Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Síða 7
dæld niður í hana. Flest eru andesítlög-
in, a. m. k. fimm, í stálinu við jarð-
gangamunnann að sunnan. Ástæðan
fyrir þessum mismunandi fjölda hraun-
laga er m. a. sú, að í borholunum var
hvergi farið í gegnum andesítsyrpuna,
svo og að hvergi í hlíðum skarðsrimans
eru algerlega hrein stál. Að auki kemur
það til að hraunlögin leggjast á misvíxl
eða jaðra saman, t. d. að yngra hraun
hefur runnið í lægð milli tveggja eldri
laga. Á þennan hátt má einnig skýra
misþykkt einstakra setlaga, þ. e. að þau
hafi sópast saman við hraunjaðra eða í
lægðir milli hraunstrauma.
Aldur andesítsyrpunnar í Oddsskarði
hefur verið ákvarðaður eftir kalí-argon-
aðferð, og reyndist hann vera 11,9 ±
0,3 milljón ár (sbr. grein eftir Harald
Sigurðsson: Nýjar aldursákvarðanir á
íslensku bergi. Náttúrufræðingurinn 38.
árg. bls. 187—193). Að andesítlagasyrp-
unni verður vikið nánar hér á eftir, enda
eru Oddsskarðsgöngin í henni.
Ofan á andesítlögunum er um 45 m
þykk syrpa af gráleitum blágrýtislögum
(syrpa G). Blágrýtislögin eru 3—7 m að
þykkt, en á milli þeirra eru misþykk,
rauðlituð setlög. Þessi jarðlagasyrpa er
víðast hulin skriðu, svo að ekki er unnt
að rekja einstök lög í henni. Ofan á
blágrýtislagasyrpunni G er um 45 m
þykkt, beltað hraunlag (syrpa D).
Hraunlag þetta myndar rimann í
háskarðinu, en það er gert úr þunnum
helluhraunslögum (dyngjuhraun) (Sjá
mynd 1).
Öll eru hraunlögin í Oddsskarði
stuðluð. Stuðlarnir eru allstórir en
nokkuð óreglulegir. Andesithraunlögin
eru mjög glerkennd og straumflöguð,
svo að þau klofna við veðrun (eða
sprengingar) í flögur. Sjá mynd 2.
Á ntilli hraungosa mun oft hafa liðið
alllangur tími og þá myndast millilög.
Þau eru flest keimlík að útliti og aðal-
lega gerð úr eldfjallaösku og berg-
mylsnu, einkum fínsandi og leir, en auk
þess eru misþykk veðruð gjalllög undir
og þó einkum ofan á hraunlögunum,
svo sem jafnan er í apalhraunum, en öll
hraunlög á Oddsskarðssvæðinu hafa
storknað sem apalhraun nema í syrpu D
sem er dyngjubasalt.
Við mælingu á jarðlagahalla í Odds-
skarði var stuðst við öskulag (Asö) sem
er í rauðu setlagi milli andesítlaganna
AN og AO í borholunum 1, II, III og
einum mælipunkti sunnan í skarðinu,
svo og í tveim mælipunktum norðan í
skarðinu. Reyndist hallinn á þessu lagi
vera um 3° til V10°S.
Brotalínur eru fáar og smávægilegar á
Oddsskarðssvæðinu. Tvö misgengi eru í
rimanum á háskarðinu. Annað er um 80
m austan raflínunnar (fjarlægðir mæld-
ar eftir suðurbrún rimans) og er vestri
barmur genginn niður um 2 m. Hitt mis-
gengið er um 280 m austan raflínunnar.
Að auki eru fáeinar sprungur í skarðs-
rimanum og var ein þeirra í göngunum
opin og var glufan um 5—10 cm víð.
Berggangar eru fáir á hinu athugaða
svæði. í skarðsrimanum eru tveir bas-
altgangar, og umhverfis þá er nokkuð
um basaltæðar. Annar er um 280 m, en
hinn um 320 m austan raflínunnar. Við
vestari ganginn (280 m) er 2 m misgengi,
austurbarmur genginn niður. Gangarnir
eru aðeins 25—50 cm breiðir. Auk þess
eru þrír basaltgangar suðvestan til á
svæðinu. Tveir eru 1 m að breidd, en sá
þriðji um 10 m. Brotalínur og basalt-
gangar á Oddsskarðssvæðinu stefna
allajafna N eða NNA. Þó hefur opna
sprungan i göngunum stefnuna A—V.
Berg meðfram basaltgöngum og brota-
línum er lítið raskað.
Berggrunnur á Oddskarðssvæðinu er
allþéttur. Mest öll úrkoma rennur af á
yfirborði sem ár og lækir. Úrkoma, sem
fellur á hlíðar móti norðri og austri, get-
ur þó sigið niður í hraunlögin og runnið
sem grunnvatn undan jarðlagahallanum
og komið fram í Iindalínum suðvestan
til í fjöllum á mörkum millilaga og
hraunlaga. Nokkurt vatn seytlar um
sprungur (brotalínur) og í glufum með-
fram berggöngum og kemur frant sem
lindir neðar i hlíðum. Vatnaskil eru unt
háskarðið svo að grunnvatn á svæðinu
er lítið. í jarðgöngunum seytlar nokkurt
vatn um opna sprungu um 50 m frá
suðurmunna og gegnum borholur í
norðanverðum göngunum.
Jarðlögin í Oddsskarði upp í andesít-
lögin, og að þeim meðtöldum, mvnduð-
ust við upphleðslu fornrar megineld-
stöðvar sem kennd er við Reyðarfjörð
eða Helgustaði. Þetta er m. a. ástæðan
fyrir því hversu jarðlög eru óregluleg og
fjölbreytileg þarna og að einstök lög
verða ekki rakin langar leiðir.
Andesítlögin, sem jarðgöngin liggja í,
virðast liafa runnð í nokkuð hlíðbrött-
um dal með norðurstefnu. Vesturhlíð
þessa forna dals er óþekkt en jarðgöng-
in liggja hins vegar nálægt austurhlíð
hans og ná því efri hraunlögin lengra til
austurs í samræmi við fyllingu dalsins
með hraun- og setlögum. Þetta var m.
a. ástæða til þess að jarðgangalína var
færð um 20 m til vesturs miðað við Ieið I
eins og hún hafði verið könnuð með
borunum. Á þennan hátt var talið að fá
mætti þykkari hraunlög til að gera jarð-
göngin í og forðast losaralegt, gamalt
skriðuefni milli hrauns og hlíðar í hin-
um forna dal.
JARÐLÖG OG AÐSTÆÐUR
í JARÐGÖNGUNUM
Eftir að gögn úr jarðfræðirannsókn-
unum frá 1964 og 1970 höfðu verið met-
in, svo og tillit tekið til snjómælinga í
Oddsskarði 1964—71, var jarðganga-
leiðin ákveðin. Gangaleiðin var færð
um 20 m til vesturs frá leið I, en jarðlög
á þessari leið voru þekkt úr tveim bor-
holum, borholu I 95 m og borholu II
380 m frá jarðgangamunna að sunnan,
og sniðum við suðurmunna og norður-
munna. Einnig var ákveðið að göngin
skyldu unnin frá munna Eskifjarðar-
megin (suðurmunna) upp á móti halla.
Áætlað var að jarðgöngin yrðu 595 m
Myncl 2. Hrolið og flagað andesít við syðri munna Oddsskarðsganga (Eskifjarðarmegin). —
Ljósm.: Björn A. Harðarson.
TÍMARIT VFÍ 1984 — 69