Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Page 36
yfir öllu Jpýzkalandi. — Svo er sagt, að þá er Moltke
frjetti að Mac Mahon hefði tekið sig upp úr herbúð-
unum við Cnálons, og haidið í norðaustur til þess að
hjálpa Bazaine úr herkvíum við Metz, hafi Moltke
gengið einn saman frá herbúðum Prússa, þá er lokið
var miðdegisverði, en er hann hafi komið aptur, hafi
hann boðið að leggja þegar af stað, til þess að kvía
Frakka.
f>að Iætur að líkindum, að keisarinn gleymdi ekki
Moltke er hann uthlutaði heiðurstnerkjunum meðal
herforingja sinna í ófriði þessum og sigurglaumnum er
friðurinn var saminn, enda var Moltke gjörður að
greifa, og »feltmarskálk« (æðsta herforingja) og sæmd-
ur stórkrossi járnorðunnar, en 1879 var honum veitt
orðan pour la merite, með mynd Friðriks 2. Hafði
Moltke þá verið herforingi í 60 ár.
Fyrir utan herstörf sín var Moltke einnig þing-
maður á ríkisdegi Norður-jpýzkalands 1867, og alls
fýzkalands eptir að það var orðið að einu keisara-
dæmi, en 1872 varð hann þingmaður í öldungadeild
(senati) Prússlands. Hallaðist hann að skoðunumapt-
urhaldsmanna, talaði ekki opt, en fylgdi þeim málum
af kappi, er hann átti við, einkum hermálaskipun rík-
isins. Haun andaðist níræður að aldri, 25. apríl 1891,
og var jarðarför hans gjörð með svo mikilli viðhöfn,
að konungi hefði mátt sæma.
Yms rit eru til eptir Moltke, svo sem #Brjef um
ástandið og viðburði á Tyrklandi 1835—1839« og »ó-
friðinn milli Bússa og Tyrkja í Evrópu 1828—1829« o.
fl. Enn fremur átti hann mikinn þátt í ritum þeim,
er herforingjaráð Prússa hefir gefið út um ítalska stríð-
ið 1859 og styrjaldir þær, er Prússar áttu í á árunum
1834—1870, og þykja öll rit hans bera vott göfuglynd-
is og skarpskyggni.
Moltke var kvæntur, en missti konu sína 1868 og
varð þeim hjór.um ekki barna auðið. Eptir það bjó
hann með systur sinni og síðar með frænda sínum,
Moltke kaptein, er hann gekk í föður stað. f>eim er
þekktu lítt Moltke greifa, virtist hann þur og fáskipt-
inn í viðmóti, en tryggasti vinur vina sinna, var hann
alla æfi.
Máltæki Moltkes: »Erst wagen denn wagen«, o:
(30)