Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Síða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 7 9. JÚLÍ2004 25 Eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, Hallgrímskirkja. á sér hugsanlega fyrirmynd í Danmörku. Bygging kirkjunar hófst 1937 og var hún teiknuð af Guðjóni Samúelssyni arkitekt sem þá var húsameistari ríkisins, en margir komu að hönnun kirkjunnar enda byggingartíminn langur. Hallgrímskirkja er afar lík Grundtvigskirkju, stærstu kirkju Kaupmannahafnar, sem Guðjón var mjög heillaður af. Innra rými kirkjanna er svo nauðalíkt að varla er hægt að greina á myndum hvor er hvað. Það má því segja að kennileiti Reykjavíkur á Skólavörðuholti sem blasir yfir alla borg sé fengið að láni frá frændum okkar Dönum. Hugmynd um kirkju á Skóla- vörðuholti kviknaði fyrst árið 1916 þegar Einar Amórsson þáverandi ráðherra óskaði eftir því við Guðjón Samúelsson húsameistara að hann gerði uppdrátt að húsum fyrir safha- byggingar. Guðjón gerði uppdráttinn og fannst viðeigandi að reisa sö&iin í kringum kirkju sem stæði efst á hæð- inni. Ekkert varð þó úr framkvæmd- um í þetta skipti. Árið 1924 var farið að vinna í skipulagi bæjarins og gerir Guðjón þá ráð fyrir því að á Skóla- vörðuholti verði reist háborg ísl- enskrar menningar. Efst á Skólavörðustíg gerði hann ráð fyrir að reisa fimmföld bogagöng í gomeskum stíl sem væri hliðið inn í háborgina. Um leið og komið var í gegnum hliðið blasti við dómkirkja byggð í grískum krossstil - jafnarma grískur kross á miðju torgi sem er rétthyrndur ferhymingur 150 metrar á hlið. Árið 1930 fóm fjórir fulltrúar sóknamefndar dómkirkjunnar niður í stjómarráð og óskuðu eftir því við kirkjumálaráðherra að byggð yrði ný kirkja þar sem sú gamla væri orðin alltof lítil fyrir söftiuðinn, helst vildu þeir að kirkjan risi á Skólavörðuholti. Ákveðið var að efna til samkeppni um hönnun byggingarinnar en að lokum var leitað til húsameistara Guðjóns Samúelssonar um hönnun kirkjunnar þar sem samkeppnistil- lögurnar þóttu ekki nægilega góðar. Guðjón lagði fram tiilögu að stórri landskirkju hins nýja tíma sem til- einkuð yrði séra Hallgrími Péturs- syni. Hann gerði ráð fyrir að reisa Jdrkjuna efst á Skólavörðuhæð með gomeskum blæ sem bæri svipmót ís- lenskrar náttúru. Gerði Guðjón tvö líkön af kirkjunni og fengu bæjarbúar að velja hvor kirkjan yrði byggð. Vitnað í Grundtvigskirkju Kór kirkjunnar er hjálmur í end- urreisnarstíl. Fremst er turn mynd- aður úr hundruðum stein- steypustuðla. Hann átti að vera það hár að hann sæist allstaðar frá borginni (bænum) og yrði nokkurskonar viti sem sjómenn sæju við siglingu inn að Reykja- vík. Rifur í þaki turnsins áttu að lýsa uppí himininn á tilkomu- mikinn hátt. Stuðlarnir skírskota til íslenskrar náttúru og trúarinn- ar en trúarleg tákn er víða að finna í byggingunni. Sitthvoru meginn við turninn eru vængir sem hýsa skrifstofur safnaðarins, prestanna og starfsfólks. Hliðarveggir kirkjunnar eru mjög háir og bera uppi mikimi þak- þunga sem auk þess þrýstir þeim út. Til þess minnka kostnað við gerð veggjanna notaði Guðjón þunna veggi, styrktarstoðir bera svo uppi þakið en þær eru í formi stuðlabergs. Stuðlaberginu var ætlað að gefa kirkj- unni séríslenskt einkenni auk þess sem Guðjóni þótti stuðlabergið falla vel að stóm pípuorgeli sem fyrirhug- að var í kirkjunni. Stuðlabergstilvitn- unin er þó varla sér íslensk þar sem nauðalíkt form einkennir art deco byggingar í New York og víðar t.a.m. Empire state og aðrar byggingar. Auk þess vimaði Guðjón oftar en ekki til Grundtvigskirkju, stærstu kirkju Kaupmannahafnar, sem er að mörgu Framhlið Hallgrímskirkju er mjög lík Grundtvigskirkju þar sem vængir kirkj- unnar ná alveg upp allan turninn. leyti mjög llk Hallgrímskirkju. Grundvigskirkjan er þó ólík Hall- grímskirkju að því leyti að hún er hlaðin