Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 38
skozku. f>á er hann var 17 ára að aldri gekk hann á herskóla í St. Cyr, en tveimur árum síðar varð hann leutenant í herstjórnarráðinu. Hann fór fyrst í hernað 1830; var með í herferð þeirri, er Frakkar það ár fóru til Algier. Hann var og með við umsátur Antwerpens 1832, en fór síðan aptur til Algier; var þá orðinn kapteinn í liðinu. f>á er Frakkar rjeðu á borgína Constantine árið 1837 og unnu hana, gekk Mac Mahon svo vel fram, að hann varð mjög frægur af, bæði meðal herstjórnar og liðsmanna; hann hækkaði því á fáum árum stig af stigi í herstjórninni og 1853 var hann orðinn deildar- herforingi. Krimstríðið byrjaði 1853. I þann hernað sendu Frakkar Mac Mahon, en þó ekki fyrri en 1855. Hann var með þá er Sebastopol var unnin, og er honum mjög þakkað, að þá tókst að vinna borgina, því að hann braut ka3talann Malakof, þótt Pelissier hefði yfir- stjórnina. |>að var í þeirri atlögu, að Mac Mahon gekk svo í berhögg við Eóssa og sótti svo snarplega að, að yfirforingi Pelissier óttaðist, að lið hans mundi verða gjöreytt; ljet hann þá boð út ganga, að Mac Mahon skyldi láta undan síga, en þá mælti Mac Mah- on þessi orð, er síðan urðu svo mjög í minnum höfð: »J’y suis, j’y rest«. (Hjer er jeg kominn, hjer verð jeg). Til launa fyrir afreksverk sin í Krimstríðinu veitti Napoleon III. Mac Mahou ráðherratign og gjörði hann að yfirforingja alls herliðsins í Algier. Mac Mahon var og með á Norður-Italíu 1859. I orustunni við Magenta rjeð hann á hægri fylkingar- arm Austurríkismanna, braust þar í gegn og kom þeim svo í opna skjöldu. f>ar með var sigurinn unninn og á vígvellinum gjörði Napoleon III. hann að marskálk og gaf honum nafnbótina: hertogi af Magenta. Mac Mahon tók einnig þátt í orustunni við Sol- ferino og studdi þar mjög að sigri Frakka og Itala. Pelissier marskálkur var landstjórií Algier frá 1859; hann dó 1864 og var Mae Mahon þá gerður lands- stjóri þar. Napoleon III. hafði ásett sjer að stofna þar stórt og voldugt ríki; treysti hann Mac Mahon bezt til að framkvæma þá fyrirætlan sína. Að þessu (3*)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.