nálægt því að skora á
fyrstu mínútu þegar Þórunn Helga
Jónsdóttir skaut í slá. Sóknir Vals
þyngdust eftir því sem sjálfstraust
leikmanna jókst og Nína Ósk Krist-
insdóttir var tvívegis nálægt því að
koma Val yfir.
Katrín yfirgefur völlinn
Leikurinn tók hins vegar tals-
verðum breytingum eftir að Katrín
Jónsdóttir varð að yfirgefa völhnn
vegna meiðsla og Valskonur
þurftu að endurskipuleggja lið sitt.
KR-ingar komust betur inn í leikinn
og voru aðgangsharðari það sem
eftir lifði hálfleiksins, sérstaklega
úr hornum og aukaspyrnum
sem Valskonur áttu í mestu
vandræðum að ráða við. Sólcn
■■ þeirra bar árangur á 43. mín-
þarf að misstíga sig talsvert
ef það á að missa af ís-
landsmeistaratitlin-
um að þessu sinni.
Valur sótti meira í
leiknum en KR
fékkbetrifæriog
náði á stundum
þungum sóknum
að marki Vals.
Niðurstaðan var
því sanngjarnt jafn-
tefli og leikmenn Vals
fögnuðu úrslitunum
með stuðningsmönnum
sínum í leikslok.
Það eru komin 15 ár
síðan að íslands-
meistaratítilinn kom
síðast á Hlíðarenda
og nú getur fátt
komið í veg fyrir
að biðin sé loksins
á enda.
HRM
Laufey fagnar Laufey
Ólafsdóttir hefur spilað
mjög vel með Val f
Landsbankadeild kvenna I
sumar og mikilvægi hennar
sást á KR-vellinum á
föstudagskvöld þar sem hún
kórónaði mjög góðan leik með því
að tryggja Valjafntefli og með því
stigi er Islandsmeistaratitilinn nánast i
höfn hjá Valskonum.
Markahæstar
Margrét Lára Viðarsdóttir, (BV
Hólmfrlður Magnúsdóttir, KR
Nína Ósk Kristinsdóttir, Val
Olga Færseth, IBV
Guðlaug Jónsdóttir, KR
Elín Anna Steinarsdóttir, (BV
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val
Dóra Stefánsdóttir, Val
Karen Burke, (BV
Það fyrsta af fimm Margrét Lára Viðars-
dóttir skorar hér fyrsta markið sitt í leik IBV
og FH f Landsbankadeild kvenna. Á minni
myndinni fagnar Olga Færseth hinni ungu
markadrottningu sem skoraði fjögur mörk til
viðbótar og hefur nú skoraði 18 mörk f 9
leikjum í sumar. DV-myndir Pjetur
FH - ÍBV 1-7
9. umf. - Kaplakriki -18. júli
Mörkin:
0-1 Margrét Lára Viöarsdóttir 13.
skot úr vítateig Elin Anna
1-1 Lind Hrafnsdóttir 28.
skot utan teigs Svava
1-2 Margrét Lára Viðarsdóttir 39.
vítaspyrna hendi
1-3 Margrét Lára Viðarsdóttir 62.
vítaspyrna Bryndís (fiskaði)
1-4 Margrét Lára Viðarsdóttir 72.
skot úr vltateig Olga
1 -5 Rachel Kruze 78.
skot utan teigs Elín Anna
1 -6 Olga Færseth 78.
skalli úr markteig Elena
1-7 Margrét Lára Viðarsdóttir 88.
skot utan teigs Olga
Boltar FH:
Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir @ 1
Valdís Rögnvaldsdóttir ®
Boltar (BV:
Margrét Lára Viðarsdóttir @®
Elín Anna Steinarsdóttir ®
Rachel Kruze ©
Olga Færseth @
Michelle Barr @
Elena Einisdóttir @
Mhairi Gilmour ©
Tölfræðin:
Skot (á mark): 2-39 (1-25)
Varin skot: Þóra Reyn 11- Claire 0.
Horn: 0-9 Rangstöður: 1 -5
Aukaspyrnur fengnar: 15-5
BEST Á VELLINUM:
Margét Lára Viðarsdóttir
Aukaspyrna Laufeyjar
gerOI nánast
át um íslandsmái
Valsliðið þarf
að misstígci sig
talsvert efþað
á að missa af
íslandsmeist-
aratitlinum