Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 40

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Side 40
ikjörinn forseti þass, en þá er honutn var velt a£ stóli Jtaus þjóðþingið 24. maí 1873 Mae Mahon fyrir þjóð- veldis-forseta. |>ann 20. nóv. s. á. var sú ákvörðun gerð, að forsetatign hans skyldi vara í 7 ár, en 31. janúar 1879 afsalaði hann sjer forseta-tigninni og öll- um ríkisstörfum, því að þá böfðu gjörbreytendur (Radi- kalir) eflst mjög á þinginu, en Mae Mahon hafði jafn- an heyrt til og hallast að stjórnmálaskoðun viðhald- enda (konsérvatívir). Mae Mahon er talirm einn af beztu hermönnum og beztu herforingjum þessarar aldar. Hann var fram- úrskarandi hugprúður og hetja svo mikil, að dæma- fátt er talið. Að hann var yfirunninn af |>jóðverjum má án efa að miklu leyti kenna óreglu og agaleysi liðsmanna, skorti þeim á útbúnaði, festu og framsýni, er svo rammt kvað að í öllum herbúnaði og hermála- stjórn hjá Prökkum á 3Íðustu ríkisstjórnarárum Napo- leons keisara III. þ>á er á vígvöllinn var komið vant- aði liðið kunnáttu og æfing, klæði, vopn og vistir; — meira að segja vantaði gjörsamlega heilar herdeildir; þær voru að eins til á pappír í bókum stjórnarinnar. Jað var því eigi að undra, þótt illa færi, þegar slíkt lið varð að mæta fjandmönnum vel æfðum og að öllu búnum á bezta hátt. Mac Mahon var Frökkum hiun þarfasti maður. •Stilling hans, lipurð og hyggni var það að þakka að .þjóðveldið festi svo sterkar rætur meðan hann var for- seti þess. Hann hjelt ríkinu saman með sterkri hendi þá er sundrungin var mest og flokkarnir æstastir hverj- ir gagnvart öðrum. Jafnt mótstöðumenn hans sem vinir dáðust að því hve rjettlátur hann var, sanngjarn og drenglyndur, Ó3jerplæginn og vandaður í orðum og gjörðum, en þó jafnframt einarður, hreinskilinn og op- inskár. Sem dæmi þess, hve lítt Mae Mahon var met- orðagjarn' og valdfús má nefna það fyrst, að honum var það móti skapi, að gjöra t forseti þjóðveldisins; var það mest fyrir bænastað leiðtoga ríkisins að hann tók við þeirri tign, — svo og hið, annað, að hann af- tók með öllu, að fara að óskum írlendinga, þá er þeir gjörðu menn á fund hans, báðu hann að gjörast kon- ung sinn og endurreisa ríki Stuartanna, forfeðra hans. (34)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.