Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 34
jpýzkalands, er prinsinn dó árið eptir. Meðan Moltke
dvaldi í Eómaborg, notaði hann tímann til þess, að
gjöra landsuppdrátt af borginni og landinu umhverfis.
|>á er hann kom til þýzkaland á ný, var hann fyrst
gjörður að herforingja yfir hersveitunum við Bínarfljót;
en 1848 að formanni í einni deild hins æðsta herfor-
ingjaráðs. 1856 varð hann aðstoðarmaður Friðriks
krónprins og fór með honum til Pjetursborgar, Moskwa
Parísar og Lundúna, en 1858 tók hann við yfirstjórn
í herforingjaráðinu og kom þar þegar á mörgum end-
urbótum. þegar ófriðaðist með Dönum og jpjóðverjum
1864, hafði Moltke samið áætlunina um tilhögunina á
sókn sambandshersins og fylgdi Priðrik krónprinsi, að-
alforingja sambandshersins. Yar hann með í sókninni
og hafði lagt ráðin á, er þjóðverjar brutust yfir áeyna
Als og hafði búið undir landgöngu á Fjón, en það fórst
fyrir. I ófriði þessum voru fyrst reyndar hinar aptur-
hlöðnu eldnálabyssur, er þá voru nýfundnar upp hjá
f>jóðverjum, og er hætt við, að þrátt fyrir hreysti
Dana hefði herskipun þjóðverja og vopnabúnaður orð-
ið Döuum ærið þungur í skauti, þótt mikill liðsmunur
hefði ekki bætzt þar á ofan; er því ekki furða, þótt
Danir yrðu ærið undir í ófriði þessum.
þegar er ófriðnum milli Dana og fjóðverja var
lokið, kom brátt í ljós, að Prússum og Austurríkis-
mönnum mundi ekki semja um, hverjir hefðu yfirráð
hertogadæmanna, og óx sá ágreiningur svo mjög, að til
ófriðar leiddi vorið 1866. Hafði Moltke samið áætlun-
ina fyrir herferð þessari og stýrði í raun og veru öll-
um leiðangrinum þótt ekki hefði hann æðstu yfirstjórn-
ina. Prússland var þá i tveimur aðalhlutum: Prúss-
•nesku fylkin við Eystrasalt og Eínarfylkin fyrir vest-
an Hannóver og Hessen. Allt Suður-f>ýzkaland var í
■sambandi við Austurríki ásamt Saxlandi, Hessen og
Hannóver. Mátti því svo að orði kveða, að Prúss-
land ætti fjandmanna von nærri úr öllum áttum, og
máttu Prússar því gjalda varhuga við, að fjandmenn
þeirra gætu ekki sameinast. Kom þá fyrst í ljós hví-
líkur snillingur Moltke var. Aður en Hannóverjar og
Hessenar eru herklæddir hafa Prússar tekið lönd
þeirra og stemmt stigu fyrir aðBajarar og Viirtembergs-
menn nái höndum saman. Saxakonungur flýr með her
(28)