úr múrsteinum á meðan Hail- grímskirkja er öll steinsteypt. Guðjón hafði áður notað smðlabergstilvim- un bæði í Þjóðleikhúsinu, Háskóla ís- lands og í Laugameskirkju sem hann teiknaði síðar. Alla tíð í fjársvelti Við hönnun byggingarinnar notar arkitektinn einungis þær tölur sem teljast vera helgar, en það em tölurn- ar þrír, sjö og m'u. Við aðalinngang em þrjár tröppur, kirkjunni er skipt að innan í þrjá hluta, gluggarnir á hliðum kirkjunnar em m'u, gluggarn- ir í kórbyggingunni em sjö, tröppur frá kirkjugólfi upp á kórgólf em sjö. Þessi regla er ekki algild þó svo að hönnuður kirkjunnar hafi haft þetta að leiðarljósi. Undantekningarnar em fjölmargar t.d. em á henni fjórar klukkur, 6 gluggar em á hverri hlið tumsins o.s.frv. Byggingin var upp- haflega hönnuð þannig að hana mætti byggja í mörgum pörtum þar sem ljóst var í upphafi að öðmvísi gæti hún aldrei orðið að veruleika. Á þeim tíma sem bygging kirkj- unnar hófst þurfti að fá sérstakt sam- þykki fyrir teikningunum ffá gjald- eyrisráði og eftir að seinni heimstyrj- öldinni lauk var efni til byggingarinn- ar skammtað af sérstakri fjárhags- nefnd. Þannig má segja að kirkjan hafi alla tíð mátt þola fjársvelti en varla er hægt að segja að byggingu hennar sé enn lokið, þar sem frá- gangur umhverfis bygginguna stend- ur enn yfir. Engin bygging eins lengi í byggingu Arið 1937 hófustframkvæmdirvið bygginguna og var fyrsti áfangi vígð- ur árið 1948 en byggingin í heild sinni árið 1986. Guðjón lést árið 1950 og hafði í raun aldrei lokið við teikning- ar af innra rými kirkjunnar, en því verki var lokið af húsameisturum rík- isins og starfsfólki embættisins allt fram að vígslu kirkjunnar. Smávægi- legar breytingar hafa líka verið gerðar á kirkjunni á byggingartí'ma hennar, sú helsta er sennUega val á þakefni hennar en Guðjón gerði alla tíð ráð fýrir að á hana yrðu settar þakskífur svipaðar þeim sem em á Landakots- kirkju. Húsameistarar framtí'ðarinnar breyttu þessari ákvörðun og em nú málmplötur á húsinu sem óneitan- Innra rými Hallgrfmskírkju og Grundt- vigskirkju er svo nauðalíkt að vart má sjá um hvora kirkjuna er að ræða. lega hefur veruleg útlitsáhrif á þessa stóm byggingu. Engin bygging hefur verið lengur í byggingu hérlendis þó svo að þetta þyki ekki óalgengur byggingartími á kirkjum annars stað- ar í veröldinni. Til samanburðar tók bygging fýrirmyndarinnar, Grundt- vigskirkju í Kaupmannahöfn um 40 ár. Gönguleið Guðjóns áhrifa- valdur Bygging kirkjunnar var mjög um- deild eins og oft er með stórar og áberandi byggingar. Einn af helstu andstæðingum hennar var Einar Sveinsson húsameistari sem sagði hana illa hannaða í alla staði, auk þess sem óþarfa náttúmskreyti stuðlabergssúlna gerði ekkert annað en að auka byggingarkostnað og þyngja byggingarstíl kirkjunnar. Ein- ari fannst formin of mörg og þau illa felld hvort að öðm. Einnig var það gagnrýnt verulega að ekki skyldu vera svalir fyrir kór og orgel eins og tí'ðkað- ist í kirkjum þá og gerir reyndar enn. Þetta litla atriði þótti vera mikil djörf- ung og vom margir hræddir um að hljómburður kirkjunnar yrði aldrei fullnægjandi með þessu fyrirkomu- lagi. Hailgrímskirkja er helsta kenni- leiti Reykjavíkurborgar og sést nánast ails staðar frá í borginni. Guðjón Samúelsson bjó alla sína tí'ð ofarlega á Skólavörðustíg og gekk upp og nið- ur götuna alla daga. Líklegt er að hann hafi þegar árið 1916 á leið sinni upp Skólavörðustíg verið farinn að íhuga útlit byggingar við enda göt- unnar en margir vilja meina að þessi gönguleið Guðjóns sé þess valdandi hversu tilkomumikil byggingin er séð frá neðanverðum Skólavörðustíg. Á sama hátt hafa menn efast um mæli- kvarða hennar úr öðrum áttum þar sem hún er hvergi eins tilkomumikil eins og frá sjónarhorni Skólavörðu- stígs. freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.