Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Síða 62

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1895, Síða 62
6. Nóv. Karen S. Olafsdóttir i Stykkishólmi, ekkja verzl.manns Knud Schiött (t. 8/4 1806). 9. Eirikur Eiriksson, dhrm., bóndi á Reykjum á Skeið- um (f. 9/1 1807). 15. Sigurður Jónsson, sýslumaður í Snæfellsness- og- Hnappadalssýslu (f. 1S/io 1851). 24. Des. Tómas Hallgrímsson, læknir, kennari við lækna- skólann í Reykjavík (f. 25/12 1842). 27. Tómas Eggertsson, bóndí á Ingjaldshóli (f. 14/s 1822). Erá f. á. (1892) Erlendur Olafsson hókbind. á Akureyri. Dáinn 23. des. (f. 1814). Jóm Borgfirðingur. Leiðbeining fyrir lántakendur við landsbankann. Landsbankinn lánar gegn 1. veðrjetti í fasteign, lengstan tima 10 ár, með árlegri afborgun. Hann lánar einnig gegn 2. veðrjetti litlar upphæðir til skamms tima, t. d. hálft ár, ef veðið er gott, og sjerstakar ástæður eru til þess. Enn íremur lánar bankinn gegn handveði, og gegn ábyrgð 2 manna, sem bankastjórnin álítur fullnægjandi. Hann lánar einnig gegn ábyrgð sveita- og bæjarfjelaga. Sömuleiðis til prestakalla. Bankinn kaupir og selur víxla og ávísanir, hvort sem greiðslustaðurinn er hjer á landi eða erlendis. Einnig innheimtir hann fyrir aðra víxla og ávísanir. Easteignir þær, sem bankinn tekur að veði gegn láni, eru jarðir og hús i kaupstöðum, en hann lánar ekki, nema sjerstakar ástæður mæli með, gegn veði í húsi, sem fylgir jörð, eða stendur í smákauptúni, og þá að eins til fárra ára. Til þess að ián veitist gegn veði í fasteign útheimt- ist, að eignin sje virt til peninga af 2 óvilhöllum mönn- um, sem lögreglustjóri nefnir til. Þegar hús eru sett að veði, þarf' að vátryggja þau í vátryggingarfjelagi, sem hefir umboðsmann í Éeykjavik. Með lánbeiðninni þarf að fylgja veðbókarvottorð sýslumanns, og vottorð hans um eignarheimild. Þegar lántakandi eigi á veðið sjálfur, en hefir f'engið það iánað bjá öðrum til veðsetn- ingar, þarf' áteiknun hlutaðeigandi lögreglustjóra á veð- leyfið. Ef lántakandi, vegna fjarlægðar, getur ekki sjálfur skrif'að undir skuldahrjefið í bankanum, getur hann gefið (52)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.