Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Qupperneq 6

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Qupperneq 6
Þorleifur Kinarsson prófessor: Jarðfræðilegar aðstæður í jarðgöngunum í Oddsskarði í grein þessari er fjallað um jarðfræði Oddsskarðs og jarðfræðilegar aðstæður við jarðgangagerð á Norðfjarðarvegi undir háskarðið. Rannsóknir á jarð- fræði Oddsskarðs voru gerðar í tveim áföngum. Frumathuganir voru gerðar í septem- ber 1964 af jarðfræðingunum Þorleifi Einarssyni og Haraldi Sigurðssyni. Samhliða jarðfræðiathugunum mældi Guðjón Stefánsson, verkfræðingur, há- skarðið og nágrenni þess og gerði kort af svæðinu. í janúar 1965 var rituð bráðabirgðagreinargerð um niðurstöður jarðfræðiathugana og jarðfræðikort teiknað. í ágúst og september 1970 voru bor- aðar þrjár holur með kjarnabor frá Jarðborunum ríkisins á hugsanlegum jarðgangaleiðum undir háskarðið. Jafn- framt borunum voru niðurstöður jarð- fræðiathugana frá 1964 endurskoðaðar. Einnig voru skriða og jarðvegur við hugsanlega munna jarðganga hreinsuð burt inn að föstu bergi. Að jarðfræði- athugunum unnu jarðfræðingarnir Þor- leifur Einarsson og Grétar Guðbergs- son. Greinargerð um niðurstöður rann- sóknanna var samin í desember 1970. Talið var að tvær jarðgangaleiðir kæmu einkum til greina, báðar með munna Eskifjarðarmegin (sunnan megin), 20 m austar en munninn er nú. Önnur leið- in (leið I) var áætluð á svipuðum stað og göngin eru nú (sjá mynd 2 í grein Jóns Birgis Jónssonar hér á eftir). Gólfhæð í munna að sunnan yrði í 609 m en að norðan í 626 m y. s. og lengd jarðganga yrði um 590 m. Hin gangaleiðin (leið 11) yrði austar og munni Norðfjarðarmegin um 150 m austan hins munnans. Göngin yrðu um 410 m að lengd og gólfhæð í norðurmunna 640 m y. s. Halli á göng- um þessum hefði orðið miklu meiri en á leið 1 og að auki kom í ljós við snjómæl- ingar á árunum 1964—1971 að snjó- þyngsli við norðurmunna styttri gang- anna væri miklu meiri en við norður- munna jarðganga eftir leið I. Jarðgangaleið I var því valin og að auki voru jarðfræðilegar aðstæður á leið 1 taldar mun betri en á leið II. Áður en til framkvæmda kom var jarðgangaleiðin flutt 20 m vestar eins og kemur fram hér á eftir. JARÐFRÆÐI SVÆÐISINS Jarðmyndun íslands er skipt í mynd- anir eftir aldri. Elsta jarðmyndun lands- ins, blágrýtismyndunin, hlóðst upp í eldgosum á síðari hluta tertíertímabils- ins. Elstu lög blágrýtismyndunarinnar austanlands eru um 13 milljón ára. Þykkt þess hluta blágrýtismyndunarinn- ar, sem fram kemur í fjöllum norðan Reyðarfjarðar austan frá Barðsnesi- Gerpi til Kistufells vestan Fagradals er um 5000 m og heildarþykkt hennar á Austurlandi alls um 10.000 m. Berg- fræði- og jarðlagafræðilega skiptist þessi 5000 m þykka myndun á Reyðar- fjarðarsvæðinu í nær 50 deildir. Mest er um basalthraunlög, en þó einnig nokk- uð um líparít- og andesíthraunlög þ. e. í fornum eldkeilum eða megineldstöðv- um. Basalt (blágrýti) er basískt storku- berg, venjulega dökkt eða gráleitt að lit. Andesít er ísúrt gosberg, dökkt eða svart að lit og glerkennt. Líparít er súrt gos- berg, Ijóst eða gráleitt að lit. Eftir að upphleðslu blágrýtismynd- unarinnar lauk og höggun var um garð gengin hefur blágrýtishellan veðrast og sorfist og þá myndast rofslétta. Landið lyftist síðan smám saman u. þ. b. 1000 m. Jafnframt tóku ár og síðar jöklar að móta dali og firði, sem nú setja svo mjög svip á landslag á Austurlandi. Leifar hinnar fornu rofsléttu er enn að sjá á hæstu fjöllum. (Nánari lýsingu á jarðfræði Reyðarfjarðarsvæðisins er að finna í grein eftir Bretann G.P.L. Walker: Geology of the Reydarfjördur- Area, Eastern-Iceland, sem birtist árið 1959 í Quarterly Journal of the Geological Society of London, bls. 367-393. JARÐFRÆÐI OIJDSSKARÐS Ofarlega í Oddsdal, þ. e. norðan í Oddsskarði, myndar líparíthraunlag 20—30 m hátt klettabelti. Ofan þcss er um 170 m breiður stallur. Kollur kletta- beltisins er í 605—612 m hæð. Líparít- lagið er neðsta og elsta berglag á hinu athugaða svæði. Austast á svæðinu, ofan áðurnefnds stalls, koma fram nokkur blágrýtislög með þunnum millilögum, um 20 m að þykkt (syrpa B). Sunnan í skarðinu koma þessi lög í ljós í stallinum neðan andesítlaganna í um 600 m y. s. Ofan á þessari blágrýtislagasyrpu er 30—40 m þykk syrpa af andesíthraunlögum með misþykkum millilögum (syrpa A). Andesítlögin eru nokkuð misþykk, 3—20 m, og sama máli gegnir um set- lögin á milli hraunlaganna, en þau eru frá örfáum sentimetrum upp í 14 m að þykkt. Fjöldi andesítlaganna í sniðum í hlíðum skarðsrimans og borholunum er nokkuð breytilegur. Fæst voru þau í borholu II, aðeins tvö, en þar er reyndar einnig þykkasta setlagið í syrpunni, í Mynil I. Cunnamunmnn EskiJ'jardarmegin. EJ'st í Jjullimt er bellctð basallhruunlun (dyngju- hrailhj. Ofan veyar sjást J andesillöy oy liyyja juröyönyin að ineslu I þvi neðsla. Við yanya- inunnunn cr sliillur sieypiur forskdli veyna sjóþvnysla. — Ljósin.: Björn A. Harðarson. 68 — TÍMARIT VFI 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.